Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.
Var gífurlega ósáttur með síðasta blogg. Vantaði allan sjarma í það. Þar sem ég er þekktur fyrir að vera sjarmatröll finnst mér það undarlegt hvernig svona hlutir gerast. En svona er lífið, meistarinn verður bara að sætta sig við það.
Var að horfa á íþróttafréttirnar á stöð 2 í gær, það er eitthver nýr gutti þarna sem á víst að vera geysilega efnilegur í íþróttafréttamennskunni. Ber hann nafnið Benedikt og er hann greinilega ekkert gríðarlega skarpur. Fyrst blöskraði mér þegar ég sá hann á skjánum. Eins og sést á mynd þessari er stendur skyrtukraginn upp úr hægra megin hjá honum Benna mínum. Ekki veit ég hvort þetta er eitthver ný tíska hjá þessum unglingum eða honum hafi fundist þetta vera töff. Mér finnst þetta mjög ósmekklegt og varð ég öskuillur. Svo var hann að lýsa atburðarás í leik Celtic og Motherwell og sagði hann þegar Celtic voru yfir 3-1, "voru þá Celtic komnir með annan fótinn á sigurinn", svo sagði hann:"honum langaði að skora", ég geri mér alveg grein fyrir því að maður klúðrar sögninni "að langa" stundum, en ef maður er í sjónvarpi má það hreinlega ekki gerast. Svo er hann líka bara svo asnalegur á þessari mynd, pjiff. Ég er ekki að meta þennan member í stöð tvö news team. Að vísu tók ég myndina á símanum mínum þegar hann var að tala en þrátt fyrir að hann væri að brosa og vera kúl væri hann samt sem áður bjánalegur.
Ég hefði snappað hefði ég ekki verið nýkominn úr baði þar sem ég notaði Radox baðsápu, það stóð á flöskunni:"stress relief herbal bath", svo stendur líka:" with rosemary reonwned to relieve tension and restlessness". Tær snilld alveg.
Ég held bara að ég sé sáttari með þetta blogg, alvörublogg, fullt að spennu, hasar og drama. Svona vil ég hafa það.
b-dawg