Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.


fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Ég ákvað núna í gær að byrja að borða aðeins hollari mat en ég hef gert síðastliðinn 5 ár. Ég hef nú orðspor á mér fyrir að vera hálfgerð sætatönn þar sem ég sjaldan fer í sjoppu án þess að koma með eitthvað nammkyns út. Þetta er ekki vegna þess að mig langi sérstaklega í þetta nammi eða gos sem ég keypti heldur meira það að víst ég var kominn inn í sjoppuna þá væri alveg eins gott að kaupa sér eitthvað. Sem sagt sjálfsagi minn er ekki gríðarlegur.

En nú skal verða breyting á, í gær drakk ég einungis örlítið gos og í dag drakk ég ekki neitt. Ég borðaði líka eiginlega bara hollt í dag, auðvitað er ekki hægt að snúa þessu algerlega við. Mamma mömmu minnar sem sagt amma mín bauð mér Celebrations fyrr í dag, ég afþakkaði, ég er alveg kjánalega sáttur með mig.

En það er auðvitað myrk hlið á þessu máli eins og öðrum. Núna er klukkan 18:38 og mér líður bara allskostar ekkert vel, ég tel það vera þessa bölvuðu hollustu. Ég er þreyttur, með nefrennsli og hef enga löngun til þess að læra stærðfræði, sem er kannski ekkert nýtt. Ég ætla að sjá til á morgun, ef ég held þessari hollustu áfram þá bíð ég bara eftir því að svarti dauði banki á dyr Djammgarða 16. Svo er ég að detta í bölvað ofmat með því að vakna kl 06:00 á morgun og fara að lyfta með mínum manni Eyþóri, kæmi mér ekki á óvart ef ég myndi koma út úr Þrekhúsinu með lifrarbólgu C.


Krakkar borðiði sjitt.

b-dawg

| miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Það er nú bara kjánalegt hvað Prison Break er góður þáttur, hver mínúta er mögnuð, hver mínúta er eins fæðing barns, svo mögnuð er hún, já ég segi það satt. Eftir hvern þátt sit ég í svona um það bil átján mínútur og jafna mig með því að horfa á So you Think You Can Dance sem ég tók upp um daginn. Alveg. Ég hef ekki verið duglegur að skrifa í þessa stafrænu dagbók mína nýlega, það er nú bara vegna þess að ég eiginlega nennti því bara ekki.

Ég var í body pump áðan, ég er ónýtur, það mætti alveg segja að þetta body pump væri jafn erfitt og Prison Break er skemmtilegt, ég fékk mér samt prótínsjeik eftir á, nú er ég að lifa sjúklega hollu líferni. Húrra fyrir stráknum. Ég var að fá ný heyrnartól, snúran er ekki alveg nægilega löng, ég þarf aðeins að beygja á mér bakið til þess að geta hlustað á tónlist í tölvunni með góðu móti, en það er algerlega þess virði. JT er alltaf þess virði.


b-dawg

| fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Ég er drullublankur, ég á engann helvítis pening. Ég á að vísu orlofið mitt en ég ætlaði að reyna að geyma það þar til ég fer til Englands, já þá verður gott að eiga pening. Ég var að hugsa um alla þessa peninga sem ég hef eytt í Matgæðingastörf, upphæðin er geigvænlega mikil. Við erum búnir að fara á um það bil 40 staði, oftar en ekki er máltíðin 1000 kr + og stundum jafnvel 4000 kr+ eins og gerist þegar Gæðigarnir fara fínt. Ég sé þó engann veginn eftir þessum peningum félagskapurinn og maturinn er fyllilega þess virði svona eftir á að hyggja. Þetta er sokkinn kostnaður, þeir sem eru að læra viðskiptafræði vita hvað ég meina. Ég sé þó eftir einu.

Þegar ég var lítill snáði úti Englandi fyrir nokkrum árum var ég á einhverri svona "Millenium" sýningu eða "Millenium display" á engisaxneskunni, þar var svona sérstakur "Millenium" peningur eða "Millenium coin" á engisaxneskunni til sölu. Þetta var 5 punda peningur. Stór og stæðleg járnskífa það vantaði ekki. Ég keypti þessa vörpulegu skífu hins vegar á 10 pund.

Ég sé eftir því núna.

hugsið ykkur ef ég ætti 5 pund núna, vá ég gæti keypt mér alveg fullt af hlutum sem ég get ekki keypt nú í dag vegna þess að ég á ekki þessi 5 pund.

hugsið ykkur jafnvel ef ég hefði tekið þessi 5 pund sem ég tæknilega eyddi í þennan pening af því ég fékk 5 pund í staðinn fyrir 10, og samkvæmt útreikningum mínum hérna fyrr í kvöld með casio fx 350 vélinni minni þá er 10-5 = 5.

Já, tekið þessi 5 pund og lagt þau inn á bankareikning á ávaxtað þau til dagsins í dag, ég ætti alveg aðeins meira en 5 pund. Já hugsið ykkur!

Það verður flipp-dagur hjá mér og Kriss á morgun, snizzle fosizzle.

b-dawg

| sunnudagur, nóvember 05, 2006

Já, þetta er klárlega ljúfasta sjón helgarinnar.



Ummm...

Mínir menn Í United vinna 3-0, Arsenal tapar 1-0 og CSKA London tapar 2-1, virkilega ljúft alveg.

Ég fór á The Departed á föstudaginn, alveg kjánalega góð mynd þar á ferð. Alec Baldwin og Mark Wahlberg eru bestu karakterar sem ég hef séð lengi í bíómynd, vá, þeir eru ógeðslega góðir, ég fíla þá, ég fíla mig, ég fíla United.



b-dawg

| föstudagur, nóvember 03, 2006

Ég hef algerlega slegið öll met í pizzuáti undanfarna daga. Ég náði þessu meti þó ekki með því að reyna að éta eins mikið af pizzu og ég gat, nei ó nei. Ég át flatböku frá dominos á miðvikudagskvöldið, sama kvöld og ég sá United drulla á sig í Kaupmannahöfn, þetta kvöld sökkaði fótboltalega séð. í gær át ég Wilsons pizzu í matarhléi Menntaskólans og smakkaðaist slík pizza alveg prýðilega. Seinna um daginn fór ég ásam fríðu föruneyti á Náttúrugripasafn Íslands og vann verkefni í verklegri líffræði, þetta safn er nálægt Hlemmi. Að sjálfsögðu fórum við eftir þessa ræknu för á Devitos og fengum okkur nokkrar sneiðar þar. Á miðvikudaginn höfðu Matgæðingar dregið um nýjan stað til þess að snæða á, viti menn það var Pizza Pronto. Ég fór þangað í dag, það sökkaði, já djöfull sökkaði það. Ég gaf eina stjörnu þótt það hefði alveg getað verið einni stjörnu minna. Andskotinn segi ég. Ég ætla ekki að éta pizzu núna alveg í fjóra til fimm daga jafnvel færri ef mér líður þannig.

Að öðru, ég held að vefsetrið fótbolti. net þurfi aðeins að hreinsa til spjallborðið hjá sér. Þetta er alveg til skammar. Mér blöskraði áðan þegar ég var í mesta sakleysi mínu að lesa um nýjustu tíðindi knattspyrnunnar.




Manni langar bara skvetta vígðu vatni yfir þessa andskota.


b-dawg

|

Ýmsar upplýsingar:

msn: beggibambus@hotmail.com meil: bergurg@gmail.com