Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.


sunnudagur, júlí 31, 2005

Var gífurlega ósáttur með síðasta blogg. Vantaði allan sjarma í það. Þar sem ég er þekktur fyrir að vera sjarmatröll finnst mér það undarlegt hvernig svona hlutir gerast. En svona er lífið, meistarinn verður bara að sætta sig við það.

Var að horfa á íþróttafréttirnar á stöð 2 í gær, það er eitthver nýr gutti þarna sem á víst að vera geysilega efnilegur í íþróttafréttamennskunni. Ber hann nafnið Benedikt og er hann greinilega ekkert gríðarlega skarpur. Fyrst blöskraði mér þegar ég sá hann á skjánum. Eins og sést á mynd þessari er stendur skyrtukraginn upp úr hægra megin hjá honum Benna mínum. Ekki veit ég hvort þetta er eitthver ný tíska hjá þessum unglingum eða honum hafi fundist þetta vera töff. Mér finnst þetta mjög ósmekklegt og varð ég öskuillur. Svo var hann að lýsa atburðarás í leik Celtic og Motherwell og sagði hann þegar Celtic voru yfir 3-1, "voru þá Celtic komnir með annan fótinn á sigurinn", svo sagði hann:"honum langaði að skora", ég geri mér alveg grein fyrir því að maður klúðrar sögninni "að langa" stundum, en ef maður er í sjónvarpi má það hreinlega ekki gerast. Svo er hann líka bara svo asnalegur á þessari mynd, pjiff. Ég er ekki að meta þennan member í stöð tvö news team. Að vísu tók ég myndina á símanum mínum þegar hann var að tala en þrátt fyrir að hann væri að brosa og vera kúl væri hann samt sem áður bjánalegur.

Ég hefði snappað hefði ég ekki verið nýkominn úr baði þar sem ég notaði Radox baðsápu, það stóð á flöskunni:"stress relief herbal bath", svo stendur líka:" with rosemary reonwned to relieve tension and restlessness". Tær snilld alveg.

Ég held bara að ég sé sáttari með þetta blogg, alvörublogg, fullt að spennu, hasar og drama. Svona vil ég hafa það.

b-dawg

| laugardagur, júlí 30, 2005

...er að fara í "homma" í vinnunni. Það er alveg gífurlega gaman. Róleg vinna og rosalega hugguleg. Ég er mjög sáttur með hana. Eitthvað annað en sumir sem beiluðu á þessari bæjarvinnu og fóru frekar að vinna hjá stórum fyrirtækjum, pjiff segi ég nú bara. Þeir sem vita ekki hvað "hommi" þá er það maður sem laðast að sínu eigin kyni annað orð yfir homma er samkynhneigður maður eða kynvillingur. Ég meina þetta ekkert með kynvillinginn, bara gamalt fólk segir þetta og það er fyndið. Leikurinn "hommi" gengur út á það að halda fótbolta á lofti innan hóps og þetta er sami pakki og "asni". Ég var að heyra að þegar stelpur fara í þennan leik þá kalla þær hann "lellu", mér finnst það tær snilld.

Eins ég sagði hérna áður þá hefur Gunnar kollegi minn gert breytingar á síðunni sinni og ég verð bara að viðurkenna að það kveikti doldið í mér til þess að gera breytingar á minni, nenni því samt eiginlega ekki, en við verðum bara að vona og sjá til.

Skemmti mér ágætlega í gær, eins og sést á mynd þessari. Þetta er alveg skemmtilega döll blogg, komandi blogg verða full af hasar og drama því get ég lofað.


Djöfull er ég tanaður, sjitt!


b-dawg

| miðvikudagur, júlí 27, 2005

...hreint út sagt magnaðaðir. Emilíana var alveg in her game. Hún er svo mikið krútt. Hér ætla ég að hefja upptalningu á því sem var krúttlegt við Emilíönu Torrini. Labbaði krúttlega inn í Fríkirkjuna, talaði krúttlega, var með krúttlegt blóm í hárinu, vaggaði sér krúttlega þegar hún söng, var með krúttlegar tónleikasögur, var í krúttlegum kjól, brosti krúttlega, söng krúttlega.

Svo voru fleiri hlutir krúttlegir. Þessi stelpa syngur alveg ótrúlega vel, rödd hennar svo tær og falleg. Hún hljómaði alveg jafn vel á þessum tónleikum og á plötunni hennar. Tú söm öpp gríðarlega góðir tónleikar og ekki spillti góða veðrið, góði félagsskapurinn og ís úr Úlfarsfelli fyrir, sei sei nei.

Það var gaman í vinnunni í dag.

Bloggkollegi minn og meistari mikill Gunnar Oern var að gera gríðarlega miklar breytingar á bloggsíðu sinni. Sjálfur var ég immpresst. Kappinn kom mér á óvart með gríðarlegri tölvuhæfni, andlegum og líkamlegum þroska. Klapp fyrir honum. Ef ekki tvö:" *klapp**klapp*".

Meistarinn var að hugsa um að vera bara heima um þessi miklu "ferðahelgi".Ferðahelgi Íslendinga þar sem fólk tjaldar í vondu veðri,verður pissfullt og lætur nauðga sér hægri vinstri. Kannski mála ég ekki fallega mynd af þessari helgi en maður á alltaf að segja það sem manni finnst, það segir mamma mín alltaf. Samt væntanlega alger schnilldarhelgi fyrir þá sem fara, kannski er ég bara bitri gaurinn sem á ekki paning til þess að fara, efa það samt að ég myndi fara ef ég ætti paning. En fínt hjá þeim sem ákveða að fara eitthvað, verður væntanlega "ógeðslega fokk ess bitts" gaman.

Var í myndatöku áðan fyrir Morkinskinnu, ég var þó ekki stjarnan eins og ég hélt. Það var auðvitað Krissi, stíling mæ thönder algerlega. Hann átti það samt alveg skilið, strákurinn er búinn að vinna fyrir þessu.

b-dawg

| þriðjudagur, júlí 26, 2005

Hef ekki getað bloggað vegna internetskatastrófu hérna á heimilinu og finnst mér það ógó leiðinlegt að geta ekki sagt almúganum það sem drifið hefur á daga mína síðustu vikuna.

Á meðan þetta net hefur verið í ólagi hef ég barist við berkla, svarta dauða, bólusótt, Voldemort, Osama Bin Laden, Shania Twain, tvo stóra krókódíla og einn sjóræningja. Hérna stend ég, hah, ég vann semsagt.

Leiðinlegt að geta ekki skrifað nákvæmar lýsingar á þessu öllu saman, ástæðan er sú að Voldemort hafi náð að að setja á mig óminnisgaldur, segjum bara að ég hafi strögglað ,hann á auðvitað galdrasprota. Seigur andskoti hann Voldemort, svei mér þá.

Afgangurinn var bara "biti af köku".

En það er Emilíana í kvöld, ég hlakkað ýktað mikið til, ýkt vírað maður.

b-dawg

Öppdate:Nú fer fólk væntanlega að röfla yfir því að Voldemort hafi náð að leggja á mig óminnisgaldur en samt muni ég eftir þessum bardögum. Ástæðan fyrir því að ég veit af þessum bardögum er sú að allir þeir voru skráðir á spjöld sögunnar af því ég er svi mikill meistari.

Sömma upp tónleika Emilíönu Torrini á morgun, þeir voru magnaðir. Án efa krútt Íslands.

| miðvikudagur, júlí 20, 2005

Ég fór í vinnu í dag. Það er nú eigi frásögufærandi nema þegar sláttugengið tók sér pásu um það bil um hálf tvöleytið kom gamall snarbrjálaður spjátrungur og gerði allt vitlaust í sláttugenginu, hristi allverulega upp úr deginum hjá okkur drengjunum.

Samt svona "you had to be there moment" til að þetta sé fyndið en samt væntanlega gaman að þessu. Ekki vissi ég að svona gamlir spjátrungar á hjóli gætu verið svona sprækir meistarar.

Gamli spjátrungur: Hvahh! Af hverju eru þið að slá þessa brekku?

Sláttugengið: Jahh, við sláum bara það sem okkur er sagt að slá.

Gamli spjátrungur: Grasið er svo miklu fallegra svona loðið, hah! Er það ekki tískan í dag, allir loðnir um hárið, hah! Enginn eins! Sumir eru ljóshærðir, brúnhærðir, svarthærðir, sumir brúnir, þið eruð brúnir þið eruð líka að vinna í sólinni hahahahahahaha( brjálæðislegur hlátur).

Sláttugengið: Það verður nú samt ljótt þegar grasið er svona gríðarlega loðið.


Gamli spjátrungur: Það finnst mér ekki!

svo kom hann með eitthverjar rímur hægri vinstri sem ég gæti ekki þulið upp þó ég ætti lífið að leysa.


Gamli spjátrungur: Jæja, já það verður að hafa gaman strákar, annars er aldrei gaman...

svo kom þessi brjáðlæðislegi hlátur meðan hann hjólaði í burtu...

Þvílíkir meistarataktar.

Fékk miða á hana Emilíönu Torrini vinkonu mína. Hún er einmitt mesta krútt í heimi. Ég elska hana fullt og mig langar ýkt mikið að kúra með henni og fara með henni snjókast. Það væri brilliant. Höfum það samt á hreinu að ég er ekki bara að fara á þessa tónleika til þess að dást að þessu guðdómlegu krúttilegu hnátu, sei sei nei, diskur hennar Fisherman´s Woman er gríðarlega góður, hún er alger keisrarynja þessi stelpa. Ég fékk miða á aukatónleikana á fimmtudag í fríkirkjunni, ég hlakka til. Er þetta eitthvað gott grín með krúttleikann?


Hitti meistara Ritara í gær, langt síðan ég hafði séð fógeta Gunnar, sannur meistari þar á ferð, við fengum okkur jarðaberjasjeik og fórum svo til hennar Lenu og spiluðum Catan, ég vann, jess.

b-dawg

| mánudagur, júlí 18, 2005

Kjeppinn er mættur aftur á klakann sælir!

Var að hugsa um að smella ferðasögunni inn hérna í nokkrum hnitmiðuðum setningum.

Sunnudagur:Vaknaði árla morguns og við Gróttumeistararnir komum okkur út á flugvöll. Fengum fæðingarvideo meðan við snæddum í flugvélinni, gríðarlega heillandi. Komum til Hillerød. Ég komst að því að Hillerød væri skítabær og fór í fýlu. Gistum í skítaskóla þar sem köngulóarvefina vantaði ekki. Fór að sofa.

Mánudagur:Kjeppinn vaknaði var enn þá í skítabænum Hillerød fór í fýlu. Kjepinn hafði verið bitinn tvisvar um nóttina af eitthverjum bad motherfokkers. Gróttan fór á ströndina, mikið að fallegum bikíníklæddum stelpum, alveg meistaralegt umhverfi.

Þriðjudagur:Meistarinn vaknaði, gerði sér grein fyrir að Hillerød væri enn þá skítabær, fór í smá fýlu. Komst svo líka að því að hann hafði fengið þrjú önnur bit, þá voru kominn fimm kvikindi. Fyrsti leikur klukkan 16.30, við biðum allir með eftirvæntingu. Þegar á völlinn var komið kom dómari hlaupandi að okkur og sagði að þetta lið sem væri frá Tanzaníu væri fast á flugvellinum, við unnum 3-0,jess.

Miðvikudagur:Tveir leikir þennan dag við hlökkuðum allir til þess að byrja að spila smá knattspyrnu. Þetta byrjaði ágætlega unnum eitthverja Svíadjöfla 2-1 algert bíó. Unnum svo eitthvað heimalið 4-0, þetta var ágætur dagur. Mínus auðvitað þetta bit sem ég hafði fengið á mjöðmina og þessi þrjú á handlegginn.

Fimmtudagur: Þessi dagur var held ég næstum súrasti dagur keppninnar, menn voru þreyttir eftir tvo leiki gærdagsins og var stimmungið ekkert til þess að hrópa húrra fyrir. Svo hafði fógetinn fengið þrjú bit um nóttina. Við gerðum 1-1 jafntefli við Pólverjalið að ég held frá Póllandi. Þeir skoruðu á fyrstu mínútu og svo bökkuðu bara, við skoruðum þegar voru 2 mín eftir, aldrei áður hef ég séð svona grófa tímaeyðslu hjá einu liði. Um tíma fannst mér þeir eiga það skilið sem þeir fengu árið 1939. Við unnum riðilinn okkar og vorum komnir í undanúrslit. Lenti svo líka í samstuði við meistara Gumma. Ég fór ágætlega út úr þessu, það má hinsvegar ekki segja um Guðmund.

Föstudagur:Mættum liði að nafni Power Rangers, við hlógum að þessu nafni fyrst, en það hefðum við ekki átt að gera, þetta var eitthvað úrvalslið í Danmörku. Þeir komust í 2-0, við náðum að minnka muninn úr víti og svo kom markmaðurinn okkar inn í teig í okkar síðustu hornspyrnu og setti eitt kvikindi, þá var gaman. Töpuðum svo 5-4 í vítaspyrnukeppni, ég skoraði úr mínu víti, það var númer 3, þægileg tala. Það var hinsvegar ekki þægilegt að fá tvö bit á legginn, kjeppinn var orðinn frekar pirraður á þessum bitum öllum saman.

Laugardagur:Leikur um þriðja sætið, við mættum liðinu sem við höfðum mætt í okkar fyrsta leik, Villestadt eða eitthvað um það bil, unnum þá aftur 2-1, það var auðvitað gaman að lenda í þriðja sæti, alveg top notch, þetta kom mér líka á óvart. Annað sem kom mér líka á óvart að ég hafði fengið annað bit á legginn og voru því orðinn 15, alveg fáránlegur fjöldi. Þessi fjöldi bita á mér sýnir einungis fram á hvað ég er alveg gríðarlega gómsætur, þessi flugnakvikindi fengu bara ekki nóg af fógetanum.

Semsagt afrakstur þessarar Danmerkurferðar var bronsmedalía og fimmtán flugnabit, góð ferð, mjög góð ferð.

Ætla að koma því á framfæri að Emilíana Torrini er krútt og ég ætla á tónleika með henni á fimmtudag.

Missti af Snoop, súrt.

b-dawg

| laugardagur, júlí 09, 2005

...eru gríðarlega góð í hófi. Þau eru alveg brillliant. Þau eru svo safarík og fersk, ég elska þau.

Fór um daginn í "góða hirðinn". Það var svona almúgalykt þar inni. Þessi lykt var blanda af gæludýralykt og lykt af ungverskri matarlyst. Hún var ekki slæm, þetta vara bara svona dæmigerð almúgalykt. Ég ætlaði að kaupa mér eitthvað ógeðslega skemmtilegt en allt kom fyrir ekki, ég fann ekkert við mitt hæfi. Ég fann hinsvegar fullt af drasli, ekkert þó sem var vert að kaupa. Þó að þessu ferð mín í “góða hirðinn” hafi ekki skorað hátt þá var ég alveg sáttur með þessa búðarferð. Ég keypti mér sundskýlu og ökklaspelku, schnilldar asessorís.

Var að spila í gær, Grótta - Afturelding, skoraði eitt af mínum fallegustu mörkum, skrúfaði knöttinn upp í Samúel af svona 20 metra færi, djöfull var ljúft að horfa á eftir boltanum svífa í netmöskvann. Leikurinn fór þó bara 1-1, þetta hefði verið ljúfara hefðum við unnið en þetta var svosum ágætt. Alveg sanngjörn úrslit.

Svo er ég að fara til Danveldis eftir rúmlega þónokkurn tíma. Legg af stað 05:00 á morgun frá íþróttahúsi Seltjarnarness, ég er byrjaður að hlakka eilítið til, þetta verður alveg súperb. Verð í viku, vonandi á ég eftir að gera góða hluti. Þannig að fólk mun ekki fá að lesa um Beggann næstu vikuna, en fólk mun vonandi ekki fá fráhvarfseinkenni og byrja að öskra og gráta yfir alla, ég vona svo sannarlega ekki.

Sælar!

b-dawg

| þriðjudagur, júlí 05, 2005

Var upp á stórleikvangi Gróttu..Valhúsahæð, alger schnilldar leikvangur, sérstaklega þegar Grótta vinnur Leikni R. 2-1 eftir harðann leik. Ég var þó eigi að spila vegna meiðsla en þrátt fyrir það var alveg gríðarlega ljúft að horfa á þetta. Komst að því að Leiknisstrákar eru upp til hópa frekar úrillar persónur, þó ekki allir, það eru þarna gæðablóð inn á milli.

Ég tók Guðjón Þórðarsson á þetta og gaf öllum nammi þegar við skoruðum, þetta nammi var að mestu leyti polo, eða að öllu leyti polo, keypti staukinn í Skara á 25 kr. Ég sá sko ekki eftir þessum 25 kr. þegar ég sá andlit strákanna þegar ég kom færandi hendi með polo í einni og ekkert í hinni. Fas þeirra breyttist samstundis og byrjuðu þeir að öskra af kæti og blóta Leiknismönnum í sand og ösku.

Mér finnst orðasambandið "að blóta í sand og ösku" vera skemmtilegt og mun ég leitast eftir að nota það við eins mörg tækifæri og ég mögulega get í framtíðinni.

Er eitthvað asnalegt að fara einn í sund? Nei ég spyr, hitti manneskju í sundi sem alveg blótaði mér í sand og ösku fyrir það eitt að vera einn í sundi. Tek það fram að hún blótaði mér ekki í sand og ösku, ég var bara að nota tækifærið því það passaði í þessa setningu. ANYWHOO...þessari manneskju fannst fremur kjánalegt að ég væri einn í sundi og var alveg gríðarlega hissa. Mér finnst það bara krúttlegt að fara einn í sund, þó að maður geti aldrei slakað á því þessir bévítans krakkadjöflar eru alltaf að buslast og krakkast eitthvað. Ég blótaði þeim auðvitað í sand og ösku í lauginni og eftir það héldu þau sig á mottunni. Ég fór bara inn í klefa náði í svona plastsundlaugarmottu og setti hana á bakkann og sagði öllum krakkadjöflunum að halda sig þar. Þau hlýddu helvítis krakkaormarnir og voru þar þangað til ég fór upp úr lauginni. Að vísu fóru tvö ungabörn að gráta en mér er svona semi sama meðan maður fær ró og spekt í laugina. Mér finnst að það ætti að hafa bara krakkalaug þar sem þeir geta buslað og fótbrotnað, grátið, hlegið og verið eins og börn. Sveiattan.

Þegar ég notaði orðið:"ANYWHOO" þá var ég að plata.

Ég blótaði börnunum aldrei í sand og ösku, var bara að grípa tækifærið. Ég verð ekkert pirraður á barnabusli, ég geri mér fulla grein fyrir að ég hafi einu sinni verið svona, að vísu var ég miklu greindari og krúttlegri en börnin í dag, en það er hinsvegar önnur saga.

b-dawg

| mánudagur, júlí 04, 2005

Fór í Smáralindina í gær, það var alveg ógeðslegt fjör, ég skemmti mér konunglega. Ég keypti mér flíkur þrjár, allar alveg geðveikislega kúl og fæææææííín.

Ég held að afgreiðslufólk á stöðum þar sem fólk getur fengið sér eitthvað í gogginn sé þjálfað til þess að láta fólk kaupa eins mikið og möguleiki er hverju sinni. Þetta er nú engin tímamóta uppgötvun að afgreiðslufólk reyni að troða eins mikið inn á mann og það mögulega getur. Tökum mig sem dæmi, ég fór á Burger King áðan í Smáralindinni þar sem ég fékk mér máltíð eina. Stelpan sem afgreiddi mig virkaði á mig sem svona feimin stelpa sem ákvað að fá sér vinnu á Burger King til þess að gera eitthvað við líf sitt. Hún talaði rosalega lágt og þegar hún spurði hvort ég vildi fá ost á hamborgarann minn þá sagði ég bara ósjálfrátt “já” án þess að hugsa um það. Ég er alveg handviss um að þessi stelpa sé alger brussa og er alltaf öskrandi á alla og alltaf með skæting svo þegar hún kemur á Burger King að vinna þá setur hún upp þetta hvolpasakleysisandlit og lætur eins og Drew Barrymore í “Never Been Kissed”. Þegar hún spurði mig um þennan margumtalað ost á hamborgarann minn þá leit hún þannig út að ef ég myndi ekki taka ostinn með þá myndi yfirmaður hennar taka nýfædda barnið hennar og grýta því niður af Látrabjargi. Auðvitað tók ég ostinn með af því mér er svo gríðarlega annt um börn, en um leið og ég sagði já, þá kom svona glott á hana, svona tröllskessuglott. Svona þannig glott að hún ætti ekkert barn og ef hún ætti það væri hún búinn að borða það því hún væri svo mikil skessa. Ég sá strax að Burger King hafi unnið þessa lotu en ég hefndi mín með því að sulla tómatssósu á borðið þar sem maður fær sér gos. Kannski þarf hún að þrífa það, hah! Hver hlær þá? Ég get svarað því, það verður ég.

Svo þegar ég verð stór þá ætla ég að eiga skrilljón peninga og kaupa þessa keðju og nefnfa hana “Bergur King” eða “King Bergur”. Það verður ljúft.

Ég aðra frásögn frá Bergur King, nei afsakið Burger King, þarna var amma ein og tvö barnabörn, einn strákur og ein stelpa, ég skelli þessu samtali inn í heild sinni því ég hef svo frábært minni.

Stelpa: Amma, viltu þú afganginn af mínum mat, mig langar ekki í hann.

Amma: Nei! Ég er pakksödd, fékk mér að borða heima.

Stelpa: Jæja, þá hendi ég þessu bara.

Amma: Ha! Henda þessu? Usss...þegar mamma mín átti heima á Gunnlaugsstöðum átti hún sextán börn henti aldrei mat!!!

Stelpa : En mig langar ekkert í þetta!

Amma: Henda mat, pjiff! Ég skal þá bara borða þetta!

Svo byrjar amman að háma þessa Burger King máltíð í sig af áfergju, hahaha, það var fyndið að hlusta á þetta. Ég tek aftur fram að þetta var á Burger King, kannski ekki besti maturinn en vitaskuld ekki nógu slæmur til þess að henda honum, allaveganna ekki ef þú átt heima á Gunnlaugsstöðum.

Svo hélt amman áfram að býsnast yfir þess, og röflaði mér sér:”henda mat, pjiff, ansans vitleysa”.

b-dawg

| laugardagur, júlí 02, 2005



Er ég góði eða harði gaurinn?

Ég spyr...

|

Allir fóru út úr bænum ,heyrði eitthvers staðar að það hafi komið stormur á færeyska daga og allt í skít. Súrt eða?

Er búinn að horfa á þessa tónleika í næstum allan dag. Kjeppinn er eiginlega sáttur með þá.

Nýja lagið okkar Krislu´sis er "Girl" með Destiny´s Child. Alveg magnað lag, það nær alveg fáránlega vel til mín, samt ekki á venjulegan máta, sei sei nei. Þetta er eitthvað nýtt, fresh ass sjitt. Semsagt ferskur rassaskítur, ekki er það fyrir alla.

Fann síðu á netinu, hún er með veffangið http://american-dad.blogspot.com þar hefur eitthver gutti eða gutta tekið sig til og líst öllum pílotinum, scene by scene. Auðvitað dáist að ég að þessari persónu fyrir að hafa svona gríðarlega mikla nennu, stöðugleika og metnað, klapp klapp. Ég ætla líka að klappa fyrir þessum manneskjum sem standa fyrir þessum tónleikum, manni líður vel að eitthver sé að gera eitthvað fyrir þessa svörtu meistara þarna í Afríkunni. Ég er búinn að skrifa mig inn á þennan lista og vona að sem flestir geri hið sama.

Eitt sem ég fann á þessari american dad síðu að það var eitt atriði sem var ekki eins og hérna á Íslandi. Þessi græni marmaður var ekki í þættinum á Íslandi heldur var eitthver annar, man ekki hvað hann var kallaður. En þetta er einfaldlega skandall, kjeppinn er allt annað en sáttur. Hvers vegna kemur svona fyrir? Ég spyr, greinilega er fátt um svör...ef eitthver er með svör, má hann endilega...svara.

b-dawg

|

Ýmsar upplýsingar:

msn: beggibambus@hotmail.com meil: bergurg@gmail.com