Jæja, síðastliðinn nóvember þræddi ég í gegnum disney megabeibs. Skoðaði þeirra kosti og galla. Að lokum var kosning, ég lét almenning ráða þessu. Jasmín gjörsamlega rúllaði þessu upp. Kemur kannski ekki á óvart af því að konan er alger draumur.
Núna er mars, 4 mánuðum seinna ætla ég að tríta almúg Íslands með sambærilegum skrifum. Núna verða það hinsvegar disney hunks. Þeir eru þónokkrir skal ég ykkur segja. Vissulega má maður ekki að vera þröngsýnn í svona keppni þar sem allir verða að fá að leika með. Tegund eða ættkvísl er ekki e-ð sem stoppar Gunnarson í leit sinni að hráum kynþokka, ónei. Ekki á minni vakt. Það verður allt í boði.
Jæja, þá byrja ég niðurtalninguna. Síðast sýndi ég allar tilnefningar strax, mér var hins vegar bent á að það væri mikið mun skemmtilegra að koma með sælgætið í litlum skömmtum.
Fyrsti bitinn er enginn annar en
Gosi. Það er ómögulega hægt að segja að hrár kynþokki leki af honum Gosa mínum eða Pinocchio eins og hann er kallaður. En það er ekki hægt að taka af honum að hann er smart. Alltaf smekklega klæddur, með hatt, slaufu og í smekkbuxum sem hljóta að tryl
la allar mögulegar og ómögulegar pjásur, ég trúi ekki öðru. Svo er meira en líklegt að þetta lygastækkandi trýni hans muni gagnast Gosa í ýmsum öðru sem ég ætla ekki að nefna hér. Hann er með voldugt svart hár og blá augu, sem er fáránlega krúttó. Ég verð samt að minnast á það að hann er í raun brúða. Að vísu verður hann að alvöru dreng í lok sögunnar, sem er vel. Ég kynnti mér ævintýrið og það meikar eiginlega ekkert sens. Við erum með gamlan mann, álfakonu, stóran reiðan mannætuhval og e-a krimma, það kemur kynþokka Gosa ekkert við, ákvað samt að troða þessu inn. Gosi er frekar einfaldur og lætur plata sig margoft í sögunni. Getum mögulega fyrirgefið honum það af því hann er fáfróð brúða. Til þess að taka þetta allt
saman. Gosi er krútt með ógnarstórt trýni þegar hann hagar sér illa.
Næsti fengur er
Pétur litli Pan. Pétur Pan er án efa e-r sá rammhýrasti í bransanum. Ég verð þó að viðurkenna að strákurinn er fokking sjóðandi í þessum eiturgræna búning. Hann er fáránlega "kokkí" og getur flogið, það hlýtur að telja grimmt. Við sjáum líka strax að hann er með sín mál á hreinu, að minnsta kosti á þessari mynd. Pétur er líka alger hetja, hann er að berjast við e-a sjóræningja og slíkt. Svona alvöru. Ég ætla ekki að segja að hann sé holdgervingur testósteróns en það er virkilega sjarmerandi ungur maður hér á ferð. Virkilega.
Næsta trít. Það er
The Beast í myndinni Beauty and the Beast. I might add a hansom beast to that. Af því þetta "skrímsli" er í sérdeild hvað varðar kynþokka. Núna er ég að tala um almennt viðurkennd skrímsli í kvikmyndas
ögunni. Karakterar eins og Jabba the Hut eða Godzilla komast ekki með tærnar þar sem The beast er með hælana. Af því þessi herðabreiði sjarmör er e-ð það besta sem hefur komið fyrir mig síðan Herbalife. Ég meina horfið á hann. Svona alvöru vel klæddur, með voldugan makka. Elegant dansari. Við vitum það líka að hann er myndarlegur prins í raun og veru. Það var norn sem klæddi sem sig betlari varð sár þegar prinsinn hleypti henni ekki inn í kastala sinn þegar það var vont veður. Hún breytti honum í þetta skrímsli. Mér finnst það eiginlega ósanngjörn viðbrögð, ekki myndi ég bjóða óþekktri konu inn í kastala minn. Alls ekki sanngjörn meðferð á okkar manni. Ég gef þó norninni það að þessi prins var hálfgerð sulta. Alltaf að dást að sjálfum sér og gerði ekkert fyrir aðra. En batnandi bitum er best að lifa. Ég held að ég geti sagt með nokkurri vissu að hann hafi unnið þetta ævintýri. Þetta skrímsli er einn heiðarlegur biti, svo mikið get ég sagt.
Það er mögulega hægt að setja spurningamerki við Gosa þar sem hann er ungur drengur. Þetta er engan veginn pervertísk hugsun að minni hálfu. Þvert á móti. Stranglega disney.
Gunnarsson út.