Nei, ég er ekki að tala um nýstofnað knattspyrnulið í Breiðholti. Ég er að tala um sigur United á Porto í kvöld. Þetta var mögulega krefjandi. Fór að minnsta kosti frekar illa með hjartað í mér. Þetta var samt frekar öruggur sigur, e-n virðist maður stressast upp í kleinu á meðan þetta blessaða lið spilar sína knattspyrnu. Fyrri leikurinn endaði ömurlega 2-2. Ég hafði nú alltaf trú á þessu samt að við myndum klára þetta.
Uppáhaldsfávitinn minn Cristiano Ronaldo skoraði af e-m 35 metrum, það var snilld. Mögulega. Mætum Arsenal í undanúrslitum, það verður heldur ekkert grín. Svona, já, myndi segja þokkafullt.
Já, ég var að hugsa um að koma þessa blógi aftur í gang. Ég alveg geðveikislega mikið lítið að segja einmitt á þessum punkti, það mun hins vegar breytast engar hef ég áhyggjur af því.
gunnarsson út.
Já. Einmitt. Ég er búinn að bíða töluvert lengi eftir að dæma sigurvegara í þessari lúxuskeppni. Ástæðan fyrir því er einföld. Lýðurinn var ömurlega lengi að iðka sitt lýðræði. En hérna er þetta allt.
John Smith =10 stig
Simbi =7 stig
Herkúles =6 stig
Aladdin =4stig
Bambi = 3 stig
Prinsinn =3 stig
Dýrið =3stig
Pétur =2 stig
Tarzan =2stig
Gosi =1 stig
Jafar = 0 stig
Gefin eru 3 stig fyrir fyrsta sæti, 2 fyrir annað og 1 fyrir þriðja. Ef viðkomandi nefndi einungis einn karakter fékk sá og hinn sami beisik 3 stig. John "kjálki" Smith kláraði þetta nokkuð sannfærandi, Simbi kom svo í annað sætið og að lokum Herkúles. Það kom mér geysilega mikið á óvart að "Prinsinn" hafi ekki fengið fleiri atkvæði enda svona alvöru fengur þar á ferð. En svona er þetta. Aladdin skeit nokkuð óvænt á sig, mögulega er hann bara of mikil pjása fyrir svona testósterón keppni. Jafar rekur svo lestina með núll, satt að segja hafði ég litla trú á honum.
Bambi fékk 3 stig fyrir að vera krúttbomba þrátt fyrir að vera ekki í kjörinu, ég hleypti honum inn. Ástæðan fyrir því er sú að hann missti móður sína í ævintýrinu, verðum að vera góð við Bamba.
Fann þessa mynd af John Smith á the google machine. Mögulega undirstrikar þennan sanngjarna sigur. Ó guð.
Þetta er alveg borderline disney gaman.
gunnarsson út.