Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.



Girnilegheitin góðu...




Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Réttur dagsins er tvímælalast foccacia. Þetta jafnvægi milli brauðsins og gumsins gerir þetta að guðdómlegu brauðgumsi. Að vísu var ekki til með pepperoni í Hagkaup í dag, það var slapp in the face, einungis til með skinku. Ég hélt samt alveg haus og kláraði vinnudaginn með sæmd. Aftur að þessu brauðgumsi þá er þetta úr eins og ég segi brauði og gumsi, veit ekki alveg úr hverju gumsið er úr. Þó held ég því fram að ostur, krydd, skinka og sveppir komi þar við sögu. Þessi grunur minn um innihald gumsins er þó ekki úr lausu lofti gripinn. Ég heyrði útundan mér tvo starfsmenn Hagkaupa ræða um innihald gumsins. Ég mun komast að innihaldi þess og ég mun ekki hætta fyrr en ég hef fundið nákvæmlega út hvert innihaldið er og einnig hvernig þetta gums er búið til.

Var að komast að því að "gums" er óhuggulegt orð og er ekki notalegt að nota það í sambandi við mat. Gums er svona að mér finnst eitthvað sem vellur upp úr sári á holdveikum manni, það er mín hugmynd um gums. Þannig að þegar ég hugsa þetta upp á nýtt, þá hefði ég aldrei átt að nota "gumsið", ég hefði átt að nota, pålegg, álegg, sjitt, stöff eða eitthvað sem höfðar til almennings.

Orðið "gums" var notað skemmtilega oft í þessari færslu og aldrei í sambandi við holdsveikt fólk, ég er ekki frá því að ég sé ofurhetja eða eitthvað álíka.

B-dawg


Responses to “Girnilegheitin góðu...”
  • Leave a Reply

          Convert to boldConvert to italicConvert to link

     


    Ýmsar upplýsingar:

    msn: beggibambus@hotmail.com meil: bergurg@gmail.com