Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.
Mig dreymdi að ég væri svona lögfræðingur í miðju Brennu-Njálssögu courtroom-drama, ég var lögfræðingur að verja mann einn sem hafði vegið tvisvar í sama knérunn og þess háttar, ég var brosandi þegar ég vaknaði. Það er gaman að dreyma svona skemmtilegt.
Krissi bauð mér í vinnuna hjá mömmu hans áðan, við gengum upp fullt af stigum, það var mögnuð snilld. Við löbbðuðum framhjá tannlæknastofu einni áður en komum að vinnustað Mcmúttu Krissa. Tannlæknirinn hét Svend Richter, ég varð alveg ógeðslega hræddur. Djöfull myndi ég aldrei fara í stólinn hans. Tannlæknir sem heitir Svend Richter, vá hvað það er eitthvað ofboðslegt. Ég er ofboðslegur gaur.
Mér finnst doldið fyndið, roskinn maður sem var að vinna á sama stað og ég fyrir tveimur árum sagði alltaf: "þið eruð ofboðslegir strákar", líka "þetta er ofboðslegt", mér fannst það fyndið.
Líka þetta:
b-dawg