Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.
Ég er gjörsamlega að tryllast. Leikur ársins í kvöld. United - Chelsea í úrslitum meistaradeildarinnar. Þetta er rosalegt. Ég var eiginlega ekkert að kveikja á þessu fyrr enn í gær þá kom þetta
stef í sjónvarpinu og bara e-ð dramatísk rödd:"úrslitaleikur meistaradeildarinnar", ég skyndilega byrjaði að skjálfa af stressi, hrottalegt alveg. Ég veit ekki hvað ég á að halda. ég tjekkaði á stjörnuspánni minni til þess að sjá hvort e-ð væri hægt að lesa úr henni:
"Þú ert nýbúinn að kynnast óviðjafnanlegri manneskju, gerðu eitthvað meiriháttar til þess að heilla hana, til dæmis að bjóða í frí til Jaimaica"
Núna gæti ég komið með gífurlega ítarlega analýseringu á þessum texta, ég ætla hins vegar ekki að gera það. Fólk myndi ekki skilja gífurlega flóknar útskýringar mínar. Treystið mér bara. United hirðir þessa dollu, það segir þessi spá amk.
Hendi inn einni góðri mynd af strákunum á Old Trafford, svona jahh í tilefni dagsins.
Ekki einu sinni láta mig byrja á þessu Eurovisionstressi það er annað mál sem er algjörlega að fokka mér upp. Sjitt. Áfram Ísland.
B-zupreme