Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.
Nokkrir drengir í 5.R tóku sig til og byrjuðu að velja veitingastaði af handhófi á föstudögum og snæða á viðkomandi stað sem var valinn og gefa honum einkunn. Ég er einn af þessum fræknu drengjum enda er ég nokk frækinn sjálfur. Tókum Pizza Pronto díðastliðinn föstudag og tókum The Deli í dag. Pronto fékk 3 stjörnur af 5 mögulegum og THe Deli fékk 2,5 stjörnur. Skoðum við ýmsa þætti á þessum stöðum svosem viðmót afgreiðslufólks, mat, umhverfi, lykt, tónlist á stað og margt fleira sem er ekki vert að nefna hér. Ég fékk mér ljúft baquette, hún var eiginlega frekar góð, skil eiginlega ekki núna af hverju ég gaf þessum stað einungis 2,5 stjörnur en ég get ekki tekið það til baka núna.
Í dag var Gunnar Örn meðstjórnandi framtíðarinnar gestadómari(celeb), auðvitað tökum við ekkert mark á honum en hann gaf The Deli 4 stjörnur, í hverri viku fáum við gestadómara, sá liður var ekki kominn inn í þennan pakka í síðustu viku. En ef eitthvern langar að verða gestadómara næsta föstudag þá er bara að mæta í stofu E í Gamla skóla um 11:00. Samt verður það að vera eitthver frægur, ef ekki þá geturu bara drullast til þess að éta einn/ein.
b-dawg