Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.



Átök...




Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Já það er stundum þannig að maður spilar á móti bölvuðum snarvitlausum bastörðum. Ég var að keppa með 2. flokki núna fyrr í dag klukkan 11:30 að staðartíma, getur verið að klukkan hafi verið eitthvað annað í veruleikanum af því þessi Garðabær er bara sjitt. Fokking bastarðar. Gróttan var að spila á móti Stjörnunni og um miðjan seinni hálfleik hrinti eitthver Stjörnumaður Gróttumaður fyrir eitthverja tæklingu Stefán, krúttlegi markmaðurinn okkar hljóp að honum og ýtti honum í burtu. Tók þessi Stjörnumaður ekki sig bara til og kýldi Stefán í grímuna, algert rugl. Þá byrjuðu þessi fáránlegu slagsmál þar sem varnarmaður Stjörnunnar hljóp yfir allan völlinn og kýldi gulldrenginn okkar Pétur í eyrað, kommon. Þetta er svo mikið rugl. Fokking Garðabær. Úrslit leiksins voru engin þar sem hann var dæmdur af en við skulum segja að þeir hafi haft yfirhöndina. Já það er til mikið af heimskum lúðum, sei sei já.

Eini ljósi punkturinn við þennan leik að þjálfari Stjörnunnar sem dæmdi leikinn var sá sem lýsir alltaf þýska boltanum, ég skemmti mér konunglega að hlusta á hann.

Svo er meistaraflokksleikur á morgun, ég verð að fara í heitt bað og fara vel með mig. Borða hollt og trúa á Guð, sælar.

Þetta er bara sjitt.

Fróðleikspunktur dagsins:

Ef maður rífur upp mosa vex illska í staðinn, svo passið ykkur krakkar mínir. Þetta er kenning sem ég formúleraði í síðasta verklega líffræðitíma, ég ætla sko að fylgja þessu eftir með gríðarstórum og dýrum rannsóknum.

b-dawg


Responses to “Átök...”
  • Leave a Reply

          Convert to boldConvert to italicConvert to link

     


    Ýmsar upplýsingar:

    msn: beggibambus@hotmail.com meil: bergurg@gmail.com