Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.



Hreinlæti...




Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Ég var í vinnunni í dag, það var gífurlega erótískt. Við vorum þarna nokkrir drengirnir að raka gras svokallað út í Suðurnesi. Lentum í kríum, voru þeir árásgjarnari en kettir á fengitímabili, þær skitu og reyndu að gogga oss í haus voran eins og þær höfðu gert það allt sitt líf, sem er einmitt næstum því tilfellið. Þessar bölvuðu kríur, maður hefur nú samt alltaf lúmst gaman af þeim, þær eru svo mikil krútt.

Við sáum svo líka mús, væntanlega hagamús, hún var ógeðslega krúttleg og fór þessi annars karlmannlegi hópur að skæla aðallega vegna krúttleika músarinnar en líka af því kríudjöflarnir voru búnir að drulla svo mikið á okkur.

Svo fundum við líka síli og eina flugu, þá var sko gaman.

Ég náði þessu bílprófi, loksins er þetta sjitt búið. Nú get ég svarað fyrir mig þegar ég verð fyrir aðkasti á götum borgarinnar.

Ökukennarinn var frá Akranesi, skemmtileg tilviljun eftir leikinn í gær, svo var hann líka Liverpoolmaður þar var ekki neitt sérstakt. En djöfull var þetta súrt í gær, 1-2 á mót ÍA, engan veginn sanngjörn úrslit. Ég gengdi starfi hnjaskmanns ásamt Hauki, Gumma og Jóni Gunnari, við stóðum okkur allir með stakri prýði, fengum tvisvar að hlaupa inn á vegna þess að ÍA menn meiddust, að vísu fengum við ekki að bera þá útaf þrátt fyrir að við höfum reynt að lokka þá á sjúkrabekkinn. Allt kom fyrir ekki. En við bárum höfuðið hátt er við hljóðum útaf og fengum klapp frá áhangendum Gróttu.

Þetta var fínt.

B-dawg


Responses to “Hreinlæti...”
  • Leave a Reply

          Convert to boldConvert to italicConvert to link

     


    Ýmsar upplýsingar:

    msn: beggibambus@hotmail.com meil: bergurg@gmail.com