Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.



Hugmynd.




Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Í próflestri mínum sem lauk einmitt í dag um sextánhundruð fékk ég skemmtilega hugmynd. Mér fannst hún að minnsta kosti skemmtileg, það er held ég það eina sem skiptir máli. Mér datt í hug að fjúsa í nýja ofurhetju. Svona alvöru ofurhetju sem krakkar dagsins í dag geta tengt við. Sérstaklega í ljósi stöðu okkar Íslendinga í dag. Þetta er enginn annar en Hagvaxtar-Hákon. Já, ég sagði það.

Þetta er bara byrjunin, ég geri ráð fyrir að þessi meistari Hákon verði kominn í blaðarekkana áður en ég veit af. Sem væri vissulega vel af sér vikið þar sem ég er listamaðurinn bakvið þessa fígúru. Ég er að sjálfsögðu að upphefja sjálfan mig með þessu enda er engin ástæða til annars, þetta er jú mitt blogg, mitt persónulega svæði. Ef ég á ekki að upphefja sjálfan mig hér, hvar í ósköpunum á ég þá að upphefja mig.

Ég hafði hugsað að taka svona töfraraunsæis nálgun á þetta og hafa þetta virkilega gaman. Prótagónistinn er að sjálfsögðu Hagvaxtar-Hákon, það liggur beint við. Antagónistarnir verða væntanlega nokkrir enda er hugmyndin á frumstigi. Ég er þó kominn með einn grimman, það er enginn annar en greifinn hann Robert Mugabe, hann er flottur. Hagvaxtar-Hákon er klæddur í eiturgrænanbúning með fríða snoppu og yndislegt bros. Myndi jafnvel ganga svo langt með því að segja að hann væri the ultimate man. A man´s man.

En án þess að ég trylli lesendur meira, þá er þetta fyrsta gillið. Basic.






Ég vonast til að þetta verði til gagns og einnig til gamans. Til dæmis í dag lærðuð þið að verðbólga í Zimbabwe er 231,000,000%, það er eiginlega smá fyndið.


Gunnarsson út.


Responses to “Hugmynd.”
  • Leave a Reply

          Convert to boldConvert to italicConvert to link

     


    Ýmsar upplýsingar:

    msn: beggibambus@hotmail.com meil: bergurg@gmail.com