Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.
Já, ég fékk heldur góða hugmynd hérna um daginn þar sem ég er helveikur heima og hef ekki sjitt annað að gera en að sjúklega góðar hugmyndir og segja engum frá þeim, nema þessari. Þessi hugdetta mín er einstaklega pólitísk. Hún sem sagt snýst um að það setja töfralækni í allar bæjarstjórnir og jafnvel tvo í Borgarráð, ég er ekki frá því að myndum fá smá "egde" í stjórnmál Íslands með þessu móti.
Þetta konseppt Töfralæknir er líka bara gífurlega heillandi. Þessir menn geta sært illa anda úr allskonar sjitti sem stjórnmálamenn eiga við og bara verið geðveikt nettir á öllum þessum bæjarstjórnar og borgarráðfundum. Að vísu þyrfti kannski að setja töfralæknissætið í staðinn fyrir annað sæti svo að Töfralæknirinn ætti alltaf alveg örugglega úrslitaatkvæðið. Svo gleymir maðurinn því alltaf að þessi læknir geta mixað saman mixtúrur til þess að lækna allskonar leiðindi. Já, mér líst vel á þetta, ég er drulluheitur fyrir þessu.
Auðvitað yrði þessi Töfralæknir með öllu ópólitískur að öllu leyti, að eilífu. Ég var líka að lesa á eitthverju forumi á netinu að svona Töfralæknar lifa alveg í rúmlega tvöþúsund ár, þess vegna kunna þér svona sjitt mikið af sjitti.