Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.



Áfram Ísland




Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



1.Það var gaman þegar við unnum þessa gaura frá Svíþjóð í handbolta. Ekki af því ég hef e-ð gaman af handbolta, sem er einmitt leiðinlegur. Nei mér fannst lýsingin á leiknum kómísk. Það gleður nú líka alltaf Íslandshjartað þegar íslenskt afreksfólk gerir góða hluti, nema í sundi ég ber enga virðingu fyrir því. Ekki sjens.

2.Ég mætti til vinnu í dag. Þar með lauk mínu glamúr-öryrkjatímabili sem náði yfir um það bil 20 daga, það var fáránlega ljúft. Þar sem gjálífi, slökun og skokk, tók allan minn tíma. Nú þarf ég að fara vinna fá pening og eyða honum svo í e-a bölvaða vitleysu. Toppurinn.

3. Hagfræði varð að lokum fyrir valinu hjá Gunnarssyni.

Sum up: Sund er tæpt sport, ég var einu sinni partýöryrki sem verður að lokum ógeðslega nettur, tanaður, flexköttaður æðislegur hagfræðingur. Núna í dag, slæ ég hins vegar gras hjá Seltjarnarnesbæ. Bíðiði bara. Það má líkja mér við, nei hvað ég er ég að bulla. Það er ómögulegt að líkja mér við e-ð, ég er gjörsamlega guðdómlegur og á mér enga hliðstæðu. Eins og The Rock, já ég kannski líki mér við The Rock. Jább, Dwayne "The Rock" Johnson hérna kem ég.




Þetta er frekar basic dæmi, samt alveg ÓGÓ FYNDIÐ!. DJÓK!!11!!




b-zupreme


Responses to “Áfram Ísland”
  • Leave a Reply

          Convert to boldConvert to italicConvert to link

     


    Ýmsar upplýsingar:

    msn: beggibambus@hotmail.com meil: bergurg@gmail.com