Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.



Krefjandi makki.




Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Já, makkinn minn hefur lengi verið...Ég kalla þetta alls ekki vandamál en svona já umræðuefni. Mjög gott og skemmtilegt umræðuefni. Ég hef núna ekki farið í klillu síðan í október eða nóvember. Geyheysilega krefjandi að halda svona makka í skefjum og ekki eitthvað sem allir geta klárað sig af. Gunnarsson getur það, algjörlega, eða það hélt ég. Ég var gjörsamlega handviss þangað til ég heyrði af samtali smástelpna í KR.


"Já þessi þarna með klámmyndahárið, hann er í KV er það ekki?"

Ég hef nú alltaf haldið því fram að öll umfjöllun væri góð, góð eða slæm. Ég er algerlega á báðum áttum núna, veit ekki hvert ég á að snúa mér. Eitt ráð er auðvitað að fá mér spöng, sem ég gerði og notaði í dag á æfingu, gekk prýðisvel ekki spurning. Annar möguleiki er að losa mig við makkann og krúnuraka mig, ég liti þá væntanlega út eins og ferskur úr geislameðferð sem er auðvitað ekkert til að gantast með. Þriðji möguleikinn er auðvitað fyrir hendi sem er einfaldlega að myrða þessar smástelpur. Held að það sé ekkert vitlaust, verð þó að líta á veruleikann. Ég er væntanlega ekki að fara komast upp með morð þar sem ég er búinn að incrimineita mig hér á þessum ágæta miðli.

Ég get auðvitað líka gerst indí eða emó og einfaldlega hætt knattspyrnuiðkun. Byrjað að setja á mig trefil og tekið upp reykelsabruna og hangs á Kaffibrennslunni. Ég verð þá að öllum líkindum að hætta að setja Simbann minn aftur fyrir eyru og henda honum öllum framan í grímuna á mér til þess eins að fólk sjái ekki hvernig mér líði og geti því ómögulega giskað á hvað ég er að hugsa.





Megaindí.


Gunnarsson út.


Responses to “Krefjandi makki.”
  • Leave a Reply

          Convert to boldConvert to italicConvert to link

     


    Ýmsar upplýsingar:

    msn: beggibambus@hotmail.com meil: bergurg@gmail.com