Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.


föstudagur, desember 30, 2005

Ég elska þennan meistara, gott að fá strákinn aftur,vei.


Alltaf sama krúttið, vá.

b-dawg

| miðvikudagur, desember 28, 2005

Strákurinn dreif loksins í þessu og drullaði þessu myndum inn af jólaballinu.

Hérna má sjá þessa andskota.

Ég er núna búinn að horfa á Rocky I, II, og III, verð eiginlega að vera sammála Gunnari kollega mínum um Mr. T hann er fokking badass gaur, sælar.

Ég fór á King Kong í gær, hún var mögnuð, var með Villanum og Kiddanum, allir búnir að tala um hversu langdregin hún hafði verið, ég undirbjó mig svo vandlega fyrir þessa mynd að mér fannst hún alls ekki og löng, bara mjög góð, góður pabbi þarna á ferð.


Það er "jinx" á því að vera lífvera, samkvæmt bók sem ég las áðan þá deyja allar lífverur á endanum, men! Líka Rocky og Rambo, talandi um slap in the face.

b-dawg

| þriðjudagur, desember 27, 2005

Ég vaknaði alveg ömurlega í morgun, ég fékk svona nýtt símaapparat í tilefni af því að Jesúbarnið fædddist fyrir tveimur milljónum ára. Þessi sími er þeim hæfileikum gæddur að hann getur spilað svokölluð mp3 lög, ég get sett lög á þessu tiltekna formi inn á símann minn og notið þeirra í tíma og ótíma.

Ég gerði þau reginmistök að setja lagið golddigger sem alarm-lagið mitt. Það var alveg fáránlegt hvað mér brá mikið í morgun þegar Jamie Foxx byrjaði að öskra af öllum sínum lífs og sálarkröftum:

She take my money when I'm in need
Yea she's a trifflin friend indeed
Oh she's a gold digga way over town
That dig's on me

Mér brá alveg fáránlega mikið, reyndi að ná í símann, náði honum ekki missti hann á magann á mér, missti hann svo aftur á gólfið og hugsaði:"Fokk þetta er alveg nýr sími, er ég búinn að eyðileggjan hann!! MEN!!. Ég hoppaði niður á gólf í örvæntingu minni renndi mér undir rúm og slökkti á þessu, sjitt! Ömurlegt sjitt segi ég.

Þessi fokk ess nútímatækni er bara sjitt, sjitt segi ég, sjittt!!!


En það var sem sagt í lagi með símann.

Hvað getum við lært af þessu?

Já, ekki setja golddiger sem alarm-hringingu á nýja flotta símanum ykkar. Bitch!


b-dawg

| mánudagur, desember 26, 2005

Ég var að föndra, ég er svo góður í að föndra, föndrið er gott, föndrí föndrí föndr. Ég fór í bolta með Gunnar Oern áðan, það var einkar ánægjulegt, þó að Gunnar hafi hóstað blóði og fengið flog eftir fyrsta sprettinn þá var þetta alveg ágætt, alveg hreint, sei sei já.

Föndr:



Ég er svo magnaður í öllu, ég eiginlega ætti bara hætta þessu, heimsbyggðin lítur svo illa út í samanburði við mig.

Sælar!

b-dawg

| sunnudagur, desember 25, 2005

Ég og brósi fengum okkur svona jólatan, nei ég fór ekki í ljós, Krillzterinn gaf Þórði þennan Tan-klút fyrir nokkru og mannaði Þórður mig í að smella hálfum klútnum í grímuna á mér. Ég sé eftir þessu núna, ég var svo kjánalegur og komplexaður yfir þessu í gær, það var bara ömurlegt. Þetta er aðeins skárra í dag, algert men! Þetta geri ég aldrei aftur. En ég meina, fór ekki Jesú á Tanning Salon í fjósinu þarna um árið. Þetta er allt í anda jólanna sjáiði til.

Vá hvað ég var kjánalegur, sjitt.




Þess má til gaman að geta að Þórður bróðir er her með manhattan kokteil í hönd, ástkær faðir okkar mixaði svona jólakokteil handa öllum í fjölskyldunni, gríðarlega nett.

Kempan segir gleðileg jól...




b-dawg

| föstudagur, desember 23, 2005

Ég er ekki frá því að John Rambo sé eitthver mesti meistari sem amerísk kvikmyndagerð hefur getið af sér. Vá hvað mig langar að vera eins og hann, hann er líka svo geysilega köttaður, alveg.



Uppáhaldssetningin mín til þessa, ég er búinn að horfa á "Rambo: First blood" og "Rambo: First Blood Part II" er algerlega:

Col. Samuel Trautman: Then, what is it you want?

Rambo: What do I want? I want what they want...

Rambo: And what every other guy who came over here and spilled his guts and gave everything he had wants... for our country to love us as much as we love it... That's what I want. And that's what they wanted.

Vá, þvílík snilld!

Hérna er allt handritið úr "Rambo: First Blood Part II". Ég elska þetta jólafrí.


b-dawg

| miðvikudagur, desember 21, 2005

Ég var algerlega skotinn niður í rassgatið á mér af systkinum mínum eftir mína síðustu færslu, ég hélt að það væru eitthvað svona jólaeitthvað að koma, eitthvað svona vera góð hvert við annað, eitthvað svona hamingja eitthvað. Já eitthvað svona já...hamingja, jól, jesúbarnið, reykelsi og eitthvað...

Spilafélagið kom saman í gær, það var gaman. Guðjón Marel, Gunnar Örn og Kristján "nennir ekki í fótbolta í dag því hann hefur svo mikið að gera" Guðjónsson, það var alveg voðalega gaman að fá þesa vörpulegu drengi heim í vistarverur mínar, gaman að þessu.

Uppáhaldssystir mínum í öllum heiminum á afmæli í dag. Þetta er sæt stelpa sem á allt gott skilið, algert konfekt, hún borðaði einmitt konfekt fyrr í dag, það var algert augnakonfekt að horfa á hana borða konfekt, hún er svo rosalega sæt og góð.



Hún var líka sæt og góð þarna, in the old days, góðar minningar. Myndin er ekki góð, ég tók hana bara á myndavélinni og lagaði hana aðeins í því góða forriti sem photoshop er, ég held að þetta skili sér alveg hvað við vorum fáránlega krúttleg á þessum tíma.

b-dawg

| mánudagur, desember 19, 2005

Ég fékk mér kornflakes um daginn, þessar flögur eru ágætar nokk. Þær eru hressandi svona í sárið kennt við morgun. Ég fékk mér auk þess eitt miðlungs stórt glas af Nesquik kakói, það er líka fínt, svona tvær litlar skeiðar af kakói og nýmjólk með er alveg undursamlegt svona á þessum venjulega þriðjudagsmorgni. En lýsing á morgunverði mínum síðastliðinn þriðjudag er ekki málefni dagsins í dag. Er ég snæddi flögurnar las ég aftan á kornflögupakkann, svona eins og maður gerir þegar maður borðar morgunkorn, alltaf eitthver skemmtilegur leikur eða þraut aftan á pakkanum. Ég leysti þrautina áfallalaust. Þetta voru svona tvær líkar en þó mismunandi myndir og það átti að finna þá hluti sem voru öðruvísi. Þetta var skítlétt. Ég rústaði þessu.

Las ég svo aftan á pakkanum:

Research has shown that kids who ate Kellogg´s Corn Flakes were on average 9% more alert.

Níu prósent, það er nú ekki slæmt, þetta Kellogg´s hlýtur að vera eitthvað undralyf hugsaði ég með mér, vá 9%, þetta er eitthvað sem ég verð að segja öllum. Að hugsa sér.


Svo las ég áfram. Það er smáa letrið.

Research undertaken at Cardiff University. Alertness measured by parents, comparing Kellogg´s Corn Flakes breakfast to skipping breakfast.

Þarna var ég reiður, manni er sagt að þetta morgunkorn sé gott fyrir "alertnessið", ég borðaði auðvitað alveg heilan helling áður ég las þetta seinna. Beggi fékk illt í mallakútinn, algerlega súrt.

Ég væri örugglega meira alert ef ég myndi borða mannakjöt eða fá amfetamín í morgunmat, þetta er bara sjitt.

b-dawg

| laugardagur, desember 17, 2005

Jæja fyrsti áfangi herbergistiltöku minnar er búinn og ég væri að ljúga ef ég segði að ég væri ekki sáttur með sjálfan mig. Þetta jólafrí hefur byrjað alveg gríðarlega vel, solid sigur í dag, mjög gott.

Ég gleymdi "Það sem er gott í hófi liðnum í gær", svo það verða tveir í dag. Sá fyrsti er:

Serimoníur

Það var skafrenningur þegar ég labbaði heim í gær, ég held að það sé leiðinlegasta veðurafbrigði í heimi, skafrenningur, sveitattan. Samt þegar maður hugsar orðið skafrenningur, þá er eilítið gaman að skipta því niður í tvo hluta."Skaf", já það er mjög gaman að skafa, segjum til dæmis happaþrennu og kannski vinna, ég elska peninga, það er gaman að eiga peninga. Hinn hlutinn, "renningur", líka mjög skemmtilegt orð, það er gaman að renna sér það er alveg deginum ljósara, að vísu er skítdimmt úti núna þó að eigi að vera dagur, það er bara kósý.

Ég elska hvað þetta er krúttlegt,já ég er mjúkur inn við beinið.

Það sem er gott í hófi:

Fastakúnnar á bar

b-dawg

| föstudagur, desember 16, 2005

Ég byrjaði þetta jólafrí á góðu 7 km skokki, ég var alveg frekar sáttur með sjálfan mig. Það var líka alveg skítkalt, Begga var kalt á höndunum. Lenti svo líka í jólakettinum aftur(gerðist líka fyrir síðustu jól) þegar ég var rétt rúmlega hálfnaður, hann borðaði mig næstum upp til agna en ég drap hann svo krakkar þurfa ekki að hræðast þennan Jólakött aftur, þessi köttur er alger hryllingur.

Rétt áður en ég fór sá ég dráttinn í meistaradeildinni, djöfull var hann magnðaur vá, hvað ég er sáttur. Við hefðum mætt Liverpool hefðum við komist áfram, men!

En úti aðra sálma...

Peter Crouch fékk markið á móti Wigan, mér finnst að ef boltinn fer meira en tvo Peter Croucha frá því sem boltinn átti upprunalega að fara þá finnst mér að viðkomandi ætti ekki að fá markið.

Jemm, kempan er komin í jólaskap...




b-dawg

| fimmtudagur, desember 15, 2005

...er orð sem er ekki til, held ég. Þrátt fyrir það unnu Man Utd 4-0, vei pabbi.

Ég er búinn í prófum, þessi dagur veldur manni alltaf vonbrigðum, maður er búinn að byggja upp þvílíkan partýstuðfíling á próflokadag svo stendur hann aldrei undir væntinum, men!

Ég fór heim í strætó í dag, drengurinn sem sat hliðina á mér var að lesa bók sem hét því skemmtilega nafni "The Dark Elf Trilogy" og í sömu andrá brunaði lítill blár sportbíll framhjá gula ferlíkinu með einkanúmerið "FORCE", alveg hrottalegt magn af asnalegum hlutum á stuttum tíma.

Ég var að hugsa um að gúgla þessa trílogíu.

Vá þetta er spennandi, svo verð ég halda þessum nýja lið áfram "Það sem er gott í hófi"

Það sem er gott í hófi:

Jólaglögg

uppfært:



Eða?



Svo segir fólk að ég sé upptekinn af sjálfum mér, svei!! Vitna í bekkjarsíðuna mína, 5-R.

Já það er gaman að vera fáviti, það vantar ekki.

b-dawg

| miðvikudagur, desember 14, 2005

Ég ætla að taka ykkur 10 ár aftur í tímann, tíu ár. Ég var átta ára lítill og sætur polli. Ég var með Gróttu á Esso-mótinu, þetta var gríðarleg lífsreynsla fyrir svona ungan dreng, ég var kampakátur með þetta enda var þetta skuggalega stórt mót og fékk strákurinn Beggi að spila fullt af knattspyrnunni góðu.

Þó er þarna eitt atvik sem ég mun aldrei gleyma. Það var lið sem kom úr sveitum Eyjafjarðar og hét eitthvað UMSKE( Ungmennafélag soldið kjánalegra Eyfirðinga) eða eitthvað því um líkt. Ég man hvað mér fannst þetta ankannalegt af því liðið samanstóð eiginlega bara af stelpum, auðvitað fannst drengnum mér þetta skrýtið. Það var að vísu einn strákur sem var í liðinu, hann hét Keli. Mér finnst það alveg ógeðslega fyndið. Heilt lið með stelpum og svo einn strákur sem heitir Keli, hann var greinilega eini sem gat eitthvað í fótbolta þarna og allir í liðinu vissu það. Þjálfarnir hjá þeim voru tveir krakkar rétt skriðnir yfir tvítugt. Allir öskruðu, þjálfarar sem og varamenn: "Keli,koma", "Keli fáðu boltann", "Koma svo Keli, vei". Mér finnst þetta alveg agalega fyndið.

Gaman sjá hvað húmor minn hefur þroskast síðustu 10 ár, mér finnst þetta jafn fyndið núna og mér fannst þetta þá, alveg mangað nokk.

Sögustund lokið.

Nýr liður á þetta guðsvolaða blogg, hann heitir: "Það sem er gott í hófi".

Það sem er gott í hófi:

Rúsínuputtar.

b-dawg

| mánudagur, desember 12, 2005

Ég ætla ekki einu sinni að ræða um hversu afkáralegur eða kjánalegur ég er á Íþöku, eini strákurinn sem er með forneskjulegan geislaspilara sem ég nota til þess að róa huga og taugar á meðan þetta beiska tímabil er að renna yfir.

Dunurnar í spilaranum jafnast á við þegar Surtur og Múspellssynir marseruðu að Ásgarði í ragnarökum. Góð "simile" þarna fannst mér.

Orðskýringar fyrir fólk:

Íþaka - bókasafn MR

"simile" - viðlíking, ég er sem sagt að líkja eitthverju við eitthvað með samanburðarorði.

Vá hvað er gaman að slá um sig.

Þetta er var verkefnið um helgina:



Gerði þetta bara á svona 8-9 mínútum, ég er svo hæfur einstaklingur.

b-dawg

| laugardagur, desember 10, 2005

Jess, djöfull er ég sáttur með Unni Birnu, alger meistarakona þarna á ferð. Hún bjó í götunni minni þegar ég var lítill, einungis tveimur húsum frá mínu húsi og ég var vinur bróður hennar, það er örugglega ástæðan fyrir þessum titli, ég var alveg oft heima hjá henni, vá hvað mér finnst þetta magnað.

Djöfull er ég ekki búinn að læra rassgat. Ég var búinn að lofa að tala ekki um fótbolta en ég bara verð. Þetta er hins vegar ekki deiluefni þetta er bara hreint og beint, klárt og kannað, það geta allir verið sammála mér í þessu, nema kannski eitthverjir bláir andskotar. Ég gerði svona smá tribute mynd til "meistara" Essien.



Það verður einfaldlega að stöðva þennan fauta, alger fáviti, hann er drullugóður í fótbolta en hversu lengi á þetta eftir að halda áfram? Ég meina okey það er verið að skoða þessa seinni tæklingu en samt, alveg rídíkúlus.


Uppfært:

Æji þarna skaut ég mig í fótinn Keane var kannski ekkert mikið betri á sínum tíma, en hann er ekki enn þá hjá félaginu þannig að...feis!

b-dawg

| föstudagur, desember 09, 2005

Gekk ekki alveg nógu vel í íslensku, mig langaði að landa níunni ég er ekki að sjá það gerast, sei sei nei, þvert á móti.

En ég var að hugsa að hætta að blogga um fótbolta að mestu leyti, ástæðurnar fyrir því eru eftirfarandi.

- Það fer alltaf allt í háaloft þegar maður er með diss

- Ég hef ekki efni á að vera með diss

- Fótbolti er ekki falleg íþrótt þessa dagana

En í annað, ég var að hugsa um hvað orðið "barnagælur" er orðið ógeðslegt orð, eða allaveganna það hljómar alveg viðbjóðslega. Fyrir nokkrum árum stóð orðið "barnagælur" fyrir eitthverju saklausu og fallegu, men, bölvuð bábilja allt saman.

En ég gerði doldið skemmtilega mynd í hinu magnaða forriti "adgif" áðan, þetta er árangurinn, ég er ekki bara photosjoppmeistari, sei sei nei.




Gott sjett.


b-dawg

| fimmtudagur, desember 08, 2005


Þetta var agalegt í gær, alveg ömurlegt. Þeir áttu hvort sem er ekkert skilið að fara áfram með þessari spilamennsku, ekkert af þessum liðum í þessum riðli átti skilið að fara áfram, alveg ömurlegur riðill.

Fyrir nokkru þá drullaði ég allverulega yfir Liverpool, kannski vitlaust af mér að vera með þetta diss en það átti fullkomlega rétt á sér, svo er líka gaman að dissa Liverpool. Síðan ég ritaði þetat um Liverpool hafa þeir ekki tapað leik og ekki fengið á sig mark. Ég vil halda að það hafi verið orð mín sem breyttu gæfu Liverpool-liðsins. Vilhjálmur tók þessi orð inn á sig, viðkvæm sál.

Næstu daga mun ég taka við þökkum, krönsum og peningagjöfum frá Liverpool-aðdáendum. En ekkert að þakka Liverpool-menn, þið bara gerið e-að fyrir mig seinna. Sem sagt með því að drulla yfir þá hjálpaði ég þeim, ég er nefnilega svo indæll drengur sjáðiði til, vonandi á Vilhjámur eftir að sjá það og þakka mér seinna. Ég vísa í komment í síðasta bloggi mínu þar sem Vilhjálmur fór hamförum í dissi og almennu böggi.

Svo vil ég ekki viðurkenna að Man Utd séu að skíta á sig, vissulega voru þeir neðstir í sínum riðli á meistaradeildinni en eftir þessi skrif þá unnu þeir Chelsea 1-0 og það bjargaði algerlega tímabilinu, svo eru þeir að standa sig fínt í deildinni. Það eru samt óneitanlega gríðarleg vonbrigði að detta svona snemma út. Vísa aftur í komment Vilhjálms í minni síðustu færslu.

Þetta var ömurlegt blogg, bara að koma hlutum á hreint það verður stundum að gera það, sei sei já.


Þar sem þetta var fremur fótboltakennt blogg, ætla ég að skella inn einni mynd fyrir pussurnar.



Algerlega uppáhaldsmyndin mín þessa dagana.

b-dawg

| mánudagur, desember 05, 2005

Það sem kætir mig í dag er að hún systir mín Kristín hafi loksins fundið not fyrir A4 vasareikninn sem ég keypti handa henni er ég var útlendis fyrir um það bil talsverðum fjölda mánaða.



Þetta er kostagripur og skil ég eigi hvers vegna Kristín mín systir notar þetta góða tæki meira, í stað þess er þetta hennar síðasti kostur þegar fx-350 er týndur og tröllum gefin.



Gott er gotteríið. Svo er það spurning dagsins, sá sem svarar þessu rétt fær takmarkaða ást frá mér.

Hvaða sjúkdómur er: "bovine spongiform encephalopathy"?

Það er bannað að gúggla.

Feis.


b-dawg

| laugardagur, desember 03, 2005

Ég fór á Saw II í bíó í gær...


Það var ömurlegt.


b-dawg

| föstudagur, desember 02, 2005

...dagsins er algerlega:

"A person is far more likely to die in a soocer accident than of a prion disease"

Þar sem ég er holdgervingur líffræðimetnaðar byrjaði ég að lesa líffræði þegar ég gat ekki sofnað í gær, ég sofnaði þó að lokum, það var ógeðslega gaman. En þennan fróðleiksmola las ég þegar klukkan var að slá eitt. Ég held að enginn hafi nokkrun tíman dáið í fótboltaslysi, nema eitthver hafi tæklað í hjartað á einhverjum og hann hafi dáið samstundis, það væri alveg hörkusúrt.

Jæja, nú ætla ég að fara læra efnafræði, ekki af því ég þarf að gera það, bara af því ég elska efnafræði, mól, ka fasta, PH-gildi og upphandleggsvöðva.

Uppfært:


Okei ég vissi að X-bekkingar væru klárir, en svo eru þeir fokking köttaðir og massaðir líka, vá hvað ég öfunda þá. Alger heljarmenni í gáfum og líkamsburðum, sei sei já.

b-dawg

|

Ýmsar upplýsingar:

msn: beggibambus@hotmail.com meil: bergurg@gmail.com