Með þessu bloggi er ég að
En, ég var að velta fyrir mér hversu óábyrgir þessir rássálfar voru í myndinni. Þegar Ronja var á skíðum og festi fótinn í snjáskafli og fóturinn fór í gegn og ofan í bústað rassálfana, hérna sjáum við strax heimsku þessara rassálfa, af hverju eru þeir að búa sér til heimili í snjáskalfi það sýnir bara heimsku og skammsýni. Svo fara þeir út úr híbýlum þegar fóturinn á Ronju kom í gegn og fóru að segja:"af hverju", "af hverju gerir hún þetta", og svo beila þeir bara, hjálpa Ronju ekki sjitt og brátt verður hún Skógarnornafæða. Rassálfarnir fara inn í snjóbústaðinn sinn og hengja barnið, fallega rassálfabarnið á fótinn á Ronju, hvurslags er það? Að hengja barnið í rúminu sínu á risafótinn sem kom í gegnum þakið fyrir nokkrum nanósekúkúndum. Ég var að hugsa um þetta og í gær og varð bara reiður, reiður út í rassálfana fyrir ábyrgðarleysi þeirra og vanrækslu. Ef það myndi koma skessufótur í gegnum þakið á húsinu mínu þá myndi ég sko ekki hengja barnið mitt á hann, þó að ég væri búinn að fara út og tjekka hvað væri á seyði. Þessir Rassálfar eru bara sjitt, sem betur fer kom Birkir Borkason og bjargaði henni, svo fóru Ronja og Birkir í heiftarlegan sleik, góð mynd samt.