Það gekk virkilega vel hjá mínum mönnum í dag gegn Chelsea eins og hvert mannsbarn veit núna. Nema mögulega mannsbörnin á Gaza, þau eru upptekin við að láta slátra sér. Kannski ekki fallegt að orða þetta svona, þetta er hins vegar kaldur veruleikinn. Nístandi kaldur. Já ég sagði nístandi.
Svo ég snúi mér að léttari málefnum. United rúllaði upp Chelsea 3-0 í dag. Svona alvöru ánægjuleg úrslit.
Einmitt. Hetja.
Gunnarsson út.
Ég týndi strokleðrinu.
Leysti málið með því að hætta að gera mistök.
Basic.
Gunnarsson út.
...Er það að heyra hóp af bensínafgreiðslufólki rökræða um það hversu margar canjun og beikonpylsur eigi að steikja yfir daginn.
Ég hef ekki fjárhagslegt bolmagn í að tríta strákinn með canjungleði eða beikonsælu. Svo ég fékk mér vínarpylsu. Hún smakkaðist.
Gunnarsson út.
Já ég varð fyrir því óhappi síðastliðinn laugardag að trýnið á mér brotnaði. Svona alvöru vesen. Núna er ég með skakkt trýni. Hingað til hef ég ekki gert mér grein fyrir þeim lífsgæðum sem fylgja því að hafa þráðbeint trýni.
Fyrsta lagi er bara gríman mun straumlínulagaðri og því er minni loftmótsstaða í almennu rölti.
Öðru lagi er ekki smart að hafa skakkt trýni. Það fer enginn að segja mér að Owen Wilson hafi unnið lífið á e-n hátt, ekki sjens.
Þriðja lagi það er óþægilegt að hafa skakkt trýni, byrgir mér sýn, vont mál.
Fjórða lagi mér er fokking illt í trýninu, geri ráð fyrir að það sé tímabundið, veit þó ekkert um það.
Leiðindamál.
Uppfært:Háværar raddir hafa beðið um myndefni til frekar útskýringar. Slík mynd er hér.
Gunnarsson út.
Þá er svona nýtt ár komið. 2009. Þetta verður krefjandi ár. Sérstaklega í ljósi þess að "t" takkinn á tölvunni minni er giving me shit svo að það er virkilega erfitt að koma frá sér þessum t-orðum. Ég vissi ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki orð eins fjölda orða sem byrja annað hvort á t eða eru með t e-s staðar á leiðinni. Eins og Robert Mugabe. Hvar væri ég án hans. Gunnarsson spyr. Fátt er um svör.
Ég geri mögulega e-ð svona uppgjör þar sem ég er ógeðslega fyndinn og e-ð.
Gunnarsson út.