Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.
Ég datt inn á Mr. World á skjá einum í gær, þetta er alveg gjörsamlega magnað sjónvarpsefni. Algjörlega óplægður akur. Ég sá nú einungis þegar var verið að kynna 5 finalists. Það sem kom mér óvart en samt ekki var sú staðreynd að allir þeir sem voru í topp fimm voru frá tanlöndum. Kína, Chile, Kosta Ríka, Brasilíu og Spáni.
Tanið er greinilega mikilvægara en fólk vill halda, þessi tanfaktor er gífurlega stór. Persónulega vissi ég þetta alltaf, aríar eiga einfaldlega ekki möguleika gegn þessum súkkulaðipiltum.
Hérna eru upplýsingar um alla kappana, endilega kynnið ykkur þetta. Þessir gaurar eru algjörir draumar.
B-Solid