Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.



Endurnærandi kvöldstund...




Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Kvöldið í kvöld hinn 26. september var alveg virkilega endurnærandi fyrir undirritaðan. Fyrst um átta leytið átti ég gríðarlega góðar hægðir. Ég eyddi svo næstum 45 mínútum að horfa á leiftrandi sóknarbolta Katalóníuliðsins Barcelona, því næst dreif ég mig í Laugar og átti góða stund þar með sjálfum mér.

Við heimkomu fór ég í einstaklega huggulega og þroskandi sturtu. Ég þvoði makka minn með virkilega góðu mintusjampói sem minnti mig á hið stórgóða band Sjampó. Ég setti að því loknu svona clay-hárnæringu af e-u tagi á þennan ljónsmakka.

Nú þegar makkinn var orðinn góður í bili sneri ég mér að grímunni. Fyrst setti ég Deep Pore Scrub og lét það standa í nokkrar mín. Því næst setti ég Facial Exfoliator á andlit mitt. Ég þreif þetta gums í burtu og fór með faðirvorið.

Ég gekk úr sturtunni þurrkaði vel mótaðan líkama minn og kembdi nýþvegið hár mitt með silfurgreiðu og las ljóð eftir Steinn Steinar.

Því næst gæddi ég mér á ljúffengu kjúklingasalati sem móðir mín hafði galdrað fram fyrr um kvöldið, drakk 1 líter af vatni til þess að hreinsa líkamann og fékk mér A,B,C vítamín og 3 lýsistöflur. Eftir þetta burstaði ég í mér grillið og fór alveg flexxnettur í rúmið.

Sælar, nettur babar.
Burgalicious


Responses to “Endurnærandi kvöldstund...”
  • Leave a Reply

          Convert to boldConvert to italicConvert to link

     


    Ýmsar upplýsingar:

    msn: beggibambus@hotmail.com meil: bergurg@gmail.com