Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.


miðvikudagur, júní 28, 2006

Síðastliðna tvo daga hef ég fengið þrjú bréf frá hinum ýmsu aðilum. Ef útreikningar mínir eru réttir þá gera þetta 1,5 bréf á dag, sem er alveg gríðarlegt magn fyrir svona krúttlegan dreng. Ég hef lengi vel velt fyrir mér ástæðum fyrir bréfakraðaki undanfarna daga. Ég held að ég sé bara orðinn mikilvægari samfélagsþegn en ég var í vetur. Ég held að ástæðan fyrir því að ég sé orðinn mikilvægari er sú að ég er orðinn svo fokking tanaður í grímunni.


sææælar.


b-dawg

| sunnudagur, júní 25, 2006

Þetta var nú djöfulsins helvítis leikurinn, vá, langt síðan meistari ég hefir séð svona allrosalegan leik. Vá, ég er alveg eftir mig. Ég hélt svona eiginlega með Portúgal, kannski vegna þess að Robben og Van Persie eru í hollenska landsliðinu. Samt Carvalho er í því portúgalska og hann er alveg jafn mikill fáviti. En ég svona hallaðist að Portúgal, Niðurlendingar voru ekki að heilla mig.


Er Van Basten bara alltaf í sama hvíta pólóbolnum? Ég held að hann eigi tvo, það er svo mikið vesen að þvo svona bol á hverjum degi.

Ég er að fara til Eyja á morgun. Það verður að öllum líkindum sjúklega skemmtilegt og voða gaman. Ég vona svo sannarlega að við tökum þetta, annað væri bara rass.


b-dawg

| miðvikudagur, júní 21, 2006

Já, ég get nú ekki sagt annað en að ég vorkenni honum Jerzy vini mínumDudek eilítið þessa stundina. Mér hefur alltaf verið mjög hlýtt til Jerzy, hann er búinn að reynast okkur United mönnum einstaklega vel í gegnum tíðina. Hann er bara eitthvað að vera flottur á HM þá koma bara einhverjir vondir kallar og ræna hann, yfir hundrað fótboltatreyjum sem hann hefir eignast og verðlaunapeningin fyrir sigur í meistaradeildinni og annað í þessum dúr. Þetta er bara ljótt. Ég færi klárlega að væla ef einhver myndi koma og ræna legomóts medalíunum mínum, samt fengu allir medalíur í lok móts. Já þetta finnst mér ljótt, já ljótt segi ég.

Ljótt.

b-dawg

| sunnudagur, júní 18, 2006

Já sumarjömmið, það er klárlega gúd sjitt, sérstaklega þegar ég og Gunnar Örn hittum fræga fólkið, þá er sko hátíð.


Ég elska homma og líka sex til sjö. Ef ég væri með fordóma þá myndi ég kalla hann Svavar kynvilling, en það ætla ég ekki að gera, enda engin ástæða til, þessi maður er meistari.

| fimmtudagur, júní 15, 2006

Já, HM er gaman.


b-dawg

| sunnudagur, júní 11, 2006



Já, núna er í gangi leikur Niðurlanda


og Serbíu


...glöggir sjá að ef maður snýr fánanum á hvolf þá fær maður nýtt land, sem er já, sjúklega þægilegt.


b-dawg

| fimmtudagur, júní 08, 2006

Ég er kominn með verkamannatan, ég er að fíla það.

Það er Grótta- KR í Visa bikar karla í öðrum flokki á morgun, ég er að fíla það. Á nýja fallega, græna gervigrasinu okkar, algerlega gúd sjitt.

| mánudagur, júní 05, 2006


Þegar ég var lítill polli, geðveikt sætur og fékk alltaf alla til að hlæja með skemmtilegum uppátækjum var mér sagt að ég ætti aldrei undir neinum kringumstæðum að drepa hrossaflugu af því þær lifðu einungis í nokkra daga, auðvitað finnst svona ungum og skemmtilegum polla gaman að halda við einn útlim meðan allir hinir sprikluðu eins og þeir ættu lífið að leysa þegar þessar hrossaflugur eru sitjandi á vegg eða einhverju slíku. En ég var ekki einungis skemmtilegur ég var líka afburða þægur ungur drengur og þess vegna lék ég mér aldrei með líf hrossaflugna nema þegar ég gat ekki annað. Ég fletti því upp um daginn á alnetinu hvort það væri heilagur sannleikur að hrossaflugur lifðu svo stutt og það var indeed satt. Þess vegna ég er fokking pirraður, það er eitthver helvítis letihrossafluga búinn að sitja á húsinu mínu síðastliðna fjóra daga, alltaf á sama stað, gerir ekki sjitt með líf sitt. Djöfull er ég orðinn pirraður á henni.

Bíðiði, ég ætla að tjekka...

Nei hún er farin núna helvítis djafulsins flugan, örugglega dauð, búinn að eyða öllu lífi sínu í að sitja á gulu húsi , fokking tussa, þegar ég sé svona þá verð ég bara reiður.

Ég verð hins vegar ekki reiður þegar Grótta vinnur Víking Ólafsvík 0-4 í Ólafsvík, þó er þetta ekki allt gott. Litla táslan mín lenti heldur betur í því, eitthver Víkingur steig á hana í leikofsa sínum. Ég hreinlega vorkenni litla krílinu, ég meina ef stóra táslan eða eitthver önnur úr táslugenginu hefði fengið fót á sig þá hefði mér ekki liðið jafn illa, en þessi litla krúttlega, hún fékk fótinn á sig, hún er svo mikið krútt, blá og marin, ég græt mig í svefn í kvöld.

Ég skemmti mér konunglega á heimleiðinni, það var sjoppa í Ólafsvík sem var einfaldlega Shell útibú, en það var búið að nefna hana "Skelin" sem er auðvitað miklu meira töff, svo var það auglýsingjaskilti fyrir Kaupfélag Borgfirðinga eða eitthvað slíkt:

"Kaupfélag Borgfirðinga, það fæst næstum allt!!"

haha, gúd sjitt.


b-dawg

| sunnudagur, júní 04, 2006

Sjúklega móralskur meistari.


Hann Kristján tók myndina, hann er gæðablóð.

b-dawg

| fimmtudagur, júní 01, 2006

Fólk yfir, svona já yfir tuttugu og átta ára á ekki að byrja að fara á línuskauta, í fyrsta lagi er það stórdjöfullhættulegt og í öðru lagi er það bara skítdjöfullasnalegt.

Hvar er tanið? Ég fékk ekki neitt session í dag, jú ég náði nokkrum femtosekúndum, ekkert meira en það.

Fyrir þá sem eru bara ógeðslegir og heimskir og ljótir og ekki fallegir og leiðinlegir og bara ógeðslega asnalegir og vita ekki hvað femto er, þá er það tíu í mínus fimmtánda veldi, sei sei já.


b-dawg

|

Ýmsar upplýsingar:

msn: beggibambus@hotmail.com meil: bergurg@gmail.com