Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.



Gums




Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Já, ég var settur hingað aftur í Ráðhúsið. Get ekki sagt annað en það sé huggulegt að hanga inni svona 2-4 daga svona einstöku sinnum. Ég er nú samt orðinn frekar eirðarlaus hérna, auðvitað ætti ég að vera vinna lög fyrir Sjampó en listin hagar sér ekki eins og hundur sem hleypur í átt að manni þegar maður kallar til hans. Listin er mikið mun flóknari en svo. Það má nú segja að listin sé líf mitt þessa dagana og auðvitað má einnig færa rök fyrir því að líf mitt sé list. Það má ræða þetta í langan tíma en ég kýs persónulega að gera það ekki. Kannski má ræða ástæður fyrir því svo dögum skiptir en ég tel það ekki vera viðeigandi á þessum tiltekna vettvangi.


En að öðru, ég tel meira en líklegt að það hafi verið mér að þakka/kenna fer eftir því hvernig þú lítur á það að þessi nýja borgarstjórn myndaðist. Þetta hljómar kannski fáránlega en jú...lítum á málið.


Miðvikudaginn síðastliðinn þegar ég var að leysa af hérna í Ráðhúsinu bjallaði Dagur B. Gertz á mig í intercominu sem við erum hérna með frá bílastæðahúsinu og bað mig um að hleypa sér inn af því hann hafði gleymt bílastæðakortinu sínu, ég hleypti manninum að sjálfsögðu inn enda bý ég yfir gífurlega mikillli þjónustulund.


Bíðið nú aðeins við...hvað hefði gerst hefði ég ekki hleypt honum inn og sagt að hann yrði að sækja kortið, sem er auðvitað fávitaskapur af því ég er alltaf að hleypa fólki inn sem hefur geymt kortinu sínu, en ef ég hefði ekki hleypt honum inn hefði hann kannski ekki, kannski ekki náð að ræða við e-a aðila fyrir e-n ákveðinn tíma og Bjössi og Villi hefðu náð að ræða betur saman og leysa málið.


Þetta er allt gífurlega ólíklegt að þetta hefði verið niðurstaðan og eiginlega ómögulegt...en kannski, bara kannski.


Bílastæðasjóður er mikilvægari en þið haldið börnin góð.



Burgalicious.


Responses to “Gums”
  • Leave a Reply

          Convert to boldConvert to italicConvert to link

     


    Ýmsar upplýsingar:

    msn: beggibambus@hotmail.com meil: bergurg@gmail.com