Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.



Disney bitar II




Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Þá held ég áfram niðurtalningu minni á glæsimönnum Disney. Þetta var bölvað hálfkák síðast, það voru engir svona alvöru sjóðandi bitar í boði, en guð minn góður það verður breyting á í dag.



Við byrjum á John fokking Smith. Mögulega einn heitasti biti í sögu disney. Hann er landkönnuður sem er eitt heitasta starf í bransanum, engin spurning. John á líka byssu, hólk sem hann notar til þess að veiða dýr og drepa indjána. Hann skorar nokkur karlmennskustig út á það. Ég gæti líka vel trúað að John Smith sé fáránlega handlaginn, góður í höndunum. Þetta er meira tilfinning en staðreynd, sem mér finnst að ætti að gilda alveg jafn mikið, kannski meira. Ég verð eiginlega að segja að maðurinn er borderline fullkominn í grímunni. Voldugir kjálkar, gullmakki sem sjálfur Gunnarsson yrði stoltur af, himinblá augu... Nei guð nú stoppa ég.

Það verður hins vegar að minnast á það að John okkar Smith er einn mest static karakter í sögu disney. Hann kemur aldrei á óvart. Það er kannski allt í lagi, þá veit maður alltaf hvað maður fær. Ég gef honum einnig nokkur stig fyrir að næla sér í Pocahontas sem skoraði ansi hátt í disney megabeibs keppninni. Ég verð þó að segja að John hafi alltaf verið líklegri til sigurs í sínum flokki frekar en Pocahontas. John Smith...holdgervingur handlagna Aríans. Beisik.


Þá er komið að Jafar. Mér fannst rétt að grýta honum einnig inn í þetta fjúson. Rök fyrir því eru eftirfarandi:

1. Jafar er myndarlegur andskoti.
2. Jafar er vondur strákur.
3.Jafar er óþægur strákur.
4. Jafar á krúttlegan páfagauk.
5. Jafar er voldugur galdramaður.

Jafar er antagónistinn í myndinni Aladdin. Hann er einn slæmur gaur. Svona alvöru slæmur. Í ævintýrinu er hann einn helsti ráðgjafi óbís sóldánsins sem er faðir Yasmínar. Ég veit ekki, stelpur virðast fíla svona vonda stráka, ekki skilur undirritaður slíkt en ég verð að fara að óskum almennings. Jafar lætur Aladdin plata sig. Mér finnst það heldur slakt af því að manni finnst Aladdin ekkert hlaupa upp mannvitsbrekkuna. Aftur að Jafar hins vegar. Hann er eiginlega frekar slæmur kostur, en það er e-ð við hann, kannski er það grillið á honum. Það sést greinilega á myndinni hér til vinstri að hann er með þráðbeinar tennur. Hann er einnig með nokk frambærilegt tan, sem er e-ð sem skorar hátt hjá sumum pjásum. Svo er hann bara smart. Hann klæðist voldugum klæðum og er með túrban sem kostar greinilega þónokkuð. Jafar er dýrari týpan. Vond dýr týpa, sem er mögulega týpa yfir meðallagi.

Næsta skepna er e-r sú tignarlegasta sem ég hreinlega veit um. Ég er auðvitað að tala um Simba. Hann byrjaði sem krúttbomba í Ljósuklettum og endaði sem e-ð það kynþokkafyllsta dýr sem Bergur ykkar Gunnarsson hefur augum litið. Ég ætla að smella stórri mynd af þessu yfirburða Panthera leo.




Þetta verður ekki mikið tignarlegra. Þetta er köttur. Fullorðins köttur, gjörvilegur , mikilfenglegur og virðurlegur. Þetta er í raun ekki köttur, ljón svona í raun og veru, hins vegar af kattarkyni, sem er snilld. Simbi var hálfgerð pjása í byrjun Lion King, hann hélt að hann hefði borið sök á dauða föður síns og flúði, ekki mjög karlmannslegt. Ég skrifa þetta á langvarandi unglingaveiki. Þegar hann snéri aftur, guð minn góður þá gerði hann það með þokka og stíl. Fokkaði upp illa frænda sínum og hrifsaði völdin aftur í Ljósuklettum, touché Simbi. Hann er öfund allra katta.

Jæja, snilld.

Gunnarsson út.


Responses to “Disney bitar II”
  • Leave a Reply

          Convert to boldConvert to italicConvert to link

     


    Ýmsar upplýsingar:

    msn: beggibambus@hotmail.com meil: bergurg@gmail.com