Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.
Þegar ég og Eyþór a.k.a. Feitþór vorum að ganga heim úr ómenningunni síðustu nótt mættum við alveg fáránlega nettum gaur sem ferðaðist um á segway. Þeir sem vita ekki hvað segway er þá er það farartæki Gob í Arrested Development. Alveg fáránlega nett maskína. Þarna var maðurinn, ruddaslakur krúsandi þessu apparati á leið í partý í Hlíðunum. Þetta var á Hringbraut, ég og Feitþór fengum að prófa þetta, gjörsamlega magnað, að vísu kom ölvun í veg fyrir e-n alvöru reynsluakstur en við fengum þó að prófa þetta aðeins. Þessi huldumaður sagði að hann hafi lagt út 600 k fyrir þessari elsku, sem er kannski aðeins of mikið. Engu að síður tryllt. Það er samt alveg hugmynd að versla sér svona fyrirbæri þegar maður er orðinn ríkur og gamall, ekki í dag ekki núna.
Hérna eru Magga og Stína gjörsamlega að tryllast í pjásunum yfir ágæti þessa tækis.
b-zupreme