Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.
Ég hóstaði spilakvöld í gær, ég man ekki alveg hvað spilið hét en ég skemmti mér alveg konunglega þó að ég hafi stundum verið í lífshættu. Við vorum bara eitthvað heima hjá mér og ætluðum að spila Monopoly, svo heyrðum við svona trommuslátt frá háaloftinu hjá mér. Við vorum þarna 5, ég, litla frænka Svínka, litli frændi minn Kormákur, eitthver gaur sem líktist Robin Williams sjúklega mikið og eitthver beygla. Við fundum loks þennan trommuslátt og kom í ljós að þetta var spil, sjúklega töff spil þar sem kallarnir færðust sjálfir.
Svo komu e-r drullustórar köngulær og moskítóflugur, ljón, allt húsið breyttist í frumskóg og ég veit ekki hvað og hvað. Þessir djöflar komu þegar við lentum á ákveðnum reitum í spilinu. Litli frændi Kormákur fékk skott og varð allur loðinn fyrir að svindla, það var fokking ógeðslega fyndið.
Við vorum alveg heillengi að klára þetta spil, það fylgdu ekki neinar helvítis leiðbeiningar, en svona er þetta, ég man eiginlega ekkert hver vann, en það skiptir kannski ekki öllu máli, þetta var svo mikil lífsreynsla.
Já, nú man ég spilið hét Jumanji, drullugott spil.
b-dawg