Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.



Jólaóþægindi...




Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Ég vaknaði alveg ömurlega í morgun, ég fékk svona nýtt símaapparat í tilefni af því að Jesúbarnið fædddist fyrir tveimur milljónum ára. Þessi sími er þeim hæfileikum gæddur að hann getur spilað svokölluð mp3 lög, ég get sett lög á þessu tiltekna formi inn á símann minn og notið þeirra í tíma og ótíma.

Ég gerði þau reginmistök að setja lagið golddigger sem alarm-lagið mitt. Það var alveg fáránlegt hvað mér brá mikið í morgun þegar Jamie Foxx byrjaði að öskra af öllum sínum lífs og sálarkröftum:

She take my money when I'm in need
Yea she's a trifflin friend indeed
Oh she's a gold digga way over town
That dig's on me

Mér brá alveg fáránlega mikið, reyndi að ná í símann, náði honum ekki missti hann á magann á mér, missti hann svo aftur á gólfið og hugsaði:"Fokk þetta er alveg nýr sími, er ég búinn að eyðileggjan hann!! MEN!!. Ég hoppaði niður á gólf í örvæntingu minni renndi mér undir rúm og slökkti á þessu, sjitt! Ömurlegt sjitt segi ég.

Þessi fokk ess nútímatækni er bara sjitt, sjitt segi ég, sjittt!!!


En það var sem sagt í lagi með símann.

Hvað getum við lært af þessu?

Já, ekki setja golddiger sem alarm-hringingu á nýja flotta símanum ykkar. Bitch!


b-dawg


Responses to “Jólaóþægindi...”
  • Leave a Reply

          Convert to boldConvert to italicConvert to link

     


    Ýmsar upplýsingar:

    msn: beggibambus@hotmail.com meil: bergurg@gmail.com