Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.
Þetta var algjörlega einn magnaðasti föstudagur in the historí of mankænd. Matarfélagið valdi sér auðvitað stað fyrr í vikunni til þess að snæða á föstudegi þessum. Við notuðum þá gamalgrónu aðferð að randoma vasareikninn og fá þá tölu og bera það saman við upptalningu veitingastaða í Morkinskinnu. Örlögin sendu okkur á Humarhúsið, auðvitað urðum við að fara þangað.
Töluðum við eigandann á fimmtudegi og nefndum þetta við hann, hann tók alveg ágætlega í þetta.
Fórum svo á föstudegi klæddir í okkar fínasta.
Myndarlegi strákar, það vantar ekki.
Fyrst fengum við þetta dýrindis hvalakjöt, algert hnossgæti. Þetta var alveg ótrúlega gott, sérstaklega þegar maður hugsar um hvað hvalakjöt ætti að vera vont, en svona var það furðugott.
Ég fékk mér dýrindis humarhala, Eysi fékk sér snigla og humar ragú og Ellert og Krissi fengu sér humarsúpu. Allir voru þessir réttir til fyrirmyndar og voru strákarnir sáttir. Svo þegar við báðum um reikninginn fór þjónninn fram og kom svo aftur og sagði að "strákarnir í eldhúsinu" myndu bara bjóða okkur upp á þetta, fáránlegt gjafmildi sem strákarnir sýndu og örkuðum við drengirnir vel mettir og með bros á vor frá Humarhúsinu. Alveg fáránlega brilliant.
Tókum svo nokkrar skemmtilegar myndir upp í Menntaskóla.