Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.



Slap in the face mar....




Remember me (?)



All personal information that you provide here will be governed by the Privacy Policy of Blogger.com. More...



Þetta var slap in the face maður. Mér er svona eiginlega sama, ég er ekki bitur eins og Gísli Marteinn. Samt hefði verið gaman að sjá hana Selmu. Hey já einmitt ég er búinn í prófum. Þetta gekk ágætlega en ekkert mikið betur en það.

Var að keppa við hnakkana í HK, viti menn þeir eru alveg jafn miklir hnakkar og þegar við spiluðum við þá síðast og viti menn við skitum alveg jafn mikið á okkur og síðast. Ég tók sweeperinn á þetta, það var sko ekki gaman, sérstaklega ekki þegar maður er lélegur og er asnalegur og lætur eitthverja HK-FG-Versló-fávita hnakka vinna sig, súrt.

Snúum okkur að glaðlegri og skemmtilegri málefnum, það var pudding-dagur í dag hjá kempunni. Kempan bjó til pudding eða búðing á góðri íslensku og satt að segja gerði kempan ógeðslega góða hluti. Þessi búðingur var án vafa einfaldlega einn besti búðingur í Norður-Evrópu, enda fékk kempan mikið lof fyrir. Hérna eru myndir af herlegheitunum og bauð kempan nokkrum öflugum einstaklingum til þess að slátra þessu kvikindi. Kempan keypti líka rjóma maður, flottur gaur. Eins og sjá má vakti þetta mikla kátínu hjá fólki og þetta fólk hámaði búðingin í sig eins og villimenn.



Djöfulsins meistarar.

Svo ætla ég að tala um tvo sjónvarpsþætti einn er á rúv og hinn er á rúv, vá djöfulsins schnilld er það, auðvitað er ég að tala um aðþrengdar eiginkonur, en ég ætla ekki að byrja á honum, ég ætla að byrja á þættinum Little Britain, alveg fáránlega fyndnir þættir. Gríðarlega góðir karakterar þar á ferð, til dæmis Daffyd the only gay in the village og Vicky, hérna er Daffyd:



Svo ætla ég að tala um þær aðþrengdu. Tal, tal,tal,tal sjitt:



Sælir....

Þingvellir á morgun? Yeah but no but yeah?

Já ég held að það sé málið, allaveganna það finnst sumum en hinsvegar ekki öðrum.

Sjitt þær aðþrengdu eru að skella á....

B-dawg


Responses to “Slap in the face mar....”
  • Leave a Reply

          Convert to boldConvert to italicConvert to link

     


    Ýmsar upplýsingar:

    msn: beggibambus@hotmail.com meil: bergurg@gmail.com