Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.



Bergur í brennidepli




Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Já, það má nú með sanni segja að ég hafi verið í brennidepli í dag. Dagurinn byrjaði ósköp venjulega þar sem strákurinn vaknaði, fór í sturtu og slíkt. Það var svo ekki fyrr en í hádegishléinu sem hjólin byrjuðu að snúast.

Ég, Ellert og Jóhann Gísli vorum að leika okkur með knött á Austurvelli, þegar við vorum nýbúnir að slá met í því að halda bolta á lofti kom huggulegur ljósmyndari frá Morgunblaðinu og tók myndir af okkur í blíðunni, þó er ekki víst að þessar myndir komi í blaðinu á morgun, vonum bara að það sé gúrkutíð og þessir þrír sætu drengir á Austurvelli séu heitustu fréttirnar.

Ég hélt nú að mínar 15 mínútur væru liðnar, en nei, sú var ekki raunin, er ég labbaði út úr Gamla Skóla kom fréttakona arkandi til mín og spurði fyrst Eyþór um hópslagsmál og svo mig, mér finnst þó tæpt að þetta komi í fréttunum að því ég var eitthvað að fokka í konunni. Mér finnst þetta fínt.

Það gæti þó alveg eins verið að ég fái engar 15 mínútur það er að segja ef þetta kjarnagóða efni verður ekki notað í fjölmiðlum Íslands,.

Ég vona nú samt að ég fái mínar fimmtán.


b-dawg


Responses to “Bergur í brennidepli”
  • Leave a Reply

          Convert to boldConvert to italicConvert to link

     


    Ýmsar upplýsingar:

    msn: beggibambus@hotmail.com meil: bergurg@gmail.com