Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.


þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Þriðjudagar eru svokallaðir dekurdagar hjá nokkrum drengjum í 5r, þessir drengir eru eiginlega bara Matgæðingakrúið. Á þriðjudögum er ég búinn klukkan 13.00 sem er ljúft og yfirleitt þegar ég kem heim fer ég vel með mig. Tökum til dæmis daginn í dag:

13:30 : skokkaði 8 km í sólskinsveðri um þetta undurfallega Seltjarnarnes og náði meira segja góðu tan-sessioni í leiðinni þar sem sólinn skein alveg fáránlega mikið framan í mig.

14:00 Eftir skokkið teygði ég og slakaði aðeins á.

14:30 Fór í heita sturtu og skrúbbaði á mér bossann.

15:00 Fékk 19 hreinar meyjar frá Indlandi "to feed me grapes". Að vísu voru engar meyjar en ég ímyndaði mér það, töff.

16:00 Fer aðeins í tölvuna segi frá þessum unaðslega degi.

16:15 O.C er að byrja í endursýningu, ég þarf að fara.

Þetta er alveg guðdómlegt.

Uppfært:


Þetta ætlar bara ekki að ganga hja Ryan og Marissu, ohh men. Alltaf þegar maður heldur að allt sé að lagast fer allt í bölvað rassgat. Svo líka þessi fokking Charlotte, hvað ætlast hún fyrir, hún er lævís, mér líst alls ekkert á hana. Sjitt. Þessi dagur er að fara í hundana eftir þennan djölfusins sjónvarpsþátt.

b-dawg

| mánudagur, febrúar 27, 2006


Já United tók sinn fyrsta titil í gær, það var ágætt, þó að þetta sé kannski ekki sá stærsti þá er þetta eitthvað. Mjög góður 4-0 sigur það er gaman þegar gengur vel, það er líka gaman að sjá hvað Cristiano Ronaldo er fáránlega köttaður og líka með svona skítheitt portuguese tan, alger meistari, alveg þess virði að fara úr teyjunni og fá gult spjald, hann hugsar líka um hommana og kellingarnar sem horfa á fótboltann. Hann er alger krúsíbolla.



Gúd sjitt. Djöfull voru svo Rooney og Giggs líka góðir, Giggs er svo sannarlega ekki dauður úr öllum æðum sei sei nei. Svo var allt liðið bara að standa sig með prýði.



Fáránleg krútt.



Við megum svo ekki gleyma krúttlega Kóreumanninum, krútt ársins, djöfull er þetta Manchester lið krúttlegt, þetta jaðrar við að vera kjánalegt.

b-dawg

| laugardagur, febrúar 25, 2006

Já það er stundum þannig að maður spilar á móti bölvuðum snarvitlausum bastörðum. Ég var að keppa með 2. flokki núna fyrr í dag klukkan 11:30 að staðartíma, getur verið að klukkan hafi verið eitthvað annað í veruleikanum af því þessi Garðabær er bara sjitt. Fokking bastarðar. Gróttan var að spila á móti Stjörnunni og um miðjan seinni hálfleik hrinti eitthver Stjörnumaður Gróttumaður fyrir eitthverja tæklingu Stefán, krúttlegi markmaðurinn okkar hljóp að honum og ýtti honum í burtu. Tók þessi Stjörnumaður ekki sig bara til og kýldi Stefán í grímuna, algert rugl. Þá byrjuðu þessi fáránlegu slagsmál þar sem varnarmaður Stjörnunnar hljóp yfir allan völlinn og kýldi gulldrenginn okkar Pétur í eyrað, kommon. Þetta er svo mikið rugl. Fokking Garðabær. Úrslit leiksins voru engin þar sem hann var dæmdur af en við skulum segja að þeir hafi haft yfirhöndina. Já það er til mikið af heimskum lúðum, sei sei já.

Eini ljósi punkturinn við þennan leik að þjálfari Stjörnunnar sem dæmdi leikinn var sá sem lýsir alltaf þýska boltanum, ég skemmti mér konunglega að hlusta á hann.

Svo er meistaraflokksleikur á morgun, ég verð að fara í heitt bað og fara vel með mig. Borða hollt og trúa á Guð, sælar.

Þetta er bara sjitt.

Fróðleikspunktur dagsins:

Ef maður rífur upp mosa vex illska í staðinn, svo passið ykkur krakkar mínir. Þetta er kenning sem ég formúleraði í síðasta verklega líffræðitíma, ég ætla sko að fylgja þessu eftir með gríðarstórum og dýrum rannsóknum.

b-dawg

| miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Já, það er gaman að þessum orðum þau eru svo djúp og merkingarþrungin. Ég er með dæmi um svona orsakarafleiðingu. Í gær þegar móðir mín kom heim frá vinnu, frekar seint, örugglega um níuleytið kom hún færandi hendi með glás af vínberjum. Þar sem ég hef enga sjálfsstjórn borðaði ég örugglega svona þrjá fjórðu á glásinni. Góð glás, toppglás. Allt í lagi með það og ég fer að sofa. Svo í skólanum í dag fann ég fyrir þessari glás í rassinum á mér. Já, Bergur þurfti að kúka. Það er kannski ekki frásögufærandi nema það ég leysti mínar hægðir í skólanum, í fyrsta skipti. Núna í fimmta bekk, það er auðvitað fáránlega slappt. Það kannski ekki það ég að hafi ekki viljað kúka í skólanum sem ég vil auðvitað ekkert mikið, miklu þægilegra að gera þetta á heimvelli. En ég bara gerði mitt og leið svona vel eftir á og varð alveg fáránlega rólegur sem varð til þess að ég og Kristján rústuðum Hávamála fyrirlestrinum okkar. Þetta er alveg magnað.

Orsök: Glás af vínberjum

Afleiðing: Hægðir í Menntaskóla

Afleiðing II: Rúst í íslenskufyrirlestri.

Ég er þó ekki að segja að þessi fyrirlestur hefði verið katastrópha hefði ég ekki leyst mínar hægðir í miðbæ Reykjavíkur, það er samt mikið skemmtilegra að halda það. Já, ég held það.

Ég held að þessar skólahægðir hafi verið vendipunktur í lífi mínu.

Arty mynd dagsins:


Já það er sko kúl að vera arty...



b-dawg

| mánudagur, febrúar 20, 2006

Já þetta ætlar ekki að hætta, enn og aftur er ég umkringdur elítu Íslands núna rétt í þessu var Silvía Nótt eða Ágústa Eva næstum búinn að keyra yfir mig er ég arkaði niður Laugarveginn, vá þetta var magnaður andskoti, hún gaf mér og Eyþóri alveg greinilegt augnaráð, hún vildi okkur báða, en við látum ekki eitthverja stelpuhnátu brjóta vetnistengja vináttu okkar. Fyrir þá sem hafa ekki lært lífræna efnafræði eru vetnistengi einstaklega sterk. Við létum því Ágústu vera og reyndum ekkert að vinna með þessi augnaráð sem við fengum. Þetta er ekki allt, þegar ég var að spila með meistaraflokki Gróttu um daginn á móti ÍH skoraði Gillzenegger, ekki fyrir Gróttu heldur ÍH, ég fattaði þetta ekki fyrr en bróðir minn kær benti mér á þetta á fótbolta.net, alveg magnaður andskoti.

Snilldarsnilld.

Kannski fáránlega slappt að láta Gilzinn setja mark á sitt lið, en mig minnir að þetta hafi verið ágætlega gert hjá stráknum, já, aldeilis.

uppfært:

Myndir eru komnar af árshátíðinni...Doddi bró er algert góðmenni.

b-dawg

| laugardagur, febrúar 18, 2006

Þetta var súrt...

Verskuldað...

en súrt

Poor Smithy.

b-dawg

| föstudagur, febrúar 17, 2006

Tók mynd af mér hérna fyrir utan húsið í gær, ekkert athugavert við það nema að þegar ég skoðaði myndina í tölvunni var ekki þessi risastjóra halastjarna fyrir aftan mig, það var kannski ástæðan fyrir að eitthvað hús nokkrum tugum metra ofar í götunni sprakk í loft upp meðan ég var að taka þessa mynd, magnað alveg.



Það var árshátíð Framtíðarinnar í gær, hún var einstaklega ánægjuleg. Verðlaunin fyrir sveittasta gaur gærdagins fær......gaurinn sem stendur hliðina á Begga á þessari stórgóðu mynd. Ég ætla að nefna hann Konráð. Konráð hinn sveitti, þessi á eftir að ná langt.



Haha, fyndið mál.


b-dwag

| þriðjudagur, febrúar 14, 2006

nuqneH

qaStaH nuq? Heghlu'meH QaQ jajvam.tlhIngan Hol Dajatlh'a'.tlhIngan Hol vIjatlhlaHbe'.Dochvam vISop net pIH'a'? ravDaq jIQongnISqu''a'? jachchoHmeH 'Iwraj penaghtaH.

Í dag ákvað ég að blogga á klingonsku.


Ég skellti myndum inn frá laugardeginum, ég skemmti mér konunglega, eins og soldán? Ha antithesis? Þetta var samt ekki á klingonsku, klingonskukunnátta mín verður að enda eitthvers staðar það er alveg ljóst. Myndirnar frá helginni er í efnisflokknum "skemmti og gamanmyndir" hér til hliðar.


Bergur og Sindri að útúrflippast eitthvað, tíhíhí;) OMG!!!

Haha, ein af mínum uppáhalds, hinar eru líka mjög góðar margar hverjar. Snizzle fosizzle.

Umsögnin um Holtið er komin á Matgæðingana...fáránlega gott sjitt.

b-dawg

| laugardagur, febrúar 11, 2006

Gæðingarnir fóru á Holtið síðastliðinn föstudag, það var fáránlega gott. Alveg yndislegt, ítarleg lýsing mun koma brátt á Matgæðinga, en hérna eru myndir, ég setti þær bara á upphafssíðuna þannig að myndirnar koma beint og hægt er að fletta neðst. Þetta var alveg magnað, vá.

Eitt annnað, djöfull er Ronaldo minn að blómstra, ég vissi að strákurinn hefði þetta í sér, svo tapa Chelsea líka, ég er ekki frá því að þetta sé útópía kempunnar líka, að vísu tapaði undirritaður á móti KR fyrr í kvöld 6-4 það var ömurlegt, jæja gleymum því þá er þetta alveg top notch.


b-dawg

| fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Ég skellti inn myndum úr afmæli nokkurra prýðilegra og vörpulegra ungra drengja sem héldu upp á heilagt afmæli sitt síðastliðinn föstudag, ekki margar myndir en Lárus nokkur Potter fór hins vegar á kostum. Myndirnar má nálgast hér til hliðar. Einnig má til gamans geta að Lárus Potter galdraði fram þorramatshlaðborð í þessu samkvæmi við mikla kátínu afmælisgesta, ég tók hins vegar ekki myndir af hlaðborðinu af því það var ósýnilegt.


Jæja ég ætla að fara gera eitthvað hræðilegt, guðlasta eða eitthvað.

b-dawg

| miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Nýi yndisaukinn í lífi mínu er tvímælalaust hinn stórgóði þáttur "Bold and the Beautiful", fáránlega góður þáttur. Það gerist ekki helvítis neitt í þessum þáttum og einn búðarferð hjá aðalpersónunum tekur um það bil sjö þætti, þessir karakterar gera ekki djöfulsins neitt nema tala saman á dramatískum nótum, það er yndislegt. Gamla rauðhærða konan er þó uppáhaldið mitt, hún er alltaf með svona sápuóperugeiflur þegar hún er í mynd og er ekki að tala.


Sally Spectra




Eva Longoria hver, össs.

Tók B and B maraþon um helgina í stað þess að læra undir stærðfræðipróf, sooo worth it. Ég ætla að taka annað um þessa helgi. Mig langar ógeðslega að vera karakter í þessu batteríi. Ég held að heita eitthverju fáránlega töff nafni eins og Tyrone Westmore, það væri geðveikt.




b-dawg

| mánudagur, febrúar 06, 2006

Ég er stundum að asnast að myspace ég veit eiginlega ekki af hverju það er bara svo artý og töff. Ég fann þetta:



I May Be Fat... But You're Ugly- I Can Lose Weight




Þetta er kommentið sem þessi stelpa skrifaði, þetta er fyndnast í heimi. Á ég að fylgja þessu eftir með annarri fáránlega góðri mynd.



Ég ætla sko að adda þessari beyglu, that booty is mine!


b-dawg

| sunnudagur, febrúar 05, 2006

Það var snilld þegar Eiður Smári fiskaði Hóse Reina útaf, hann gerðir þetta mjög vel strákurinn, mjög taktíst hjá honum. Ég er ekki frá því að Eiður Smári sé bestur í að fiska spænska markmenn útaf og hann er snillingur að fiska menn sem heita Jose útaf. Þetta gat ekki klikkað. Eiður inná Hóse útaf, þetta er eins og að diffra fasta, maður veit alltaf hver útkoman verður.

Sanngjarn sigur samt sem áður. Englandmeistaratitillinn farinn en annað sætið færist nær. Ég trúði heldur aldrei að Man Jú myndi ná þessum titli, hélt svona semi með Chelsea í dag. Þetta var auðvitað hendi á Eið okkar Smára. Hann er samt frá Íslandi eru þeir ekki súkkulaði, ég held að þeir megi alveg höndla boltann með höndunum. Þessir íslenskur maður,Heiðar líka, hann lækkaði að vísu í áliti hjá mér þegar hann var að atast í Vidic í gær, það var kjánalegt.

Eitt orð fyrir stelpurnar:

...eldavél.


b-dawg

| föstudagur, febrúar 03, 2006

Mig langar ógeðslega að fá mér svona krúttlegan bleikan svínasparibauk úr postulíni og safna alveg milljón peningum svo þegar ég ætla að kaupa mér eitthvað þá brýt ég hann með hamri. Ég vill bara að eiga hann svo ég geti verið í þeirri stöðu að þurfa að brjóta hann með hamri til þess að kaupa mér eitthvað stórfenglegt. Það væri undraverð lífsreynsla, vá hvað ég hlakka til þess að koma þessari "operation" í gang svo ég sletti aðeins.

I shall call it operation: "postulínssvínasparibaukursemhægteraðbrjótameðhamri-
þegarégvilogánægapeningatilþessaðkaupaméreitthvaðstórfenglegt"

Vá þetta var langt, ég ætla að fá mér lúr.

en fyrst útskýri ég þennan titil á blogginu mínu. Núna rétt í þessu var ég að tala við bróður Bubba Mothens, sjitt vá. Þetta var Arthur Morthens, bróðir skilurru Idol dómarins og þarna söngvarans líka, sjitt og vá og bitts! Samtalið var eithtvað á þessa leið:

Bergur meistari alheimsins: Uuuuuuuu......halló.

Arthur Morthens: Heill og sæll er Sunneva við?

Bergur meistari alheimsins: Jább, bíddu aðeins.

Arthur Morthens : Takk

Omg og sjitt og vá!


b-dawg

| fimmtudagur, febrúar 02, 2006


Við erum svo að fara tapa þessum leik á móti Normönnum. Það er flottara að segja Normenn í stað þess að segja Norðmenn. Það er eitt sem hefur vakið athygli mína á þessu móti sem er allir eru að tala um. Ég veit ekki alveg hvað þessi svokallaði "handbolti" snýst um. Mér hefur þó tekist að komast að nokkrum hlutum sem gætu skýrt þennan undarlega leik aðeins betur.

Það eru held ég 7 menn inn á vellinum og þeir reyna ítrekað að klessa á þennan varnarmúr sem hitt liði myndar þegar það er að verjast.

Menn reyna alltaf að vera ógeðslegir á svipinn þegar þeir klessa á þennan svokallaða varnarmúr.

Menn verða svo að vera helst stórir rumar sem hlaupa klunnalega.

Svo er það sem mér finnst vera alger ráðgáta. Til hvers er þessi lína, menn eru ávallt lentir áður en þeir ná að skjóta á markið nema í örfáum tilfellum.

Allar mömmur virðast æsast yfir þessum leik, sérstaklega þegar "íslensku strákarnir" eru að spila.

Beisikklý eru þetta 14 karlmenn að hommast í sextíu mínútur, öll kurl er þó ekki komin til grafar í þessu máli og ætla ég núna að fara að horfa á Ísland tapa, eða vinna og læra þennan leik aðeins betur.

Svo er kominn ný ayglýsing fyrir síðuna mína sem verður komin á alla netmiðla sem þið getið nokkurn tímann hugsað ykkur áður en þið getið staðið upp farið í krabbastöðu og sagt:"mig langar í kotasælu".

Hérna eridda:



Þetta er eitthvað bilað, gríðarlega vond gæði, en jæja, þetta er samt geðveikt stuð og fjör.

b-dawg

|

Ýmsar upplýsingar:

msn: beggibambus@hotmail.com meil: bergurg@gmail.com