Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.
Djöfull var það ógeðslega ljúft að vinna þennan leik, skora sigurmarkið á 92 mín og hver annar en John O´Shea, Sheasy, oh hann er svo brilliant gaur. Fólk hefði átt að sjá fagnaðarlætin hérna í stofunni þegar hann skoraði, uss. Þetta er allt í móðu hjá mér, ég man lítið eftir þessu, magnað, alveg hreint magnað.
Fékk ansi gott sms frá liverpool manni:
Ósanngjarnt? Nei
Heppni? Já
Meistaraheppni: Já
Fyrirsjáanlegt? Já
Að sjá Saar helvítið og Neville skvísuna fagna eins og brjálæðingar? Epískt.
Til hamingju Bergur með titilinn í ár.
Ég er þó ekki viss um að þetta sé alveg komið en ég þakka Kidda mínum fyrir góð orð. Fáum svo mynd af Saar helvítinu og Neville skvísunni fagna, flottir þessir strákar.
B-Solid.