Tillitssemi...Já tillitssemi, það er orð sem ekki margir þekkja nú til dags. Ég þekki það vitaskuld en það á nú svo sannarlega ekki við um ungu kynslóðina. Ég ætlaði að labba upp í strætó í dag, kom þá ekki þessi ungi krullótti drengur og labbaði hreinlega í veg fyrir mig. Mér auðvitað brá í brún eins og lesendur geta ímyndað sér. Ég gaf auðvitað frá mér hávært "pfff" en þessi krullótti bastarður virtist ekkert kippa sér upp við það. Hvert fór sjentilmennskan?
Hef eytt ómældum tíma undanfarið að hlusta á pottþétt 12, þar eru góðir slagarar eins og:
Will Smith - Just the two of us
Spice Girls - Stop
Boyzone - All that I need
Gamla klassíkin.
Hvað í andskotanum er að Ameríkönum, geta þeir ekki klárað sjónvarpsþættina sínar almennilega, alveg eftir þeim að vera með eitthver svona helvítis leiðindi. Fyrst O.C svo Desperate Housuwifes og að lokum Lost, hvað í andskotanum er að þessu fólki. Kappinn er ekki nálægt því að vera sáttur þar af leiðandi er hann ósáttur.
Helvítis feitabollur í vestri...kúkalabbar.
b-dawg
Kappinn er gríðarlega sáttur með hvernig United-liðið er að performa þessa stundina. Þeir líta út fyrir að vera mjög solid þessa stundina, þrátt fyrir að dómarinn í leik minna manna í dag hafi skitið alveg hrikalega mikið á sig og þó skeit hann langmest á góðvin minn Cristiano Ronaldo og lagði hann eins og ég kýs að kalla það dómaralegt einelti.
Þrátt fyrir þetta vesen var sigurinn sannfærandi og ég kvarta ekki meðan við strákarnir erum að hirða þessi þrjú stig sem eru í boði.
Við strákarnir maður...
Ég reyni að halda aftur af mér en þegar fótbolti er mér svona ofarlega í huga þá kemst ég ekki hjá því að blogga um hann, þannig að ég enn og aftur skelli ég nokkrum orðinn fyrir kellingarnar...haha ég er harður gaur.
Rakakrem, krullujárn, naglalakk, húsverk og háhælaðir skór.
b-dawg
Skuggalegheit...Það er búið að vera sérdeilis prýðilegt í skólanum. Bekkurinn að gera ágæta hluti. Það var verkleg líffræði í dag. Fórum við nokkrir kappar upp í Öskjuhlíð að týna jurtir af tagi ýmsu. Eftir að hafa eytt um það bil hálftíma í Öskjuhlíðinni þá er ég alveg handviss um að þetta sé mun skuggalegri staður en almenningur vill halda. Þarna fundum við auðvitað hasspípu og þetta venjulega. Svo fundum við líka ílát sem var hálffullt af blóði, blóði ég segi ykkur. Það er alveg greinilegt að í Öskjuhlíðinni er ekki bara gríðarlega eiturlyfjaneysla heldur líka líffæraskipti, barnafórnir og berklasjúklingar sem hósta ógeðslega mikið ofan í plastílát af einhverjum ástæðum.
Geysilega myrkur staður og mun ég ekki fara þarna aftur í bráð. Við strákarnir vorum held ég bara heppnir að hitta ekki á einhvern óskapnað í þessari bölvuðu Öskjuhlíð.
Fundum hinsvegar gríðarlegt magn af fallegum jurtum, já alveg magnað hvað fallegir hlutir geta vaxið á svona líka djöfullegu stöðum. Þetta gullna jafnvægi heimsins, sei sei já.
b-dawg
Jebb, ég hef algerlega ekkert að gera...
Meistari fótósjopp maður.
Var að lesa í bók um hund einn sem fann lykt af krabbameinsfrumum, mig langar sko í þannig hund. Er eitthver sem getur reddað mér þannig kvikindi? Það væri alveg brelliant.
b-dawg
Þessi kúltúr...Manni blöskrar alltaf jafn ógeðslega mikið þegar maður fer í bæinn á menningarnótt. Ég og Kristján fórum þarna í sakleysi okkar á tónleika í portinu á bakvið Sirkus. Þar voru Singapore Sling og Rass að spila, ég skemmti mér ágætlega, það var mikið um spútnik lið, sem er þó allt í lagi á meðan það er ekki að angra mig. Ég varð vitni af þokkalegum mosh-pit þegar Rass voru að spila þó að Kristjáni hafi ekki mikið til koma. Hann er auðvitað tónleika-gúrú og hefur séð þá ófáa mosh-pittana.
En það er fátt sem pirrar mig meira en helfullir 11 ára krakkar með bakpoka öskrandi og syngjandi, það á einfaldlega að lóga svona einstaklingum.
Svo á líka að lóga Chelsesaliðinu, þeir eru asnalegir að vinna leiki eins og eitthverjir hommar.
Talandi um homma.
Kappar þarna á ferð.
Svo er bara skólasetningin á morgun, ég nenni svona eiginlega ekki í skólann. Mig langar að vera heima og horfa á myndir á stöð tvö bíó. Þær eru indælar, það er indælt að setjast niður í huggulega sófann okkar og horfa á eitthverja indæla mynd á þessari rás.
b-dawg
Ekki er laust við það að kappinn sé eilítið pirraður þessa stundina. Var að sjá um æfingu hjá fimmta flokki Gróttu hérna rétt áðan. Þeir voru ógeðslega leiðinlegir röflandi og vælandi alla helvítis æfinguna. Svo voru þeir um það bil 40 á þessari æfingu og ég var einn að sjá um öll þessi kvikindi.
Gerum skýringardæmi:
- 1 væl og 1 röfl per kvikindi.
- 40 kvikindi
- Hvert kvikindi röflar um það bil einu sinni á 2 mín og vælir um bil einu sinni á 4 mín.
- Æfingin er 60 mín
- 1 röfl X 40(kvikindi) X 30(60/2=30) = 1200 röfl
- 1 væl X 40(kvikindi) X 15(60/4=15) = 600 væl
Ég fékk semsagt 1200 röfl og 600 væl á þessari æfingu.
Eftir nánari athugun komst ég að því að þetta skýringardæmi er bull. Ég fékk ekkert svona mörg röfl og væl, samt doldið gaman að þessu. Ég fékk samt sem áður nógu djöfulli mikið af væli og röfli. Á mínum yngri árum í boltanum röflaði ég ekki né vældi, ég var harður og er enn.
Eins og sést berlega á mynd þessari.
b-dawg
Þessi títtnefnda mynd af Kristjáni Jóni og Gunnari þegar þeir voru þjónar í brúðkaupi einu kemur hér loksins.
Flottir strákar, það verður seint tekið af þeim.
Horfði á bíómynd eina áðan. Ég virðist hafa misst þolinmæðina í að klára bíómyndir nú til dags. Mig langar alltaf að hætta þegar um það bil 83% er búið af myndinni og oftar en ekki geri ég það. Þetta er bara ellin held ég. Ég var áðan að horfa á Juwanna Mann, ég tel líklegra að það hafiverið myndin frekar en þolinmæðin sem var þess valdandi að ég gafst hreinlega upp. Enda ótrúlega vond mynd þar á ferð.
b-dawg
Hrottafenginn...
Ég skemmti mér ágætlega um helgina. Ég gerði mér ferð í bæinn og hitti þar margt fólk sem ég elska að hitta. Þetta var gott kvöld, þetta laugardagskvöld.
Svo var líka brúðkaup um helgina, ég var chauffeur, það gekk áfallalaust. Gunnar Örn og Kristján Jón voru þjónar í brúðkaupi þessu og stóðu sig líka svona ógeðslega vel. Náði einni mynd af þeim "on the job".
kemur seinna, þetta blogspot er með leiðindi.
Hérna kom maður um 09:48 og setti um enska boltann hjá okkur, ég er guðsfeginn, ég veit ekkert hvað hann hét, Hann var doldið Hannesar-legur, ég kalla hann bara Hannes. Hannes setti þetta upp og hvarf á braut, hann var hress. Hann gleymdi símanum sínum ég vissi ekki hvað ég átti til bragðs að taka, ég ákvað að bíða og gá hvort hann myndi snúa til baka og sækja símann sinn. Viti menn, kom Hannes ekki og náði símann. Hann brosti til mín þegar ég lét hann fá hann. Fínn gaur hann Hannes.
Já, ég er hættur að vinna. Jess!
b-dawg
Pirringur...Er þetta eitthvað heljarstór samsæri um að planta hundaskít allsstaðar þar sem Beggi ætlar að slá með orfinu sínu?
Hver stendur fyrir þessu?
Ég gruna Kayne West, hann horfði eitthvað skringilega á mig um daginn.
Ég hef fengið nóg af þessum hundaskít, þetta er ekki tilviljun lengur, ég ætla bara að hætta í þessum sláttuhóp.
b-dawg
Tryllingur...Gærkvöldið var algerlega tryllt. Beggi skemmti sér konunglega. Það var "Himingeimur 2003" reunion í gær á Nasa. Fyrir þá sem eru heimskir og vita ekki hvað "Himingeimur 2003" þá var það freestylehópur okkar félaganna Lalla Potter, Lúlla og auðvitað Beggameister. Tókum þátt í freestylekeppninni árið 2003 og lentum í fjórða sæti. Að vísu var ekki greint frá því hvaða hópur varð í fjóðra sæti, en ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að við höfum lent í sæti númer fjögur.
Við tókum okkur til og fórum á "Gay Pride" hátíðina á Nasa. Þar var meistari Páll Óskar að gera gríðarlega góða hluti sem snúður kenndur við plötur. Við drengirnir skunduðum upp á svið og þar voru samkynhneigðir meistarar sem sögðu okkur að það væri regla að fara úr að ofan. Við létum ekki segja okkur það tvisvar og rifum okkur úr að ofan og dönsuðum með meisturunum.
Svo kom meistari Felix Bergsson og dansaði með okkur úr að ofan auðvitað, náðum því á mynd enda sögulegur atburður.
Flexi frændi maður...
b-dawg
Djöfull eru teenage mutant ninja turtles kúl, þeir nota "dude" geðveikislega ýkt mikið. Það er ýkt vírað.
Þessi Jessica Simpson er vitlaus. Þó að hún geti sungið og er ágætlega flott má hún ekki taka gríðarlega gott lag og klámvæða það með hjálp föður síns, þetta er bara ekki fallegt.
Neita því þó ekki að ég hafi gaman að þessu myndbandi.
Jessica heimska er samt búinn að rústa þessu lagi algerlega, frekar langt frá því að vera sáttur. Jafnvel geng ég svo langt að segja að ég sé ósáttur.
Ég fæ illt í sálina þegar ég sé og heyri svona lagað, ég er viðkvæmur gaur stelpur.
b-dawg
I´ll take to the candyshopI let you lick the lollipop mar...
Greinilega gríðarlega mikil ánægja með þessa mynd af mér baði, enda er ég sáttur við líkama minn og skammast mín ekkert fyrir að sýna hann á opinberum miðli.
Ég var að horfa á heimildarþátt um dýralíf á Kúbu um daginn, viti menn þar lifa eðlukvikindi sem kallast "kempur". Lýsingin var að þær væru stórar, vígalegar, jurtaætur, yfirleitt friðsamar og lifa á Kúbu. Enda væri frekar kjánalegt að fjalla um eðlur sem lifðu ekki á Kúbu í þætti sem fjallaði um dýralíf Kúbu. Það væri svo kjánalegt að ég myndi að öllum líkindum byrja að kalla mig Harry Potter. En aftur að lýsingunni á þessum meistaralegum eðlum þá passa ég algerlega inn í þessa lýsingu að vísu lifir mín tegund ekki á Kúbú og ég er ekkert sérstaklega hrifinn af jurtum, þó kemur fyrir að ég narti aðeins í aloe vera jurtina í herberginu mínu. Það er nú bara eðlilegt. Ég tel mig allaveganna ekki vera jurtaætu fyrir vikið. En alveg skuggalega mikið líkt með Begga kempu og "kempueðlunni", kemur kannski ekkert á óvart.
Var að vafra um vefinn fann spurnignu eina á vísindavefnum og hljóðaði hún svo: "Hver er tilgangur lífsins"? Svarið var upp á ógeðslega marga fiska:
* Tilgangurinn býr í lífinu sjálfu
* Tilgangurinn er ekki í lífinu sjálfu heldur verðum er það okkar hlutverk að gefa lífinu tilgang
That´s deep man.....deeeeep.
b-dawg
Hver man ekki eftir auglýsingunni? Þótt myndefnið verður að teljast töluvert meira aðlaðandi en þá, sei sei já.
b-dawg