Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.



Fáránleiki heimskunnar...




Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Geysilega góð fyrirsögn, dregur fólk að eins og látbragðsleikarar.

Við töpuðum á móti Selfoss/Ægir/Hamar, enda ekkert skrýtið Grótta á móti þremur öðrum liðum, Við vorum 11 á vellinum gegn 33, og leikurinn stóð í 270 mínútur. Nei, ég er að ljúga.

Við töpuðum 2-1 við vorum fáránlega lélegir.

Dómarinn er hins allt önnur saga, hann var snarklikkaður eins og sumir myndu orða það. Hann gaf held ég 16 gul spjöld í þessum leik og tvö rauð. Eftir leikinn sendi hann þrjú bréf á Seltjarnarnesbæ, á Gróttu að ég held og þjálfara okkar. Var þetta þriggja blaðsíðna bréf um hvernig hvað þessu leikur var mikil vitleysa, var hann eina ástæðan fyrir vitleysunni.

En sagðist þjálfi ætla að senda okkar þetta bréf og mun ég máske birta það hér á þessari vefsíðu ef vel liggur á mér einhvern daginn.

En það er grímuball á miðvikudag, ég náði mér í einn miða, langaði í tvo en svona gengur þetta. Ég og Gunnar ætlum okkur að taka matrósann á þetta og verður það vafalaust magnað. Við vorum einmitt með magnaðan fyrirlestur á ensku í dag um íslenska jarðfræði, talað var um að fólk hefði fengið hroll eftir þessa tímamóta kynningu.

Hérna kemur ein setning sem við að vísu gleymdum að koma með, algert gull:


"The Esja is mostly made of fine-grained kind of gabbro, called dolerite."

Synd og skömm og synd líka.

Í raun brennur ekkert á huga mínum þessa dagana, nema kannski nei, það er ekkert.

Krilla slétti hárið á honum Gunnari, meðan ég og hann gerðum fyrirlestur um þjöppun, mynd? Já ég held það, þetta er of gott til að sleppa því.





Þetta fer í sögubækurnar.....

Þeim sem finnst hann líkjast Garth í Wayne´s World rétti upp hönd.


Responses to “Fáránleiki heimskunnar...”
  • Leave a Reply

          Convert to boldConvert to italicConvert to link

     


    Ýmsar upplýsingar:

    msn: beggibambus@hotmail.com meil: bergurg@gmail.com