Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.






Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Ég vil biðjast innilegrar afsökunar á mínu seinasta bloggi, ég féll í svokallaðan "stelpuhópaskíta-blog.central-andskotansbloggsíðutrans og ég einfaldlega réð ekki neitt við sjálfan mig og notaði orðið "gölli" í hvívetna.

En í gær, já í gær vann ég leik. Þessi leikur hefur verið í gangi einstaklega lengi, ég er ekki frá því að þetta sé eitthver lengsti leikur í sögu Íslands, sögu heimsins eða jafnvel sögu Seltjarnarness. Þetta er auðvitað leikurinn "gulur bíll". Hann sem sagt gengur útá það að þegar eitthver sér gulan bíl má hann kýla einhvern "within range" í öxlina og ef sá sem var kýldur getur nefnt tegundina á bílnum þá sá og hinn sami kýla upphaflega kýlandann í öxlina. Einstaklega þroskaður leikur og lítill fugl sagði mér einu sinni að hann hafi farið allt í einu í mútur þegar hann öskraði af bræði vegna "kýli í öxl". En eins og ég segi, ég vann þennan leik, ég var í umferðinni í gær ásamt Gerni og Stjána Jóni og viti menn, ég sá gulan bíl, ég tók mynd af honum, ég sá hann og tók mynd af honum. Ég sem sagt get varðveitt þessa skemmtilegu sjón mína til eilífðarnóns, alltaf þegar ég horfi á þessa mynd má ég kýla einhvern.

Nú segja kannski eitthverjir leiðindapúkar, farísear og efasemdamenn að þeir geti einfaldlega nefnt gerðina og þá megi þeir kýla til baka, það er ekki rétt, þeir sáu ekki gula bílinn "læf". Ég sá hann "læf", tók mynd af því og þess vegna er ég undefeated, undisputed champion of the yellow car game.


Responses to “”
  • Leave a Reply

          Convert to boldConvert to italicConvert to link

     


    Ýmsar upplýsingar:

    msn: beggibambus@hotmail.com meil: bergurg@gmail.com