Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.


laugardagur, desember 23, 2006


Já, nú hef ég lokið störfum mínum hjá póstlandsliði Íslands, þessi ferð hefur verið ánægjuleg. Ég og herra Póstur eigum ágætis samband núna, vissulega var þetta erfitt á vissum tímapunktum en ég er nokkuð viss um að við höfum skilið í góðu, sem er jú mikilvægt. Ég lofaði að tala um "póstkonurnar" í síðasta pósti, ég er hættur við, þær eru ekkert svo spennandi viðfangsefni. Aðalmálið er þær eru vandræðalega litlar og viðbjóðslega iðnar, allar líka í svona rauðri póstskikkju virkilega gaman að fylgjast með þeim.

Jæja, svo er auðvitað hægt að koma með stastístík úr póstmiðstöð Íslands, þar sem le "plummer" og svitafýla virðist vera lífstíll hjá þessu póststarfsfólki, þriðji hver starfsmaður bruggar villtan plummer þegar hann beygir sig biður í nærliggjandi póstkörfu og annar hver starfsmaður er með króníska svitafýlu, að þessu komst ég eftir að hafa safnað niðurstöðum í eina viku, úrtakið var að vísu ekki stórt eða um 12 manneskjur.

Alla vikuna var ég að vonast til þess að ég fengi að flokka póst sem kæmi hingað á Djammgarða 16, mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag varð ég fyrir vonbrigðum, en í dag leið mér öðruvísi. Um rúmlega áttaleytið tók ég upp bréf, það var hvítt að lit, áferðin á stöm, stöm en rómantísk. Á bréfinu var falleg letrun. Þegar ég las póstnúmerið 170! Bollagarðar! 16! Ég hélt að ég yrði ekki eldri. Sunneva Hafsteinsdóttir og fjölskylda, ég var að flokka minn eigin póst! Liturinn á pennanum var bleikur og með svona glimmeri, alveg virkilega smekklegt, ég hugsaði um að stinga því undan og koma því sjálfur til skila á Djammgarða 16, en sem póstflokkunarmaður verð ég að vera trúr og tryggur póstþjónustunni, ég setti bréfið í hólf 170, djöfull hlakka ég til að fá bréfið heim...


b-dawg

| miðvikudagur, desember 20, 2006

Já, ég er kominn í póstþjónustu Íslands, búinn að vera það síðan á mánudag, vinn frá 16:00-23:00. Ég komst að því að póstblóðið rennur grimmt í mínum ættum þar sem faðir minn, afi og langafi voru allir viðriðnir póstþjónustu á einhvern hátt. Mér finnst þetta vera merkilegt, merkilegt alveg.

Það kom póstkempa til mín áðan þegar ég var að vinna, hann talaði við mig, djöfull var það notalegt, svo var annað póstmaður þarna, hann ilmaði eða lyktaði eins og piparkaka, ég labbaði framhjá honum ítrekað til þess að athuga hvort þetta væri ekki örugglega ilmurinnaf honum. Niðurstaðan var að þessi piparkökuilmur var klárlega af feita póstmanninum með mikla skeggið, sem var einmitt þessi sami maður og ég nefndi hérna fyrr í þessum ágæta pistli, næst segi ég ykkur frá "póstkonunum" í póstmiðstöð Íslands.


b-dawg

| mánudagur, desember 11, 2006

Ég var að lesa líffræði í gær, það var nefnilega svona líffræðipróf. Um 2-3 leytið í nótt var ég að lesa um svokallaðar blendingsfrumur, þær myndast þegar plasmafumur eru settar saman við mergæxlisfrumur, ég verð nú bara að viðurkenna ég varð frekar hræddur.

Mergæxlisfrumur, þetta er ekki árennilegt nafn, ef nafnið er ekki árennilegt hvernig er þá lýsingin?

Myoma cells (malignant plasma cells that that live and divide indefinitely, they are immortal cells)

Ísl. þýðing:

Mergæxlisfrumur (illkynja frumur sem lifa og skipta sér 4EVAH, þær eru ódauðlegar frumur)

Hversu hræðilegt er þetta? Alveg bara fullt ljótt. Ég tók mér það bessaleyfi að rissa upp af þessari frumu, ég svosum veit ekki hvernig fruman lítur út en ég veit að hún er badass fruma. Ekki vildi ég mæta slíkri frumu í húsasundi...

fokking badass fruma...máli lokað.


b-dawg

| föstudagur, desember 08, 2006

Ég og köttsi erum orðnir alveg geðveikt góðir vinir. Köttsi hefur hjálpað mér alveg ótrúlega mikið í gegnum prófin, þegar stráknum leiðist þá fer ég bara að klappa köttsa. Við erum orðnir alveg ótrúlega góðir vinir, ég er allaveganna orðinn geðveikt góður vinur hans, ég veit ekkert hvað köttsi er að hugsa, af því jú köttsar geta ekkert talað og tjáð tilfinningar sínar, svona eins og ég. Ég er svo mikil tilfinningavera.

Ég er tillfinningavera ég er samt líka alveg geðveikt harður í prófunum, um daginn drakk ég kaffibolla, já ég segi það satt kettlingurinn ég, ekki kettlingurinn köttsi drakk kaffibolla, alveg heilan, það eru ekki margir sem myndu drekka þetta vatnsþynnta, sykur-mjólkaða kaffi á svona stuttum tíma, bara ég.

Svona er ég geigvænlega harður gutti. Talandi um að vera harður, köttsi minn er ekki alveg nægilega harður köttsi, hann er að vísu ekki stór, fremur lítill og einungis eins árs. Hann er að lenda í "bífi" við tvo aðra ketti í hverfinu, Kisa litla er ekkert nógu stór og sterk til að takast á við þessa helvísku ketti, þeir sitja fyrir henni á tröppunum okkar urra svona kattarurri á hana, þetta er ekki fallegt.

Við systkinin erum í fullu starfi við að hrekja slíka ketti frá henni Kisu okkar. Bróðir vor skvetti vatni á einn kött og svo vorum við næstum búinn að henda mandarínu í sama kött sem var eitthvað að ergja hana Kisu okkar, þrátt fyrir að sú athöfn sé augljóslega mjög kómísk þá verður að taka með í reikninginn að þessi mandarína var örugglega svona 3/4 af haus kattarins þannig að þetta væri alveg drulluljótt að gera þetta.


Ég er að hugsa allt of mikið um þennan kött.

b-dawg

| miðvikudagur, desember 06, 2006

Ég er búinn með félagsfræði, stærðfræði og sögu. Það er ekkert gífurlega hressandi að vera í prófum, ég er að læra móðurmálið núna. Það eiginlega sökkar, það er sem sagt íslenska, jarðfræði, líffræði, stjörnufræði og viðskiptafræði eftir, þetta er þónokkur slatti, ég hugsa ekki um það, ég hlusta bara á Tiny Dancer með mínum manni Elton John og slaka á.

Í þessu lagi Tiny Dancer birtist mér fallvaltleikur og smæð mannlegrar tilveru auk þess sem ég finn í ofsa lagsins verðuga samsvörun fyrir sálarangist mína.

Ég er svo djúpur svona í prófunum, næstum því of djúpur ég veit ekkert hvað ég er að segja. Í gær hugsaði ég svo mikið að ég ældi yfir mig, það var alveg sjúklega óþægilegt. Ég tók mig þó til og hlustaði á allan FutureSex/LoveSounds diskinn og horfði á allan DVD aukadiskinn sem fylgdi með til þess að róa niður huga og sál , JT bregst mér ekki.

Gunnar Örn Guðmundsson hefur reynt einu sinni enn að seiða blogggyðjuna, vonum að honum takist vel upp í þetta skiptið og nái að komast úr þessu "Wonn næt stend" sambandi sem hann hefir verið fastur síðastliðna mánuði.


b-dawg

| laugardagur, desember 02, 2006

Já, ég segi það satt, það er komið kattaróféti á Djammgarða 16. Þetta óféti er í raun ekkert óféti, þessi köttur eða "hún" kötturinn er bölvað krútt. Ég hef ítrekað reynt að vera vinur þessarar krúttlegu skepnu en ekkert gengur. Hún vill ekkert með mig hafa, ég er algerlega að gefast upp. Það er ekki á hverjum degi sem mér er hafnað svona af ketti, ég get nú ekki sagt að ég sé dýrgóður dreng.

Mér líður alltaf svo kjánalega þegar ég tala við dýr, í fyrsta lagi skilja þau ekkert hvað ég er að segja. Í öðru lagi þau eru yfirleitt loðin og í þriðja lagi þá geta þau ekkert talað á móti þó að þau myndu skilja mig. Ég sé ekki tilganginn með þessum þessum dýrasamskiptum.

Ég fíla köttinn samt. Hann er geysilegt krútt. Ég reyni að segja honum í hvívetna að ég vilji vel en "hún" vill bara ekkert með mig hafa. Ég ætla þó ekki að gefast upp, ég mun halda áfram að þröngva ást minni upp á þennan kött og vonandi mun "hún" taka slíkri ást fagnandi á einhverjum sérstökum tímapunkti, en einungis tíminn mun leiða það í ljós.





Þetta er fánumyndin mín, ég er fokk sætur og ég veit það vel.


b-dawg

|

Ýmsar upplýsingar:

msn: beggibambus@hotmail.com meil: bergurg@gmail.com