Ég varð fyrir einstaklega óþægilegri lífsreynslu núna fyrr í dag, ég þurfti að klára myndina saw, þessi mynd er ömurleg, hún er hreinlega algjörlega ömurleg. Ég skil einfaldlega ekki hvers kyns manni detti hug að gera slíka mynd. Hann er örugglega geðveikt ljótur með skuggalega loðið bak. Ekki nóg með það að þessi asnalegi einstaklingur geri mynd eins og Saw, þá gerir hann líka mynd eins og Saw II. Ég lét narra mig á þá mynd í bíó og það var líka ömurlegt, jafnvel ömurlegra en að vera hérna einn heima að horfa á Saw, þetta er bara óhuggulegur andskoti, já andskoti segi ég og hika ekki við það.
Eftir þetta tók ég mig hins vegar á. Ég fór í football manager 2005 og hékk í honum í rúmlega tvo tíma.
Þegar klukkan var orðinn rúmlega 17:00 þá fannst mér ég ekki hafa gert nægilega mikið úr deginum, sem sagt það að klára Saw og hanga í FM 2005 er ekki nóg fyrir svona metnaðargjarnan einstakling eins og mig.
Ég tók mig til og fór í sturtu, setti sjampú í hár mitt og smellti smá kóndisjón líka. Henti líka svona scrubi í grímuna á mér og þvoði á mér tærnar, setti smyrls á Balkanskagasárið á hægra lærinu á mér og fór að læra stærðfræði.
Ég sem sagt lærði heima í stærðfræði, eitthvað sem ég hef ekki gert síðan kreppan skall á upp úr 1930.
Djöfull er ég fokking nettur núna.
b-dawg
Líf mitt er alveg virkilega ágætt þessa dagana fyrir utan brunasárið sem ég er með á utanverðu hægra lærinu, þetta brunasár er á stærð við Balkanskaga og er þetta alls ekki ofmat á stærð þess. Já, andskotinn, ég fékk þetta sár í knattspyrnuleik við ÍBV síðastliðinn föstudag og mér fokking helsvíður ennþá og hérna væl,væl, væl, væl,væl, væl.
Ég er virkilega sáttur með mína menn í Manchesterborg, nú tróna þeir á toppi deildarinnar og horfa niður á félög eins og Chelsea, Liverpool og Arsenal. Vissulega er ég kokhraustur núna eftir þrjár umferðir, þetta getur auðvitað breyst á einstaklega stuttum tíma, en svona er þetta núna og ég er sáttur.
b-dawg