Föstudag síðastliðinn fór ég Beggi til Lundúna ásamt föður mínum og bróður. Ég beilaði á efnafræði á föstudeginum til þess að geta farið, ég myndi segja að það hafi algerlega verið þess virði því þessi ferð var algerlega stórkostleg, kostuleg jafnvel. Við vorum komnir til London og upp á hótel um níuleytið á hét það hótel "Royal Sussex" kannski ekki ýkja sexy nafn, en þetta hótel þjónaði
algerlega sínum tilgangi, það er að hafa rúm og klósett, kannski var það ekki mikið meira, en það var nóg fyrir stráksa. Strax næsta dag var prógrammið byrjað við feðgar þurftum að koma okkur á Stamford Bridge eða Brúnna eins og hún er kölluð stundum hér á landi meðal reyndra "lýsenda". Við mættum snemma til þess að fá okkur ógeðslegustu pulsu sem ég hef nokkurn tímann á mínu langa lífi smakkað, þetta var svo subbulegt að ég fæ illt í sálina og hjartað þegar ég hugsa um þetta, við bræðurnir sýndum þó hörku og héldum út í eina mynd, svo var þessari djöfulsins béskotans sveittu Bretapullu hent. Við skelltum svo á
völlinn, við vorum í "away" stúkunni eða með Tottenham áhangendum, það var alveg jafn skemmtilegt og pullan var subbuleg, alveg ótrúleg stimmung allan tímann, þeir héldu ekki kajfti og sungu allan tímann, nema þegar helvítis Gallas skoraði á 92. mín, það þögðu þeir og blótuðu. Leikurinn fór sem sagt 2-1 fyrir Chelsea, leikurinn var samt einkar skemmtilegur og var ótrúlega gaman þegar Jermaine Jenas jafnaði fyrir Tottenham rétt fyrir hálfleik, gaman að þessu. Við komum okkur svo bara heim á "da Royal Sussex", þar sem við fórum snemma sofa enda myndi sunnudagurinn vera erfiður, við þurftum að vakna snemma og keyra af stað til the city of Manchester þar sem Man Utd myndi etja kappi við Newcastle. Ég stóðst einfaldlega ekki mátið og tók ógeðslega fáránlega arty-mynd á leiðinni, ég er
auðvitað arty gaur og það breytist ekkert þó ég fari milli landa, ég kem einfaldlega til dyranna eins og ég er klæddur og ég er ekkert hræddur um að sýna fólki hver ég er í raun...fáránlega arty og sætur gaur. Já, en við komum til Manchester á bílaleigubílnum frá Hertz aðeins á undan áætlun, við ákváðum að kíkja bara í Trafford Center, stærsta "mall" í Evrópu heyrði ég frá litlum fugli. Þetta var auðvitað snemma á sunnudagsmorgni þannig að ég get ekki sagt að mallið hafi iðað af lífi, en þetta var ágætt allt saman. Svo fórum við Gömlu Tröð, eða Old Trafford, sætin þar bættu algerlega upp þau lélegu sem við fengum á Stamford, alveg toppsæti, alveg fyrir miðju og temmilega langt uppi, aveg hæsta hak(eða top notch, svo ég vitni í hann eyþór á gæðingasíðunni). Leikurinn byrjaði æst vel, þar sem Wayne nokkur
Rooney setti boltakvikindið tvisvar í netmöskvann á fyrstu 11 mínútunum, það ætlaði allt um koll að keyra, kyrjað var á Old Trafford:"rooney, rooney", stemmingin var ólýsanleg, ég fékk gæsahúð um allann kroppinn, alger djöfulsins snilld, auðvitað bjóst ég við fyrstu þrennu Rooney í þeirri ensku og algeru bursti heimamanna, því miður var það eigi staðreyndin en samt sem áður var þessi leikur alveg ótrúlega skemmtilegur og dómineruðu united menn honum öllum.
Alveg magnaður leikur. Við feðgar keyrðum svo bara fokking ferskir aftur "heim" til London. Mánudagurinn einkenndist af róleheitum við sugum í okkur menningu á British Museum, og vorum auðvitað alveg uppgefnir eftir það allt saman og fórum svo aðeins í búðir og ég verslaði mér takkaskó og sitthvað fleira. Svo var það bara flugið heim þar ég sat innan um verslunarlondonferðaplebba sem voru asnalegir, svo klappaði ein týnd sál þegar við lentum, ég einfaldlega skil þetta ekki, vá, þú lentir og við dóum ekki, "klapp", "klapp", djöfull er ég samt feginn að fólk sé hætt þessu, kjánahrollurinn var fáránlegur þegar maður lenti í þessu fyrir nokkrum árum, þó að ég hafi verið yngri og vitlausari þá. En tú sömm öpp, var þetta alger útópía þessi ferð, það er alveg ógeðslega gaman að þessu.
Þetta er takkaskórnir sem ég keypti mér, ég geri mér alveg fullkomlega grein fyrir hvað þetta er plebbalegt að kaupa sér svona skó, en maður er einfaldlega betri í fótbolta ef maður á skínandi skó. Svo kostuðu þeir bara 7200 kr. í 90% off madness búðinni, í stað þess að kosta 16000-20000 hérna heima, já, já. Að vísu var afslátturinn bara 50% af þessum skóm, en það var margt þarna á 90% afslætti, svo sáum við líka Finn Ingólfsson þarna, það var doldið fyndið, haha.
Jájá, góður draumur maður...
b-dawg