Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.



Jússí Jaskelænen maður!




Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Þetta var súrt og leiðinlegt þýskurpróf, það má með sanni segja að Beggi sé í "begga" núna. Þetta var langt, erfitt og leiðinlegt, svo svaraði ég öllum ólesna hlutanum á þýsku þar sem hann átti að vera á íslensku. Ég er móglí pirraður.

jæja það dugar ekki að velta sér upp úr þessu, ég held að ég sé alveg pottþéttur að ná, svo vonum við bara að Ásmundur þýskukennari hafi verið sáttur með ljóðið sem ég samdi handa honum í munnlega prófinu, það var magnað.

En djöfull voru þær aðþrengdu magnaðar í gær, sjálfur var ég alveg á nálum, allt að koma í ljós en samt ekki, maður veit ekki hvort maður er að koma eða fara þegar maður er að horfa á þennan stórgóða þátt. Margt skítugt er að koma í ljós og ég skal segja ykkur það að þátturinn í gær vara bara númer 8 eða eitthvað af 23, það er fullt af aðþrengdu efni eftir. Sjálfur bíð ég spenntur eftir næsta fimmtudegi.


Jæja það er nú 7 próf eftir, var að hugsa um að taka fyrstu einkunn á þetta, sem er 7,25 en eftir þetta þýskupróf þá fer ég að brátt að óttast að takmark mitt náist eigi. Það væri sköll, eins og sumir myndu orða það, ekki ég þau, ég nota vanalega súrt.

Gunni er mella að bjóðast ekki til þess að keyra mig heim áðan, hvað heldur að hann sé, heldur að ég fari bara í strætó hvenær sem er, ég skil þetta ekki.


Ég ætla ekki að horfa á djúpu laugina í kvöld sem og önnur föstudagskvöld.

Ég ætti svona eiginlega að byrja að læra undir stærðfræði, lesin á mánudag og ólesin á þriðjudag.

Þar sem ég bloggaði ekkert í gær var þetta blogg tvöfaldri í lengd, segið svo að ég hugsi um áhangendur mína.

B-dawg


Responses to “Jússí Jaskelænen maður!”
  • Leave a Reply

          Convert to boldConvert to italicConvert to link

     


    Ýmsar upplýsingar:

    msn: beggibambus@hotmail.com meil: bergurg@gmail.com