Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.
Já ég sit hérna í gulum hlýrabul, sem Gunnar gaf mér á síðasta ári. Ég hafði týnt þessum pussuflottabol(skv.síðasta bloggi er kúl að segja pussu-eitthvað)en nú hef ég fundið hann. Ég geng hérna um húsið eins og spjátrungur og spóka mig í speglum heimilisins. Það er gaman,indælt og umfram allt ljúft.
Ég loksins pantaði tíma í klillu. Loksins verð ég mönnum bjóðandi, ég hef verið eins og barbari síðustu daga. Nei barbarar eru ekki börn barbapabba, barbarar eru villimenn,Tyrkir eða verslingar. Tek fram að villimenn er eina viðurkennda skýringin að mér vitandi.
Þegar ég var í þriðja bekk þá sat ég yfirleitt með
Krissa og
Gunna. Voru þeir alltaf svo vondir við mig. Ég tók upp á því að fara í fýlu og hætta að svara þegar þeir töluðu við mig, enda var þetta mjög góð lausn og virkaði hún einkar vel. Þeir drengir tóku upp á því að kalla þetta:"að fara í Begga". Það þýddi semsagt að fara í fýlu, ég var að hugsa um að taka þetta upp aftur og vera meira í fýlu.
Er það ekki annars miklu meira fjör?
Þessi guli bolur er aldeilis byrjaður að vera með bögg, mig svíður allverulega í vinstri nippluna, ekki gott, sei sei nei.
Jæja ég þarf að fara undirbúa mig andlega og líkamlega fyrir þennan leik í kvöld. Liverpool eða?
B-dawg