Nýverið hef ég fengið alveg ofgnótt af skemmtilegum bankasvindls-e-mailum frá afrískum svindlstrákum. Fyrst kom
Solomon Seydou HELLO
Ég læt nú ekki plata mig svona auðveldlega og svaraði mínum manni Solomon ekki., enda langar mig ekkert til þess að láta alla peningana mína hverfa á undraverðan hátt. Næst fékk ég e-mail frá honum Gilbert.
Gilbert Polom Greetting!!
Þetta er vissulega aðeins ópersónulegra en "HELLO" hjá honum Solomon. En ég meina "Greetting!!" er aðeins svona meira spennandi en "HELLO",, líka það að hann Gilbert stafsetur þetta ekki alveg rétt sem bendir til þess að hann hafi verið mjög spenntur þegar hann skrifaði þennan tölvupóst. Á þessum tímapunkti var ég var í kominn í svokallaða "dilemma" eða klípu þar sem ég vissi ekki hvort ég ætti að láta Gilbert eða Solomon fá alla peningana mína. Þá gerðist eitthvað sem ég hefði aldrei getað séð fyrir.
Salisu Dikima I AM URGENTLY WAITING FOR YOUR EMAIL.
Salisu Dikima sendi mér þetta ótrúlega spennandi e-mail. Ég bara sjitt, hvað á ég að
Aziz Usman TREAT AS URGENT
Dan Wahili URGENT RESPONSE!!!
Aziz Usman og Dan Wahili sendu mér þessi æðislega flippuðu e-mail. Djöfull klæjaði mig í puttana. Mig langaði alveg ofsalega að svara þessum heiðursmönnum. En ég bara einfaldlega veit ekki hverjum ég á að svara.
Hverjum ætti ég að svara?
B-solid