Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.



Iwo Bónus




Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Já, ævintýrið heldur áfram. Verslunarmannahelgin, part II. Eftir nokkuð fjör og snilld ákváðum við drengir að arka í miðbæ Reykjavíkur, síðastliðinn sunnudag. Við vorum alveg ógeðslega fyndnir.Við ákváðum að hrifsa eina bónus flaggstöng með okkur í bæinn og endurgera þann merkilega atburð við Iwo Jima, kannski var það aðeins epískara en þetta var samt ansi magnað.

Eða réttara sagt þetta hefði verið magnað hefðum við ekki komist í kast við lögin á leiðinni, svo var mál með vexti að á leið okkur keyrði framhjá okkur securitasbíll og viðkomandi starfsmaður þeirra var nú aldeilis ekki sáttur með þetta. Þó fór í gang æsilegur eltingaleikur þar sem undirritaður ásamt ungum drengjum reyndu að stinga securitasvitleysinginn af með því að þræða þessa frekar stóru flaggstöng í gegnum húsasund. Við vorum næstum sloppnir en hann náði okkur að lokum og með honum komu fjórir laganna verðir, þá trylltist allt. Jonni Kjaftur lenti í orðaskaki við löggís eins og hans er von og vísa. Okkur var tilgreint að við þyrftum að skila umræddri stöng og þá yrði málinu lokað að hálfu lögreglunnar, við kettlingarnir þorðum ekki öðru en að skila stönginni enda var þetta ekkert grín.

Ekkert varð þá úr endurgerð okkar á Ivu Jima, saklausir unglingspiltar að reyna endurgera eitt frægasta atvik í heimssögu til lærdóms og gamans en the 5-0 kom í veg fyrir, við vildum bara læra.







Jæja, það er alltaf næst. Svona eftir á að hyggja var þetta fáránlega slappt. Ræna flaggstöng, labba töluverða vegalengd með hana og þurfa svo að skila henni eftir að hafa lent í laganna vörðum, alveg ömurlegt eiginlega.


já, djöfull líst mér vel á Nani, búinn að gera 3 nmörk núna á undirbúningstímabilinu, þetta síðasta var alveg drulluflott, ég geri mér þó ekkert gífurlega vonir með hann fyrir tímabílið, hann lítur nú samt ansi vel út...




Nani flottur. from Bergur and Vimeo.

Ýtiði bara á play, veit ekki af hverju þessi stelpa er þarna, kannski bara til a hræða mig.

Beggi frændi.


Responses to “Iwo Bónus”
  • Leave a Reply

          Convert to boldConvert to italicConvert to link

     


    Ýmsar upplýsingar:

    msn: beggibambus@hotmail.com meil: bergurg@gmail.com