Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.
Hérna sit ég óþreyttur eftir þægilegan vinnudag í sólinni með hindberjaklaka-boostið, þetta er drulluferskt sumar, mér líst vel á það, ég er að fíla það. Það er gott. Þessi setning "það er gott"er hægt að túlka á tvo vegu. Í fyrsta lagi er hægt að túlka hana þannig að það sé einfaldlega gott að ég sé að fíla eitthvað, hins vegar er líka hægt að túlka þetta þannig að ég sé að segja að "það" sem ég var að fíla væri líka gott, svona er íslenskan magnað fyrirbæri.
Núna er ég búinn með mína 0,63 L af boosti og þá get ég loksins farið að wörka tanzeneggerinn. Alveg ótrúleg sumarlykt af þessu bloggi, lyktin leikur við nasir mínar eins og barn með bolta....úr gulli!
b-dawg