Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.
Jæja, þá er það næsti skammtur. Þyrnirós, Litla Hafmeyjan, Fríða og Jasmín.
Þyrnirós. Okei fáránlega löt. Sefur í 100 ár. Slök týpa. Þó hún hafi kannski ekki endað me
ð að sofa í 100 ár, þá ætlaði hún að gera það. Velur sér líka afar lélega álfavini.Hún hitti sem sagt e-n illan álf sem lagði álög á hana. Þessi álög virkuðu þannig að ef hún myndi stinga sig á þyrni myndi hún látast samstundis. Góði álfavinur hennar reyndi að breyta álögunum, í staðinn þess að klára sig af þessu almennilega þá endaði þetta þannig að Þyrnirós sofnaði í staðinn fyrir að deyja. Klapp, klapp. Slakur álfur. Líka það að hafa ekki passað sig. Hún vissi að ef hún myndi stinga sig þá myndi hún sofna í 100 ár. Ég meina Þyrnirós alveg megabeib en líka vitlaus öryrki.
Næst á dagskrá
er
Litla Hafmeyjan. Það er svona borderline að kalla hana megabeib af því hún er 16 ára. Eða ´92. Grimmt, mjög grimmt. Eyþór kom með einstaklega góðan punkt. Hún er ´92 og væri að byrja í Menntaskóla, þá er það víst fair game. Svona er í aðalatriðum er þessi hafmeyja Ariel mannasjúk. Sjávargella sem elskar mannfólk, ekki töff. Maður verður að halda í rætur sínar eins og J-Lo sýndi svo skemmtilega með laginu Jenny from the block. Hafmeyjan er samt svona alvöru megabeib, með fáránlegt magn af rauðu hári og sporð til að drepa fyrir. Hún tæklaði sín mál þó ekki nógu vel í ævintýrinu gerði e-n díl við svona frekar tæpa norn sem allir vissu að myndi fokka henni upp fyrr eða seinna. Hún komst þó upp með það að lokum og endaði allt fáránlega vel. Snilld. Set spurningamerki við þessa mynd sem ég fann af elskunni. Ég ætla ekki að fara nánar út í það.
Næst í röðinni er
Fríða. Fríða vinkona the Beast. I might add a hansom Beast to
that. Svona í alvöru fáránlega tignarleg skepna. Þetta Beast er með vandræðalega mikla unglingaveiki í þessu ævintýri, kom Gunnarssyni á óvart. Fríða er hins vegar ótrúlega ljúf gella. Fórnar sjálfri sér fyrir föður sinn. Kurteis og smart. Hún kennir þessari skepnu að elska, virðingarvert. Fríða er einnig góð stelpa, ekki samt svona góð stelpa sem situr heima og heklar. Hún er í fremstu víglínu og deyr fyrir klúbbinn. Keppnis-megabeib. Ég er mjög ánægður með Fríðu, get ómögulega sagt e-ð annað.