Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.
Ég fór í bíó síðastliðið kvöld, myndin var fín, í rauninni er ég búinn að fara í bíó á þriðjudag og miðvikudag, á þriðjudag fór ég á Sicko eftir vitleysinginn og feitabolluna Michael Moore og á miðvikudag fór ég á Bourne Ultimatum, Sicko var skilgreiningin á tilfinningarúnki, alltof langdreginn og Michael Moore er of feitur.
Í gær fór ég á Bourne, þriðju myndina um hinn netta Jason Bourne sem er ódrepanlegur, og fær aldrei skrámu, jú að vísu fékk hann skrámur stundum í þessari mynd. En myndin er ekki umfangsefnið hér í dag. Í kvikmyndahúsinu var fullt af fólki og fyrir framan mig var fáviti sem hló ömulega og klappaði, að vísu ekki meðan myndinni stóð, hann var samt algjör fáviti, ljótu vinir hans voru örugglega að hvetja hann til þess að gera þetta. Svo fyrir aftan mig voru vitleysingar, algjörir. Langt síðan ég hef heyrt í svona miklum bjánum. Sem sagt lykilorðin í þessari málsgrein eru manneskjurnar í bíó-inu. Brot úr samræðum þeirra:
Vitleysingur # 1: Ég þúst gleymdi að skila inn skattframtali, og þá fékk ég bara e-n ákveðinn skatt!
Vitleysingur # 2: WÖTT!!!
Vitleysingur # 1: Já, ég bara þúst á ekkert þennan pening hehehe.
Vitleysingur # 2: Djöfull er við vitlausir maður!
Vitleysingur # 1: Hehe, satt og sannað.
Ég bætti við síðustu tveimur kommentunum, samt, þeir hefðu alveg getað sagt þetta.
Heimsreisan okkar pilta er mynda sér form. Gróft plan:
Ítalía - 2 vikur
Grikkland - 2 vikur
Cairo - 2 vikur (Egyptaland, fyrir vitleysing #1 og #2)
Indland - 2 vikur
Tæland - 2 vikur
Víetnam- 10 dagar til 2 vikur
Sidney - 2 vikur
Argentína - 3 vikur
Perú - 3 vikur
Kúba - 2 vikur
22 vikur, þetta er þónokkuð, tanið verður ógnandi þegar ég kem heim um miðjan maí, snilld.
Bergie