Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.


sunnudagur, mars 11, 2007

Ég legg það nú ekki í vana minn að blogga um laugardagskvöld eða föstudagskvöld hér á bloggi þessu. Þar mér finnst ekki töff að skrifa um e-ð skemmtanahald í miðbæ Reykjavíkur en núna, hér þá finnst mér ég vera knúinn til þess.

Fyrst um svona 4 leytið þá tók ég góða hugarleikfimi með Gunnari Erni á Grandrokk eða þangað til við vorum reknir úr. Ég fór svo í 10-11 sem var opið í miðbænum og fékk mér box af salati á slíkum salatbar. Nældi mér í franska dalasósu meððí eða French Valley sauce og skokkaði heim á 12-13 mínútum. Kom heim snæddi mitt salat með góðri lyst og drakk miikð vatn og fór svo að sofa saddur og fáránlega sveittur eftir að hlaupið úr bænum í eitthverjum djöfulsins leðurjakka og gallabrullum. Rokið var að vísu í bakið á heimleiðinni þannig að ég svindlaði aðeins en þetta var gott.


Ég held einfaldlega að ég sé betri maður eftir þessa skák og skokk, mentallí og fisikklí.

B-Solid

| föstudagur, mars 09, 2007

Já, möguleikar dagsins er endalausir, ég fékk ansi skemmtilega hugmynd í gær, sú hugmynd snerist um að hafa svona "möguleika dagsins" það er sem sagt möguleiki sem er mögulegur þennan tiltekna dag. Ef þessi möguleiki dagsins gengur ekki upp þá er það væntanlega ómöguleiki dagsins. Þessi möguleiki er svona góður kandídat að vera mögulegur.

B-Solid

| mánudagur, mars 05, 2007

0-1


Eigum við eithtvað að ræða þetta O.C áðan. Ég hef nú ekki horft á það í þónokkurn tíma en þessi þáttur var bara í ruglinu. Hvað erum við að tala um?

Djöfull sökkaði þetta. Jæja, svoneridda.


Já, við unnum á laugardaginn, það er enginn búinn að gleyma því er það?

0-1 O´Shea með markið. Flottur.

B-Solid

| laugardagur, mars 03, 2007

Djöfull var það ógeðslega ljúft að vinna þennan leik, skora sigurmarkið á 92 mín og hver annar en John O´Shea, Sheasy, oh hann er svo brilliant gaur. Fólk hefði átt að sjá fagnaðarlætin hérna í stofunni þegar hann skoraði, uss. Þetta er allt í móðu hjá mér, ég man lítið eftir þessu, magnað, alveg hreint magnað.


Fékk ansi gott sms frá liverpool manni:

Ósanngjarnt? Nei
Heppni? Já
Meistaraheppni: Já
Fyrirsjáanlegt? Já

Að sjá Saar helvítið og Neville skvísuna fagna eins og brjálæðingar? Epískt.

Til hamingju Bergur með titilinn í ár.

Ég er þó ekki viss um að þetta sé alveg komið en ég þakka Kidda mínum fyrir góð orð. Fáum svo mynd af Saar helvítinu og Neville skvísunni fagna, flottir þessir strákar.



B-Solid.

| fimmtudagur, mars 01, 2007

Já, ég fór á Fiðluball í gær, það var bara virkilega ánægjulegt að klæða sig upp í smóking og dansa samkvæmisdansa til að gleyma. Ég verð þó að viðurkenna að það var ekkert virkilega epískt þegar ég snæddi eina og hálfa pullz frá Bæjarins Bestu í smóking, mjög ótöff. Samt eiginlega það ótöff að það varð töff eins er alltaf að gerast þessa dagana. Bráðum verður Nasismi og glóbal worming bara geðveikt heitt stöff og allir vilja vera eins og töff og herra nasismi og fröken glóbal worming, einhvern veginn finnst mér þessi glóbal worming vera kvenkyns.

En ég var alveg ógó töffý í smóking eins og kannski allir, nema sumir, samt flestir, en ekki allir.




Ég er ekki að gefa í skyn að minn maður Krissie sé ekki töff í smóking, hann er fokking sjóðheitur í þessum andskota. En hvert er hann að horfa. Þúsund stig fyrir rétt svar? Úpps, vandræðalegt, ha?

B-Solid

|

Ýmsar upplýsingar:

msn: beggibambus@hotmail.com meil: bergurg@gmail.com