Já, í gær fimmtudag fórum við Matgæðingarnir ásamt Birki Veigarsyni á Apótekið, huggulegan og einstaklega póst-módernískan stað í miðbæ Reykjavíkur. Kristján Cowell mun þó segja ykkur betur frá honum á síðu
Matgæðinganna eftir nokkra daga.
Alveg drullugott sjitt, svo hittum við Geir Ólafs, alger meistari. Um leið og við komum inn þá var hann þarna að borða með e-i dömu, strax byrjaði hann að gjóa augunum til okkar. SVo þegar hann stóð upp frá borði leit hann aftur á okkur, og sagði: "verði ykkur að góðu strákar", ég greip tækifærið og bað hann um að vera á mynd með okkur, hann var ógeðslega fljótur að segja já, það var eiginlega eins og hann hafi búist við þessu. Þetta er maður sem kann að vera frægur.
Þetta er held ég besta mynd í heimi.
Uppfært:
Þetta myndband var tekið upp á leiðinni upp í Elliðárdal þar sem Gæðingarnir og Birkir ætluðu að mæta í stjörnuskoðun í borgarmyrkvanum. Ég ætla bara að að taka það fram að áfengismagn í blóði okkar var miklu mun minni en þetta hljóð/mynband gefur til kynna, hressleikinn ríkti.
http://www.youtube.com/watch?v=WJE48dnQ4Wo
Rétt í þessu var ég að feisa Ellert á msn:
elli says:
burg!
beggi - beggikempa.blogspot.com says:
vött?
elli says:
megavött
beggi - beggikempa.blogspot.com says:
gígavött
elli says:
teravött
beggi - beggikempa.blogspot.com says:
femmtóvött
beggi - beggikempa.blogspot.com says:
tekinn
elli says:
haha
b-dawg
Það er ekki laust við að ég finni fyrir smá höfnunartilfinningu þessa stundina, þar sem ég kom hvorki í Kastljósinu né morgunblaðinu, auðvitað er þetta eins og blaut tuska í andlitið, alveg virkilega sárt. Ég verð bara að halda áfram á sömu braut og vona að fjölmiðlar fari bráðum að sjá mig í réttu ljósi, í birtu þeirri þar sem ég er bæði sætur, ljúfur og skemmtilegur.
Ég ætla mér að ráða bót á þessu, ég þrái að allir sjái mig í réttur ljósi, góðu ljósi, jafnvel geng ég svo langt að segja besta ljósinu...tanlampanum.
Fyrsta liðinn í þessari "makeover of da Burg" kláraði ég í gær.
Já, ég fór á Borgarbókasafnið og fékk þessa rituðu snilld. THE MAN´S COMPLETE GUIDE TO LOOKING GREAT! Þetta verður mín Biblía næstu daga, mánuði og jafnvel ár. Að vísu þarf ég að skila þessari skruddu eftir um það bil 27 daga en ég mun sko nýta þessa daga, það er alveg deginum ljósara. Eftir 27 daga verð ég fullkominn.
Svona var ég fyrir um það bil viku síðan, að benda á vítamín, haha ógeðslega ómanly og ókúl. Svo er ég líka með e-m stórum gaur sem lætur mig líta út fyrir að vera lágvaxin, það mun sko ekki gerast aftur , ónei.
Bíðiði fokking bara. Ég verð fullkominn.
b-dawg
Já, það má nú með sanni segja að ég hafi verið í brennidepli í dag. Dagurinn byrjaði ósköp venjulega þar sem strákurinn vaknaði, fór í sturtu og slíkt. Það var svo ekki fyrr en í hádegishléinu sem hjólin byrjuðu að snúast.
Ég, Ellert og Jóhann Gísli vorum að leika okkur með knött á Austurvelli, þegar við vorum nýbúnir að slá met í því að halda bolta á lofti kom huggulegur ljósmyndari frá Morgunblaðinu og tók myndir af okkur í blíðunni, þó er ekki víst að þessar myndir komi í blaðinu á morgun, vonum bara að það sé gúrkutíð og þessir þrír sætu drengir á Austurvelli séu heitustu fréttirnar.
Ég hélt nú að mínar 15 mínútur væru liðnar, en nei, sú var ekki raunin, er ég labbaði út úr Gamla Skóla kom fréttakona arkandi til mín og spurði fyrst Eyþór um hópslagsmál og svo mig, mér finnst þó tæpt að þetta komi í fréttunum að því ég var eitthvað að fokka í konunni. Mér finnst þetta fínt.
Það gæti þó alveg eins verið að ég fái engar 15 mínútur það er að segja ef þetta kjarnagóða efni verður ekki notað í fjölmiðlum Íslands,.
Ég vona nú samt að ég fái mínar fimmtán.
b-dawg
Ég, Beggi, as in Burgmasta Bee gerði ég as is klárlega mér leið útí Tígurinn í miðbænum eftir að snætt ljúfa máltíð á Indókína. Ég skil ekki af hverju þessi búð er ekki alltaf skítdjöful full útúr dyrum. Þessi búð er best í heimi, þó að svona 60%-70% af því sem ég kaupi þarna nota ég aldrei, þá er svo ótrúlega gott að eiga slíka hluti ef í harðbakka slær.
Til dæmis ef vondi maðurinn myndi segja við mig:
"Hey! láttu mig fá hengirúm annars skýt ég þig í hausinn!!!!!!!"
Þá segi ég:
"Augnablik"
Fer og sæki mitt hengirúm sem ég keypti á aðeins 400 kr í Tígurnum og læt viðkomandi fá og slepp við að byssukúlu í höfuðuð, allir sáttir, nema ég. Ég var þarna auðvitað að tapa 400 kr., sem er kannski léttvægt miðað við það að ég gæti hugsanlega misst lífið í þessum umtöluðu aðstæðum, svona er þetta magnað líf. Ég tel það að vísu sérstaklega einstaklega ólíklegt að umtalaður ég lendi í slíkum aðstæðum, en það er hins vegar gott vita að til þess að ef ég lendi í þessu þá á ég alltaf möguleika.
En að öðru, ég er klárlega að fara úr hárum, makkinn er orðinn það mikill að ég ræð næstum ekki við þennan djöful. Það tekur mig svona um það bil 120000000000000000 femmtósekúndur að gera mig til á morgnana, sem er jahh , þónokkuð.
b-dawg
Jájá, svona er þetta, nú sökkar þetta allt saman, þetta fokking sökkar. Fokking líf, ég á bágt, það er fullt sem er ekki í lagi, ég er ógeðslega svona týndur, geðveikt óviss hvað ég ætla að gera með líf mitt. Vitiði hvað, já, mér finnst það fínt. Fyrir framan mig eru þrennar nærbuxur, hreinar eru þær, ójá. Svo eru fjórir bolir. Vitiði hvað, já þetta er fokking mín föt, það á þau enginn annar, rétt eins og sál mína, ég er eini sem á sálina mína.
Að vísu seldi ég djöflinum 12 % af henni þegar mig langað ógeðslega mikið í svona slide-línuskauta, svo seldi ég félaga ömmu minnar 8 % fyrir svona apótekaralakkrís, ég seldi svo alveg 17 % til Manchester United þegar mig langaði að komast á leik. Ég seldi svo 14 % á Hvebbanum fyrir bara e-ð fokking gott djamm.
Fokk, ég var bara að komast að því núna ég er búinn að missa meirihluta í sálinni. Helvítis djöfullinn er alltaf að reyna ná meirihluta, ég er að reyna ná aftur þessum 14 % frá Hvebbanum, þeir eru samt e-ð þrjóskir, vona bara að þeir verði jafn þrjóskir við Satan. Svo get ég alveg gleymt að fá þessi 12 % frá Hr. Djöfla, þessi 8 % og 17 % eru klárlega lost case.
Ohh men. Djöfull sé ég eftir þessu.
Þetta blogg meikaði ekki neitt helvítis sens, jæja, the show must go on.
b-dawg
Þar sem þetta er minn 350. póstur ætla ég ekki að segja neitt af viti, nema þú veist eitthvað eða eitthvað.
Í staðinn ætla ég að setja inn baneitraða mynd af Matæðingunum sem mér finnst ekki fá verðskuldaða athygli. Þeir vinna alveg hrottalega óeigingjarnt starf en sótsvartur almúginn virðist ekki vera að meta þá, það er klárlega vanmat á Gæðingum. Sem sagt andstæðan við ofmat...
b-dawg
Ég var að vinna um daginn, það var lítið að gera, ég ákvað því að byrja að lesa fyrstu bók Móse, já, ég get nú ekki sagt að þarna hafi verið e-ð sem ég vissi ekki, en ég lærði hins vegar fullt af nýjum nöfnum eins og Mahalalel sem varð víst 895 ára, það er alveg helgamalt. Svo má ekki gleyma Jared, hann var 962 ára, það er örugglega af því að hann borðaði alltaf svo hollt Subway. Hann lítur nú ekkert fyrir að vera 962 ára hérna, samt, fit og flottur strákur.
Ég fór á einhverja bíómynd í gær, Volver hét hún víst, spænsku djöfull, eftir einhvern geðveikt frægan leikstjóra sem allir virðast vita hver er nema, ég, Beggi, mér finnst þetta asnalegt, myndin var hins vegar fín.
b-dawg