Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.
Já það er gaman að vinna leiki sem vinnast á 91. mín og engann veginn verðskuldað, já þetta var magnað, alveg æðislegt.
Svo þetta fokking Lost, ég hata þetta sjitt, samt hætti ég ekki að horfa á þennan djöfulsins djöful, ohh. Svo er alltaf eitthvað verið að mumla í kringum þetta blessaða mannfólk, ég hélt fyrst að þetta væri eitthvað muml á latínu sem er ógeðslega skuggalegt, en svo var krúttleg stelpa að segja mér að þetta pískur sem heyrist alltaf áður en eitthvað slæmt gerist er í raun "the numbers are bad" afturábak, nú er ég enn þá skíthræddari við þennan béskotans þátt. Ég var eiginlega bara að pæla í að hætta að horfa á þetta rassgat, þetta fer bara illa með sálina í manni, annað hvort gerist eitthvað hræðilegt og þá get ég ekki sofnað, ligg bara í fósturstellingu fram á rauða nótt eða það gerist ekki sjitt í þættinum og ég fer í fýlu og græt mig í draumlausan og hreint og beint súran svefn. Þannig að mánudagar eru bara hreinlega hræðilegir hjá stráksa. Eins og ég segi ætla ég að reyna að hætta að horfa á þetta helvíti og gá hvort líkami minn og sál fari ekki betur útúr því, ég er nefnilega með alveg fáránlega viðkvæma sál, svo er ég líka með gríðarlega unglingaveiki, já ég held að það væri best að hætta þessu rassgati bara.
b-dawg