Já, ég lenti nú aldeilis í því í gær maður, ég var næstum dáinn, já dáinn segi ég. Í gær um kvöldmatarleytið fór ég aðeins úta á stétt með bolta til þess að halda gríðarlegri boltatækni minni við enda hef ég ekki mætt á æfingu núna í tvær og hálfa viku vegna meiðsla. Eftir um það bil 10 mínútur kom köttur, ég nefndi hann strax Hannes, Hannes var heldur flóttalegur á svipinn og leit á mig með eiturgulum augum á mig í hvívetna. Ég svosum gerði ekkert í þessu máli heldur hélt bara áfram að sparka mínum bolta í ið og ætlaði að mæta honum hinu megin, smá svona prakkari í manni, ég var bara aðeins að stríða Hannesi. Ég labba rólegur á móti bjöllunni, kemur þá ekki þessi stærðar heljarhundur á móti mér. Mér bregður fáránlega ógeðslega mikið og öskra af ótta við hundinn, sem ég nefndi Cujo, svona eftir á. Hann líktist óneitanlega Garmi. Það má því líkja mér við Tý. Þarna varð þó ekki epískur bardagi eins og í ragnarökum, ég varð svo skítdjöfull hræddur að ég tók boltann og hljóp inn, djöfull brá herfilega mikið. Svo auðvitað er ég með báða handleggi eitthvað annað en Týr. Ég bjóst við að sjá lítinn krúttlegan Hannes en í staðinn fékk ég stóran ógeðslegan og grimman Cujo. Ég fór settist upp í sofa og titraði að hræðslu, djöfull brá mér, ohh þetta var ömurlegt, ég var um það bil þrjár og hálfa klukkustund að ná mér. Þessi frásögn er kannski ögn óskiljanleg, þess vegna gerði ég skýringarmynd...
fokking Cujo maður, þetta var alveg ömurlegt.
b-dawg