Sá drengur er ritar hér ber nafnið Bergur. Hann er kempa eins og ætti ekki að fara framhjá lesendum þessarar bloggsíðuHér á þessari guðsvoluðu síðu kemur kempan hugsunum sínum á starfrænt form. Enda er mjög mikilvægt að vera á tánum og nota sér tækni nútímans. Það á að grípa gæsina meðan hún gefst, þetta er mikið speki, svokölluð kempuspeki Kempuspeki er dularfullt fyrirbæri, enginn skilur hana algerlega nema kempan sjálf. Krakkar ekki vera svo með eitthvað helvítis djöfulsins andskotans orðbragð hérna á síðunni. Annars fáiði karöflu eða vont nammi í skóinn, jább, það er rétt, ég ræð yfir jólasveinum.


þriðjudagur, janúar 31, 2006

Fyrst berja þeir einhvern strákling í hernum til óbóta svo tapa þeir fyrir Íslendingum í handbolta...fokking Rússar. Slæm stimmung í rússneska hernum, það er alveg ljóst. Spurning um að senda einhvern fáránlega hressan þangað til þess að lífga aðeins upp á þessa þrjóta og fauta.

Getraun:

Gamli í Niðurkoti
grefill
jónskoti
paur
sá eineygði

Hvað eiga þessi orð sameiginlegt, sá sem getur þetta fær ekki rassgat. Kannski eitthvað annað en rassgat, það kemur í ljós. Ekki gúggla þetta, giskið bara, það er miklu skemmtilegra.


Liverpool - Manchester í FA bikarnum, á fokking Anfield, jæja. Hefði nú frekar viljað mæta þeim aðeins seinna, sei sei. Sagan er allaveganna á okkar bandi, það eru gleðitíðindi.

uppfært:

"hæ þú fékkst þetta og það þýðir að þú ert elskuð/aður.
Sendu þetta til 10 manns næstu 143 mínúturnar og morgundagurinn
verður besti dagur ever drífðu þig.. Í kvöld á miðnætti mun ástin
þín fatta að hún/ ann elskar þig.. Á morgun mun eitthvað gott henda
þig klukkan 1 og 4.. það gæti gerst hvar sem er.. Gerðu þig tilbúinn
fyrir mesta shock ævi þinnar.. Ef þú brýtur keðjuna muntu hafa Bad
hæ þ"

Þetta fékk ég á msn frá frænku minni þetta er alveg verst í heimi. Það var þó ekki frænka mín Auður sem bjó þetta til, kannski eins gott enda hefði ég þurft að drepa hana hefði það verið tilfellið.


b-dawg

| föstudagur, janúar 27, 2006

Robbie Fowler kominn til Liverpool. Já, ég ætla ekki að segja orð um þetta mál, nema þessi orð sem koma hér eftir þessari setnignu og þau orð sem voru hérna á undan. Ástæðan fyrir því að ég ætla ekki að segja orð er sú að ég ætla ekki láta einhvern Robbie helvítis Fowler vera valdandi þess að ég þurfi að éta einhverja hluti aftur upp í mig. Svo við bara bíðum og sjáum.

Snilld dagsins er tvímælalaust þetta:



Það má nú með sanni segja að ég hafi tekið snilldina og sett hana rauðglóandi beint í bloggið, já svei mér þá.

b-dawg

| fimmtudagur, janúar 26, 2006

Ég er ekki frá því að Óðinn sé að fylgjast með mér þessa dagana. Ég var á leið heim í gulum bíl númer 11 í gær. Ég sá allt í einu tvo hrafna, það voru svona þrjú hús milli þeirra. Þeir voru að horfa á mig, Begga sem sagt. Strax var ég sannfærður um að þessir tveir hrafnar voru Huginn og Muninn. Ég get nú ekki neitað því að þetta er mikill heiður, að sjálfur Óðinn sé að fylgjast með manni. Ég sá svo Huginn flögra í kringum mig þegar ég var á leið heim í einkabíl núna rétt áðan. Þessir krummadjölfar eru svo djöfull seigir. Þeir geta fylgst með manni hvort sem maður er í strætó eða einkabíl. Ég veit ekki alveg hvort það sé jákvæð eða neikvæð staðreynd að meistari Óðinn sé að fylgjast með mér. Ég ætla mér að taka þessu sem hrósi, enda full ástæða til.

Ég keypti mér svona sögubók í gær. Þetta er svona sögubók sem maður notar í sex ára bekk, þar sem maður getur skrifað stutta og skemmtilega sögu og látið mynd fylgja með. Ég ákvað að hrinda af stað verkefni þar sem sögubókinn verður í lykilhlutverki. Ég skrifaði nokkrar sögur í bókina. Kristján er búinn að skrifa eina og Ellert eina(þó að hún hafi verið sori, þá er það samt saga, mér blöskraði). Ég sem sagt skil alltaf bókina eftir í stofunni minni þegar ég fer í burtu og fólki er frjálst að koma og skrifa sína sögu og myndskreyta. Ég er að reyna virkja einstaklinginn, þetta dæmigerða dauðyfli sem gerir aldrei neitt frumlegt. Ég er svo skítmikilvægilegur fyrir þetta samfélag að það er kjánalegt.

Fyrsta sagan:

Einungis til þess að gefa tóninn:



b-dawg

| þriðjudagur, janúar 24, 2006

Fótbolta-útópían heldur áfram. Rétt í þessu var Arsenal að detta út í deildarbikarnum. Wigan skoruði á síðustu mínútu framlengingar, haha, þetta var yndislegt.

b-dawg

| sunnudagur, janúar 22, 2006

Vá þetta var æðislegt, alger útópía. Meistari Rio á 91 mín, vá, langt síðan maður hefur séð slíkt drama hjá Manchester United. að vísu sá ég ekki leikinn, ég var of upptekinn við að tapa fyrir Grindavík í innanhúsmóti, ég er ekki frá því að ég hafi fundið eitthvað mesta mannsdrasl á Íslandi í þessu Grindarvíkurliði. Það var einn þarna sem hagaði sér eins og alveg fáviti, ég ætla ekki að segja frá því sérstaklega hvað hann gerði því að mér blöskraði svo. Segjum bara að rasismi hafi komið við sögu. Grótta mun tala við KSÍ, þetta var alveg ömurlegt að sjá þetta. Ég hélt að þetta væri ekki svona lengur, ekki að við höfum ekki lent í þessu áður, Vestmannaeyjar eru greinilega ekkert betri, þetta er alveg hræðilegt.

En að gleðilegri málum:

Man Utd - Liverpool 1-0.

Ég er með tvennt sem ég ætla að sýna ykkur. Fyrst er það þetta:

Djöfull er þetta sexy, þessar þokkafullu hreyfingar, sjáiði hendurnar, hann veit alveg hvað hann er að gera, svo eri eitthverjir þrír liverpool-menn þarna í orgíu til hægri. Ég er að elska þetta. Gunnar Örn fór á leikinn, leiðinlegt fyrir strákinn að sjá sína menn tapa, það er samt ekki leiðinlegt fyrir mig. Ég geri mér hins vegar alveg grein fyrir að Liverpool er búið að tapa færri stigum og geta þeir því skotist upp fyrir okkur ef þeir klára sína leiki, þetta er samt ljúft. ég gerði "gif mynd" úr magnþrungnum tilfinningum mínum hérna:



Ég elska þetta...

Já...og búðingurinn smakkaðist guðdómlega, fokking Oetker.

b-dawg

| laugardagur, janúar 21, 2006

Alltaf þegar ég ætla mér að nefna blogg, þá langar mig alltaf að nefna það "hlunnindi", ég hreinlega veit ekki af hverju, ég valdi í stað þess "syfilis", enda heillandi sjúkdómur. Ég ætla að gefa "syfilis" í næstu afmælisgjöf, svokallaður praktískur hrekkkur, gott mál, æsandi mál.

Það var alveg hrottalega gaman á söngballinu , gus gus voru alveg að gera fáránlega góða hluti, ég skemmti mér alveg gífurlega konunglega. Hápunktarnir voru þegar þau tóku "if you don´t jump" og "David", gott mál.

Fór á MORFÍS í gær, fín keppni, MR-ingar stóðu sig vel, unnu með um það bil 200 stigum, frekar solid, já þokkalega solid.

Ég tók að mér að gera súkkulaði mousse fyrir kvöldið fyrir heimilisfólk og gesti, þar sem ég er matgæðingur var eiginlega það eina í stöðunni að ég myndi útbúa þetta, svo líka það að ég er eini sem borða þetta. Í þetta skiptið notaði ég mousse-duft frá hinum alræmda Dr.Oetker. Þar stendur á leiðbeiningunum að það eigi að nota 150 mL af rjóma og líka 150 mL af mjólk, svo einn poka af Dr. Oetker mousse-dufti, hræra svo í sex mínútur. Eftir þessar sex mínútur var bara ekki nægur súbstans í mousse-inu. Ég hrærði þetta því aðeins lengur eða í um 16 mínútur, glöggir sjá að þetta er 10 mínútum meira en Dr. Oetker ráðlagði, mér er alveg sama, ég geri mitt helvítis mousse eins og ég vil hafa það. ég læt engann djöfulins Dr.Oetker segja mér hvernig mitt mousse á að vera, ég er svo mikill rebel, það liggur við að vera kjánalegt.

Frekari fréttir af stóra mousse-málinu munu koma eftir kvöldmat eða um það 21:00 þegar ég er búinn sð snæða þetta.

b-dawg

| mánudagur, janúar 16, 2006

Ég hef verið að dunda mér í photoshop, ég geri það stundum þegar ég nenni ei að læra þá fær sköpunargáfan að njóta sín í þessu góða forriti photoshop, það er gaman að þessu.



Ég ætla að taka það fram að ég er alls ekki á móti einum né neinum í X-bekknum, mér finnst bara fyndið það "konsept" þeir sem er góðir í stærðfræði eru vondu kallarnir. Þeir hugsa lymskulega ræna jöfnum, diffra mömmur, tegra bíla, finna fallið af gamalmennum, slumpa kynvillinga og fleira í þeim dúr. Þessir drengir sem ég tók fyrir hérna eru vafalaust fínir drengir og þekki ég nokkra af þeim, þeir eru alveg sérdeilis prýðilegir ungir menn en kómíkín verður ganga fyrir, sei sei já.

b-dawg

b-dawg

| föstudagur, janúar 13, 2006

Ég skoða stundum manutd.is spjallið, ég ætti ekki að gera það en ég geri það samt af því ég er svo sjúklega falippaður gaur. Sá þetta um daginn:



"djöfull var þetta viðurstyggilegt hjá Totti að hoppa bara ofan á Ramelov djöfuls geðsjúklinur... En annars snilldar myndband
_________________
Sameinumst nú öll og förum að skrifa HU (hlægja upphátt) í staðinn fyrir LOL (laugh out loud)"

Eigum við frekar ekki að sameinast í að hætta skrifa hlæja með géi, hlægja, þetta er kjánalegt, svo sá ég þetta á forsíðu "Blaðsins", "Bannað að hlægja af pabba", þetta er skammarlegt.

Ég var að hugsa um að fá mér svona template, þetta er æst sexy.

Það var samt ekki jafn sexy að þurfa að hætta spila áðan gegn ÍR vegna þess að mallakúturinn höndlaði ekki þennan fokking mat frá fokking Shalimar, ég mæli ekki með því að borða indverskan mat og fara svo spila eftir það, það er ömurlegt. Ég lærði þó eitthvað, ekki borða indverskan mat fyrir leik, write that down.

b-dawg

| fimmtudagur, janúar 12, 2006

Ég og Kristján nokkur rústuðum verklegri eðlisfræði í dag, vá. Þetta var magnað, við reiknuðum viðnám, amper, volt og allt þetta rafmagnssjitt eins og við höfum ekki gert annað í milljón ár. Já milljón segi ég, með sex núllum. Mig langar eilítið í milljón með átta núllum ég er ekki frá því að það væri alveg magnað, maður gæti spurt fólk:"Hvað helduru að það séu mörg núll á þessari milljón", djöfull væri það tremmatöff.

Ellert gæðingur húðskammaði mig í dag fyrir að kynna síðu matgæðingana ekki nægilega vel, þar sem þessi guðsvolaða síða er lesin af milljónum manna með átta núllum á hverjum degi ætla ég að kynna gæðingana betur hér með.

Bergur - Fáránlega sætur, fallegur og hress gaur, alltaf til í sleik við fallegar stelpur. Svo er hann líka geðveikt góður í að halda bolta á lofti, hrikalega alveg.

Ellert - toppnáungi, stundum kallaður prins Ali vegna þess að hann á þrjú einbýlishús í Grafarvogi og var hann að kaupa Kringluna rétt í þessu, fáránlega myndarlegur gaur.

Eyþór - Kenndi kempunni "fokk jú lásinn" í dag, fyrirbæri sem ég kannaðist ekki við, enda dúnmjúkur piltur af nesinu. Sannur meistari, alltaf hress, alltaf sætur, hrottalega sætur.

Kristján - Án efa besti tónlistarmaður í sögu alheimsins, hann er sætur svo kann hann líka að keyra mótórhjól. Hann er júllumeistari hópsins, bitty. Stelpurnar elta hann á röndum en hann tekur bara sína bitch og brunar í burtu á mótóhjólinu. Unaðslegur drengur í alla staði.

Saman mynda þessir fjórir drengir teymi með krafta sem enginn mannlegur boxari getur ráðið við. Við eldum mat, við spilum körfubolta, við spilum fótbolta, við berjumst gegn skattsvikum, borðum kynvillinga og síðast ekki síst sjáum við um að það vanti aldrei túnfisk í salatbarinn.

b-dawg

| þriðjudagur, janúar 10, 2006

Ég ætla núna að byrja að borða hollt, af því það er svo hollt. Byrjaði mjög vel í ag keypti mér bláberjaskyr í Kakólandi, það hefur ekki gerst síðan ég var núll ára. Ég var mjög frumþroska barn og arkaði bara núll ára að aldri útí Kakóland, keypti mér blárberaskyr og snæddi það með góðri lyst. Svo þegar ég kom heim þá fylgdi ég þessu mjög vel eftir með því að fá mér gulrót, án efa besta gulrót sem ég hef nokkurn tímann fengið. Svo fékk ég mér Kornflakes, svona morgunkorn er víst ekkert voða hollt en það var einfaldlega eina sem mig langaði í á þessum tímapunkti.

Hollur matur er samt yfirleitt vondur matur þannig að ég reikna með að hætta við þetta eftir nokkrar klukkustundir, en við sjáum til og vonum.

Árshátið matgæðingana var alveg mögnuð, vá, magnað. Ég tók nokkrar góðar myndir. Gaman að þessu, alveg fáránlega gaman. Gerði "gif mynd" af borðinu, þurfti að minnka gæðin og taka nokkra ramma í burtu til þess að þetta gengi, það sést ekki mikið, en eitthvað er það.



Ég ætlaði að tala um He-man í þessari færslu, titilinn á henni snérist um það, jæja, það verður að bíða betri tíma.

b-dawg

| sunnudagur, janúar 08, 2006

Ég skammast mín...

b-dawg

| föstudagur, janúar 06, 2006

Síðustu daga jólafrísins hafði ég ekkert svo ég ákvað að búa til sprengju, já ég ætla að búa til kjarnorkusprengju. Það tókst ekki því í fyrsta lagi var alveg fáránlega erfitt að redda sér kjarnkleyfu efni til þess mynda kjarnorkusprenginguna. Svo voru fleiri vandamál eins og finna vísindamenn, alla þessa tækni og passa sig á efna og geislunarhættum sem fylgja því að vinna með kjarnaefni og sprengingar.

To sömm öpp þá beilaði ég á þessu, algert beil. Ég bjó bara til sprengju úr gömlum forksum í staðinn, það var æðislegt, tókk púðrið úr þeim og lét í pillubox, teipaði vel fyrir og kveikti svo í. Þórður sérlegur aðstoðamaður minn tók þetta allt upp á stafrænu myndavélina sína, vei!



Þetta hefur verið geðveikt ömurlegur dagur hingað til. Hann ásamt hins vegar örugglega eftir að batna, árshátið matgæðingana er í kvöld, þar munum við fermenningarnir galdra fram ótrúlega máltð hver og einn með sitt verkefni, þetta var eins og fagmennirnir myndu orða það: "le brilliant".

| miðvikudagur, janúar 04, 2006

Fyrsti dagur mánaðarins var fyrsta janúar en fyrsti skóladagur á vorönn var í dag, hann var eiginlega bara sérdeilis þokkalegur. Ekki mikið gert, Matgæðingarnir tóku í spil í tveggja tíma gatinu þeirra, spilað var Catan. Ég sigraði ekki, alger bömmer.

Arsenalmenn höguðu sér illa í gær, mjög illa, sérstaklega Reyes djöfull, lét eins og alger fáviti, kannski sanngjörn úrslit, kannski ekki. United var ívið sterkari aðilinn, mig langaði í þessi þrjú djöfulsins stig.

Það fara bráðum stórir hlutir að gerast hérna, ég ætla að gera eitthvað magnað bráðum, ég ætla ekki að breyta útlitinu á síðunni en ég djöfull mun ég gera eitthvað stórkostlega stórkostlegt, vá hvað ég hlakka til.

Djöfull er ég ógeðslega góður í að fara úr einu á annað, svo eru þessi þrír kaflar næstum því allir jafn langir. Vá stundum elska ég að vera ég.

b-dawg

| þriðjudagur, janúar 03, 2006

Hérna til hliðar má nálgast myndir ársins, þið þrýstið einungis á "What is this?" og þrýstið svo á "myndir begga", þar getið þið séð allar myndirnar í venjulegri stærð, ég bæti máski við þetta ef ég nenni, það er samt alveg gaman að þessu öllu saman. Ein mynd sem ég gleymdi sem var frá síðasta tebói, ég bara skelli henni hérna inn...



Góðir áðí mar.

Eins og ég segi what is this?\myndir begga og þá er þetta komið sei sei já. Þetta eru myndir sem ég hef tekið, búið til í fótósjopp eða fundið eitthvers staðar á alnetinu, margar af þeim eru nokk skemmtilegar og vona alveg feitast að þið skemmtið ykkur konunglega eitthvað að en ég á Brothers Grimm í gær, hún var ekki góð, bara sjitt.

b-dawg

| mánudagur, janúar 02, 2006

Það sem gleður ekki er að Chelsea, þessir svindlarar og farísear hafi unnið einn helvítis leikinn enn. Það sem gleður hins vegar að Liverpoolmenn gerðu jafntefli og ef þeir vinna alla þá leiki sem þeir eiga til góða, þá eru þeir jafnir United að stigum og United er með betri markatölu.

Ég græddi áðan 1746 krónur, það var æðislegt, ég elska að fá peninga. Ég elska líka að fá gullstangir, það er ógeðslega gaman. Ég elska líka að fá kettlinga...úr gulli!


Ég nenni ekki sjitt neitt í skólann, það eru nokkrir hlutir sem ég er alveg gríðarlega ósáttur með í sambandi við þennan Menntaskóla, strákurinn er frekar ósáttur.

Brósalingskrúttirassinn kynnti mig fyrir lagi sem heitir "Don't Ride The White Horse", með bandinu Laid Back, þetta er æðislega grúúví lag, ég er líka grúúví gaur.

West Ham spörkuðu niður Essien, ég segi nú bara: "he had it coming", þessi grófi Ghanamaður verður bara að læra að haga sér.


b-dawg

| sunnudagur, janúar 01, 2006

Ég ætlaði að byrja þetta ár á einhvern magnþrunginn hátt með því að smíða fuglahús, berjast gegn hungri í Afríku eða vera geðveikt góður gaur, en þessi verkefni eru bara svo yfirþyrmandi að ég hef ekki komist í að gera neitt, ég horfði bara á endursýningu á "meistaranum" og borðaði egg og beikon í morgunmat, það var samt alveg top notch.

Á Bollagörðum 16 var keypt ein áramótaflugeldakaka og varð auðvitað Njálsbrenna fyrir valinu, hún var algert sjitt, ég var sár og mér bara blöskraði þegar ég sá þetta sjitt, alveg ömurlegt.

uppfært:

Ég var að horfa á svipmyndir úr bikarúrslitaleiknum í FA bikarnum Man Utd - Arsenal 2005 og það er alveg helvítis fáránlegt að United tók þennan bölvaða bikar ekki heim með sér, ansans sjitt.

Ég skemmti mér konunglega með guðfræðinema í gær, ég bað hann um að blessa fólk sem var með diss og bögg, strákurinn gerði það, að vísu var bara einn maður sem öskraði af svölum, þessi guðfræðinemi blessaði þennan drjóla, feis. Svo voru þarna líka eitthverjir sagnfræðinemar sem fóru á kostum, sei sei.


uppfært II:

Eigum við eitthvað að ræða þetta skaup? Vá, það er alveg magnað hvað er hægt að gera þetta ömurlegt. Þessar kellingar maður.

Úúúú....strákurinn á hálum ís.

b-dawg

|

Ýmsar upplýsingar:

msn: beggibambus@hotmail.com meil: bergurg@gmail.com